Að taka stjórn á eigin stefnu Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. september 2024 13:30 Það er auðvelt að verða fyrir áhrifum umhverfisins, sérstaklega í ljósi þess að umfang áreitisins hefur stóraukist í gegnum árin með framförum í tækni og notkun snjallsíma. Þessi þróun býður upp á fullt af tækifærum og möguleikum sem auðvelda okkur lífið og ótal margar lausnir sem gefa lífinu lit. Á sama tíma kallar þetta á aukna ábyrgð að taka stjórn á eigin athygli og viðbrögðum, til að ná tökum á eigin lífi og stefnu. Hættan er að við færumst með straumum áreitanna í kringum okkur og bregðumst meira við heldur en að ákveða og velja svörun og viðbrögð við upplifunum okkur. Góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á eigin lífi og stefnu með verkfærum og tólum sem hafa verið til í mörg ár, þ.e. með því að vita hvaða sýn við höfum í eigin lífi og kortleggja út frá henni markmið sem hjálpa okkur að ná sýninni. Í framhaldi er síðan hægt að skipuleggja vikulega og mánaðarlega smærri markmið og aðgerðir sem hjálpa okkur að ná þessum stærri markmiðum í átt að sýn okkar. Það er svo mikilvægt að taka stjórnvölinn á því hvert við erum að stefna í lífinu, annars er hættan að við lendum í því að vera strengjabrúður áreitanna í kringum okkur og dagarnir, vikurnar og mánuðirnir líða án þess að við höfum stigið skref í áttina að draumum okkar sem dvelja innra með okkur og bíða eftir því að fá að raungerast. Dæmi um áhrifaríka æfingu sem þú getur gert til þess að taka stjórn á eigin stefnu í lífinu er að sjá fyrir þér jákvæða ímynd af þér og framtíðinni. Með þessari æfingu virkjar þú heilasvæði sem tengjast sköpunargáfu, svæði í framennisberki tengd stýringu á streituviðbragði og grunnsvæði heilans tengd hvatningu. Æfingin eykur líkurnar á því að þú náir markmiðum þínum í átt að framtíðarsýn þinni. 1) Komdu þér fyrir á þægilegum stað þar sem þú færð ró og næði. Lokaðu augunum og sjáðu fyrir þér líf þitt 3 - 5 árum seinna eins og allt sé eins og þú vilt hafa það. Þú getur valið ákveðið svið í lífinu eins og vinnuna, persónuleg sambönd eða heilsuna sem dæmi. Spurðu þig og sjáðu fyrir þér: ,,Hvernig manneskja viltu vera?”, ,,Hvað viltu vera að gera?” og ,,Hvað viltu vera búin að afreka?” 2) Opnaðu augun og skrifaðu hjá þér allt sem kom upp í huganum í æfingunni, í eins miklum smáatriðum og hægt er. Einbeittu þér að því sem var uppbyggilegt og skrifaðu í nútíð eins og þú sért nú þegar að lifa í þessari framtíð. 3) Skoðaðu hvaða gildi og styrkleikar þú hefur og veldu a.m.k. 3 - 5 af þeim sem þú metur mikilvæg til að ná þessari framtíðarsýn, t.d. þrautseigja, húmor, heilindi eða umhyggja. 4) Brjóttu niður framtíðarsýn þína í ákveðin, framkvæmanleg markmið. Hvaða skref þarftu að taka til að komast í átt að þessari framtíðarsýn? Forgangsraðaðu þessum markmiðum og settu þau á tímalínu. Gættu þess að hafa þau raunhæf og framkvæmanleg. 5) Fáðu traustan aðila með þér til að styðja þig í átt að sýn þinni - þjálfara, leiðbeinanda eða góðan vin. Það getur ýtt undir skuldbindingu og aukið líkurnar á að þú náir markmiðum þínum. 6) Skoðaðu og endurskoðaðu sýn þína reglulega, skráðu hjá þér tíma þar sem þú minnir þig á hana, endurskoðar sýnina og fagnar litlu skrefunum í átt að henni. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að verða fyrir áhrifum umhverfisins, sérstaklega í ljósi þess að umfang áreitisins hefur stóraukist í gegnum árin með framförum í tækni og notkun snjallsíma. Þessi þróun býður upp á fullt af tækifærum og möguleikum sem auðvelda okkur lífið og ótal margar lausnir sem gefa lífinu lit. Á sama tíma kallar þetta á aukna ábyrgð að taka stjórn á eigin athygli og viðbrögðum, til að ná tökum á eigin lífi og stefnu. Hættan er að við færumst með straumum áreitanna í kringum okkur og bregðumst meira við heldur en að ákveða og velja svörun og viðbrögð við upplifunum okkur. Góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á eigin lífi og stefnu með verkfærum og tólum sem hafa verið til í mörg ár, þ.e. með því að vita hvaða sýn við höfum í eigin lífi og kortleggja út frá henni markmið sem hjálpa okkur að ná sýninni. Í framhaldi er síðan hægt að skipuleggja vikulega og mánaðarlega smærri markmið og aðgerðir sem hjálpa okkur að ná þessum stærri markmiðum í átt að sýn okkar. Það er svo mikilvægt að taka stjórnvölinn á því hvert við erum að stefna í lífinu, annars er hættan að við lendum í því að vera strengjabrúður áreitanna í kringum okkur og dagarnir, vikurnar og mánuðirnir líða án þess að við höfum stigið skref í áttina að draumum okkar sem dvelja innra með okkur og bíða eftir því að fá að raungerast. Dæmi um áhrifaríka æfingu sem þú getur gert til þess að taka stjórn á eigin stefnu í lífinu er að sjá fyrir þér jákvæða ímynd af þér og framtíðinni. Með þessari æfingu virkjar þú heilasvæði sem tengjast sköpunargáfu, svæði í framennisberki tengd stýringu á streituviðbragði og grunnsvæði heilans tengd hvatningu. Æfingin eykur líkurnar á því að þú náir markmiðum þínum í átt að framtíðarsýn þinni. 1) Komdu þér fyrir á þægilegum stað þar sem þú færð ró og næði. Lokaðu augunum og sjáðu fyrir þér líf þitt 3 - 5 árum seinna eins og allt sé eins og þú vilt hafa það. Þú getur valið ákveðið svið í lífinu eins og vinnuna, persónuleg sambönd eða heilsuna sem dæmi. Spurðu þig og sjáðu fyrir þér: ,,Hvernig manneskja viltu vera?”, ,,Hvað viltu vera að gera?” og ,,Hvað viltu vera búin að afreka?” 2) Opnaðu augun og skrifaðu hjá þér allt sem kom upp í huganum í æfingunni, í eins miklum smáatriðum og hægt er. Einbeittu þér að því sem var uppbyggilegt og skrifaðu í nútíð eins og þú sért nú þegar að lifa í þessari framtíð. 3) Skoðaðu hvaða gildi og styrkleikar þú hefur og veldu a.m.k. 3 - 5 af þeim sem þú metur mikilvæg til að ná þessari framtíðarsýn, t.d. þrautseigja, húmor, heilindi eða umhyggja. 4) Brjóttu niður framtíðarsýn þína í ákveðin, framkvæmanleg markmið. Hvaða skref þarftu að taka til að komast í átt að þessari framtíðarsýn? Forgangsraðaðu þessum markmiðum og settu þau á tímalínu. Gættu þess að hafa þau raunhæf og framkvæmanleg. 5) Fáðu traustan aðila með þér til að styðja þig í átt að sýn þinni - þjálfara, leiðbeinanda eða góðan vin. Það getur ýtt undir skuldbindingu og aukið líkurnar á að þú náir markmiðum þínum. 6) Skoðaðu og endurskoðaðu sýn þína reglulega, skráðu hjá þér tíma þar sem þú minnir þig á hana, endurskoðar sýnina og fagnar litlu skrefunum í átt að henni. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun