Að standa með konum og kerfisbreytingum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2024 07:30 Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti. Í vikunni bættist við Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem tók í sama streng undir stefnuræðu forsætisráðherra. Það er greinilega alveg sama hvort Samfylkingin sé í sal Alþingis eða stýri Reykjavíkurborg, það er enginn vilji til að ráðast í úrbætur í leikskólamálunum. Samfylkingin hefur ekki farið í neinar raunverulegar kerfisbreytingar til þess að bæta laskað leikskólakerfi borgarinnar. Samfylkingin hefur státað sig af lægstu leikskólagjöldunum í stað þess að ráðast í breytingar og bjóða upp á raunveruleg pláss. Lág leikskólagjöld gera þó lítið fyrir þann fjölda sem bíður á biðlistum borgarinnar. Biðin eftir leikskólaplássi kostar hverja fjölskyldu milljónir. Lág leikskólagjöld breyta heldur engu fyrir starfsumhverfi þeirra fjölda kvenna sem starfa í leikskólum. Slök þjónusta við börn bitnar enn meira á mæðrum en feðrum og hamlar þar af leiðandi framgangi kvenna í atvinnulífinu. Gott og öflugt leikskólakerfi er ekki aðeins jafnréttismál heldur hefur það einnig áhrif á lífsgæði og verðmætasköpun þjóðarinnar. Aðgerðarleysi Samfylkingarinnar, með stuðningi Framsóknar, Viðreisnar og Pírata, hefur orðið til þess að fjölskyldur hafa flúið til nágrannasveitarfélaganna. Börnum hefur fækkað í borginni en fjölgað annars staðar. Þrátt fyrir það hefur þjónustan ekki batnað heldur hefur plássum aðeins fækkað. Frá því að leikskólastarf hófst aftur í haust eftir sumarfrí hefur enginn skóli í Kópavogi þurft að loka eða bjóða upp á skerta þjónustu. Þeim gengur betur að fá starfsfólk en sömu sögu er ekki að segja í Reykjavík. Kerfisbreytingar Kópavogs eru enn í mótun, á þeim má hafa skoðanir og víða í öðrum sveitarfélögum er verið að ráðast í mismunandi kerfisbreytingar til þess að bæta þjónustuna. Enn sem komið er hafa breytingarnar haft jákvæð áhrif á starfsumhverfi, vinnutíma og álag á stóra kvennastétt sem starfa í leikskólum Kópavogs. Áfram verðum við, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, að finna leiðir til þess að gera betur í þjónustu við fjölskyldur. Skortsstefna Samfylkingarinnar bitnar verst á konum, mæðrum sem eiga börn á leikskólaaldri og konum sem starfa í leikskólum - eða vilja starfa í leikskóla. Það er ekki hægt að stæra sig af því að standa með kvenfrelsi og jafnrétti en styðja á sama tíma ekki aðgerðir sem ýta undir hvoru tveggja. Það heitir að styðja málefni í orði en ekki á borði. Að þora að ráðast í kerfisbreytingar virðist ekki á færi allra. Kerfisbreytingum á löskuðu kerfi sem verða til þess að þjónusta við börn og foreldra verði betri ber að fagna. Það er vissulega rétt hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur að þjónustuskerðing bitnar verst á þeim sem síst mega við því. Þess vegna þarf að þora að ráðast í kerfisbreytingar í stað þess að stæra sig af ódýrum plássum þegar plássin eru ekki í boði. Það er dálítið eins og að stæra sig af lágu matvöruverði með tómar hillur í búðunum. Stjórnmálamenn eiga ekki að berja höfðinu við stein og gagnrýna breytingar en leggja ekki neitt til sjálfir. Fjölskyldur landsins eiga það skilið að við gerum betur og þorum að gera breytingar. Eftir viku, þriðjudaginn 24. september höldum við hjá Sjálfstæðisflokknum fund undir yfirskriftinni Fjölskyldan fyrst kl. 17.15 á fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardal og tökum fyrir fæðingarorlof og leikskólamál. Við ætlum að ræða næstu kerfisbreytingar, forgangsröðun og aðgerðir. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti. Í vikunni bættist við Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem tók í sama streng undir stefnuræðu forsætisráðherra. Það er greinilega alveg sama hvort Samfylkingin sé í sal Alþingis eða stýri Reykjavíkurborg, það er enginn vilji til að ráðast í úrbætur í leikskólamálunum. Samfylkingin hefur ekki farið í neinar raunverulegar kerfisbreytingar til þess að bæta laskað leikskólakerfi borgarinnar. Samfylkingin hefur státað sig af lægstu leikskólagjöldunum í stað þess að ráðast í breytingar og bjóða upp á raunveruleg pláss. Lág leikskólagjöld gera þó lítið fyrir þann fjölda sem bíður á biðlistum borgarinnar. Biðin eftir leikskólaplássi kostar hverja fjölskyldu milljónir. Lág leikskólagjöld breyta heldur engu fyrir starfsumhverfi þeirra fjölda kvenna sem starfa í leikskólum. Slök þjónusta við börn bitnar enn meira á mæðrum en feðrum og hamlar þar af leiðandi framgangi kvenna í atvinnulífinu. Gott og öflugt leikskólakerfi er ekki aðeins jafnréttismál heldur hefur það einnig áhrif á lífsgæði og verðmætasköpun þjóðarinnar. Aðgerðarleysi Samfylkingarinnar, með stuðningi Framsóknar, Viðreisnar og Pírata, hefur orðið til þess að fjölskyldur hafa flúið til nágrannasveitarfélaganna. Börnum hefur fækkað í borginni en fjölgað annars staðar. Þrátt fyrir það hefur þjónustan ekki batnað heldur hefur plássum aðeins fækkað. Frá því að leikskólastarf hófst aftur í haust eftir sumarfrí hefur enginn skóli í Kópavogi þurft að loka eða bjóða upp á skerta þjónustu. Þeim gengur betur að fá starfsfólk en sömu sögu er ekki að segja í Reykjavík. Kerfisbreytingar Kópavogs eru enn í mótun, á þeim má hafa skoðanir og víða í öðrum sveitarfélögum er verið að ráðast í mismunandi kerfisbreytingar til þess að bæta þjónustuna. Enn sem komið er hafa breytingarnar haft jákvæð áhrif á starfsumhverfi, vinnutíma og álag á stóra kvennastétt sem starfa í leikskólum Kópavogs. Áfram verðum við, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, að finna leiðir til þess að gera betur í þjónustu við fjölskyldur. Skortsstefna Samfylkingarinnar bitnar verst á konum, mæðrum sem eiga börn á leikskólaaldri og konum sem starfa í leikskólum - eða vilja starfa í leikskóla. Það er ekki hægt að stæra sig af því að standa með kvenfrelsi og jafnrétti en styðja á sama tíma ekki aðgerðir sem ýta undir hvoru tveggja. Það heitir að styðja málefni í orði en ekki á borði. Að þora að ráðast í kerfisbreytingar virðist ekki á færi allra. Kerfisbreytingum á löskuðu kerfi sem verða til þess að þjónusta við börn og foreldra verði betri ber að fagna. Það er vissulega rétt hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur að þjónustuskerðing bitnar verst á þeim sem síst mega við því. Þess vegna þarf að þora að ráðast í kerfisbreytingar í stað þess að stæra sig af ódýrum plássum þegar plássin eru ekki í boði. Það er dálítið eins og að stæra sig af lágu matvöruverði með tómar hillur í búðunum. Stjórnmálamenn eiga ekki að berja höfðinu við stein og gagnrýna breytingar en leggja ekki neitt til sjálfir. Fjölskyldur landsins eiga það skilið að við gerum betur og þorum að gera breytingar. Eftir viku, þriðjudaginn 24. september höldum við hjá Sjálfstæðisflokknum fund undir yfirskriftinni Fjölskyldan fyrst kl. 17.15 á fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardal og tökum fyrir fæðingarorlof og leikskólamál. Við ætlum að ræða næstu kerfisbreytingar, forgangsröðun og aðgerðir. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun