Woj hefur lengi vel verið líkt við véfrétt þegar kemur að NBA-deildinni í körfubolta. Þar sérstaklega hefur hann verið fyrstur með fréttirnar. Það krefst mikils tíma og mikillar vinnu að vera með puttann jafn þétt á púlsinum og Woj hefur verið undanfarin ár.
Er það að hans sögn ástæðan fyrir því hann hefur ákveðið að breyta til og tekið við stöðu framkvæmdastjóra körfuboltaliðs St. Bonaventure-háskólans sem staðsettur er í Massachusetts-fylki.
Breaking: ESPN senior NBA insider Adrian Wojnarowski has agreed to become the general manager of the men's basketball program at St. Bonaventure, he told ESPN.
— ESPN (@espn) September 18, 2024
"I am retiring from a dream job at ESPN and am so incredibly grateful for my time and experiences with the World Wide… pic.twitter.com/UfAXGKtYPN
„Ég hætti í draumastarfinu hjá ESPN og er að eilífu þakklátur fyrir tíma minn og reynslu þar,“ sagði Woj einnig á þessum tímamótum.