Þessi stórskrítnu norm í óbarnvænu samfélagi Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 19. september 2024 16:33 Það er of margt uggvænlegt að gerast. Fólki líður ekki nógu vel og börnunum okkar líður ekki nógu vel. Þessa dagana er alltof mikið af hræðilegum atburðum að eiga sér stað á Íslandi. Það er slatti af „normum“ hér á landi sem eru ekki góð norm. Normið að börn fari ung frá foreldrum sínum og dagar þeirra séu langir. Normið að börn séu þreytt og tætt og með upptendruð taugakerfi. Normið að íslenskt skólakerfi sé komið að þolmörkum vegna álags. Normið að kennarar og skólastarfsmenn þurfi stöðugt að vera að slökkva elda vegna vanlíðunar barna. Normið að kennarar og skólastarfsmenn séu að kafna úr álagi vegna allra þeirra barna sem líður ekki vel. Normið að drengirnir okkar dafni illa innan skólakerfisins. Normið að það sé "alltaf" mikið að gera hjá fjölskyldum og að samfélagið krefjist of mikils af þeim. Normið að börn eyði miklum tíma fyrir framan skjá. Normið að íslensk börn skori hátt þegar kemur að lyfjanotkun tengdri andlegri líðan. Normið að foreldrar séu örþreyttir og að kafna undan álagi. Normið að unglingar okkar drekka alltof mikið af orkudrykkjum og skorti svefn. Normið að það sé dýrt og erfitt að fá nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Íslandi. Normið að íslenskt samfélag sé ekki fjölskyldvænt. Mér finnst í lengri tíma hafa ríkt nokkurs konar meðvirkni þegar kemur að mörgum hlutum í samfélaginu okkar. Að við eigum bara að segja að allt "gangi vel" og "sé í lagi." Það er ekki raunin og það þarf að horfast í augu við vandann. Það er fullt af fólki að gera vel og reyna sitt allra besta og það er fullt af stórkostlegu fólki inn í kerfunum okkar að reyna eins og það getur en þetta er samt svo þungt. Og staðreyndin er sú að of mörgum íslenskum börnum líður illa. Það þarf að brjóta norm og breyta þeim og byggja upp fjölskylduvænna samfélag með börn í forgrunni. Kerfið sem grípur foreldra og börn þarf að vera sterkara. Það þarf að finna leiðir svo foreldrar og börn geti ræktað tengsl sín enn betur. Mögulega má segja að nokkurs konar tengslarof ríki í samfélaginu og fátt hefur meira forvarnargildi en sterk tengsl foreldra og barna. Börn eru grunnur hvers samfélags og það ætti allt að vera hugsað út frá þeim. Í dag er stundum eins og börn séu nokkurs konar aukahlutur. Það þarf að auka fjármagn þegar kemur að málefnum barna. Það þarf að vanda grunninn vel svo húsið standi. Við viljum ekki þjóðfélag byggt á sandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er of margt uggvænlegt að gerast. Fólki líður ekki nógu vel og börnunum okkar líður ekki nógu vel. Þessa dagana er alltof mikið af hræðilegum atburðum að eiga sér stað á Íslandi. Það er slatti af „normum“ hér á landi sem eru ekki góð norm. Normið að börn fari ung frá foreldrum sínum og dagar þeirra séu langir. Normið að börn séu þreytt og tætt og með upptendruð taugakerfi. Normið að íslenskt skólakerfi sé komið að þolmörkum vegna álags. Normið að kennarar og skólastarfsmenn þurfi stöðugt að vera að slökkva elda vegna vanlíðunar barna. Normið að kennarar og skólastarfsmenn séu að kafna úr álagi vegna allra þeirra barna sem líður ekki vel. Normið að drengirnir okkar dafni illa innan skólakerfisins. Normið að það sé "alltaf" mikið að gera hjá fjölskyldum og að samfélagið krefjist of mikils af þeim. Normið að börn eyði miklum tíma fyrir framan skjá. Normið að íslensk börn skori hátt þegar kemur að lyfjanotkun tengdri andlegri líðan. Normið að foreldrar séu örþreyttir og að kafna undan álagi. Normið að unglingar okkar drekka alltof mikið af orkudrykkjum og skorti svefn. Normið að það sé dýrt og erfitt að fá nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Íslandi. Normið að íslenskt samfélag sé ekki fjölskyldvænt. Mér finnst í lengri tíma hafa ríkt nokkurs konar meðvirkni þegar kemur að mörgum hlutum í samfélaginu okkar. Að við eigum bara að segja að allt "gangi vel" og "sé í lagi." Það er ekki raunin og það þarf að horfast í augu við vandann. Það er fullt af fólki að gera vel og reyna sitt allra besta og það er fullt af stórkostlegu fólki inn í kerfunum okkar að reyna eins og það getur en þetta er samt svo þungt. Og staðreyndin er sú að of mörgum íslenskum börnum líður illa. Það þarf að brjóta norm og breyta þeim og byggja upp fjölskylduvænna samfélag með börn í forgrunni. Kerfið sem grípur foreldra og börn þarf að vera sterkara. Það þarf að finna leiðir svo foreldrar og börn geti ræktað tengsl sín enn betur. Mögulega má segja að nokkurs konar tengslarof ríki í samfélaginu og fátt hefur meira forvarnargildi en sterk tengsl foreldra og barna. Börn eru grunnur hvers samfélags og það ætti allt að vera hugsað út frá þeim. Í dag er stundum eins og börn séu nokkurs konar aukahlutur. Það þarf að auka fjármagn þegar kemur að málefnum barna. Það þarf að vanda grunninn vel svo húsið standi. Við viljum ekki þjóðfélag byggt á sandi!
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar