GOGG, GOGG, GOGG og aftur GOGG Guðrún Njálsdóttir skrifar 23. september 2024 17:33 Sveitarfélagið mitt Grímsnes- og Grafningshreppur (GOGG) heldur áfram að halda því fram opinberlega að ég búi ólöglega í GOGG. Þessari fullyrðingu er ég ALLS ekki sammála þar sem lög gera ráð fyrir „að skrásetja skuli alla landsbyggðina“. Þjóðskrá Íslands skráði mig „805 Ótilgreint“ þar sem ég var að flytja í frístundahúsið mitt og minntist ekkert á það að ég yrði með ólöglega búsetu í húsi mínu eftir skráninguna. Svo það sé á hreinu þá er þessi stofnun á vegum íslenska ríkisins en samt fullyrðir sveitarstjóri GOGG að þetta sé ólöglegt. Neðangreindur texti sem vitnað er í birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. í grein sem sveitarstjóri GOGG skrifaði og textinn er tilvitnun í sameiginlega ályktun aukaaðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SSS) og hljóðar svo: „Nú hafa sveitarfélög lagst gegn því að leyfa lögheimilsrétt í orlofsbyggð. Hvers vegna? „Sveitarfélögin leggja til að farið verði i breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur sem feli i sér að einstaklingar, sem ekki eru með lögheimili i skráðu íbúðarhúsnæði, verði skráðir með „ótilgreint heimilisfang“ í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi var með tilgreint heimilisfang síðast, en ekki í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl." Fróðlegt væri að vita hversu mörg sveitarfélög í SSS voru með og hversu mörg voru á móti tillögunni þegar hún var borin upp til samþykktar. Með framsetningu þessarar tillögu eru fulltrúar sveitarfélaganna í SSS virkilega að reyna að koma því í gegn að þeir sem ákváðu að flytja úr tilteknu sveitarfélagi í frístundahús að þeir verði skráðir í fyrra sveitarfélag en með annarri skrásetningu „Ótilgreint“? Hver er eiginlega hugsunin bak við þessa tillögu? Það er alls óvíst að ÖLL sveitarfélög landsins (utan SSS) myndu leggjast gegn lögheimilisrétti í frístundabyggð enda mörg reynt og sýnt áhuga á að fá nýja íbúa sem að líkindum leiðir til aukinna tekna sveitarfélagsins. Árið 2005 féll dómur um lögmæti búsetu í frístundahúsabyggð og með þeim úrskurði var viðurkennt að íbúar í frístundabyggð eigi rétt á þjónustu sem útsvars- og skattgreiðendur. En hvað gerðist? Sveitarfélagið uppfyllti ALDREI skyldu sína gagnvart íbúum. Lögheimilislögum var breytt árið 2006 til að koma í veg fyrir að fólk gæti skráð lögheimili sitt í frístundahúsi og þrátt fyrir að greiða þar útsvar og á sama tíma fékk það ekki að nýta þá þjónusta sem sveitarfélagið bauð upp á. Lagabreytingin frá 2006, sem girti fyrir lögheimilisskráningu í frístundabyggð, gengur þvert gegn Hæstaréttardómnum frá 2005 og raunar gegn stjórnarskránni. Einnig er rétt er að geta þess að Ísland hafði þó löngu áður en dómurinn féll undirritað Mannréttindasáttmálann sem kveður á um að heimili þitt er sá staður sem þú sannarlega dvelur á. Nú hefur GOGG verið um langan tíma í broddi fylkingar að vinna að því að útiloka okkur „íbúana“ sína frá hinum sjálfsögðu mannréttindum sem felast í því að geta valið sér sinn eigin næturstað. Við erum skattgreiðendur, því má alls ekki gleyma. Við búum bara ekki í íbúðarhúsi heldur frístundahúsi og greiðum sömu gjöld og aðrir íbúar GOGG en fáum ekki sambærilega þjónustu. Fyrir tveimur árum leitaði GOGG á náðir fyrrverandi innviðaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar (Framsóknarflokki) sem rauk til og skipaði starfshóp til að fjalla um þessi búsetumál. Hver skyldi nú vera formaður hópsins, jú engin önnur en varaþingmaður Framsóknarflokksins sem svo skemmtilega vill til, að er sveitarstjóri GOGG. Í tæp tvö ár hefur starfshópurinn fjallað um þessi mál en EKKERT heyrst frá hópnum. Við eftirgrennslan um niðurstöðu starfshópsins þá er alltaf sama svarið ”Niðurstöðu að vænta á næstu vikum”. Hvað er það sem GOGG vill ekki? GOGG vill ekki einstaklinga sem búa í frístundahúsi sínu og velja að vera með lögheimili í sveitarfélaginu. GOGG vill ekki veita okkur sömu þjónustu og öðrum útsvarsgreiðendum. GOGG vill ekki fá upplýsingar um raunverulega búsetu 14% íbúa sinna ef upp koma náttúruhamfarir eða önnur vá þar sem bregðast þarf skjótt við. Sveitarstjórn var þó boðið að fá upplýsingar um hvar þeir búi og þess má geta að hér er aðeins verið að nefna þá sem eru með lögheimili en ekki alla þá sem dvelja hér allt árið en eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum GOGG vill ekki leggja í kostnað við að þjónusta íbúa frístundabyggða en samt þiggja þeir útsvar og full fasteignagjöld. Frístundahúsaeigendur standa undir stórum hluta tekna sveitarfélagsins. Gæti verið að GOGG vilji EKKI að við nýtum kosningaréttinn sem við fengum við „805 ótilgreint“. GOGG er fámennt sveitarfélag og mörgum virðist sem í sveitarstjórn sitji fólk sem hræðist okkur „íbúana“ í kosningum. Að lokum vil ég biðja íbúa GOGG að setja sig í okkar spor og velta því fyrir sér hvort við séum einhver ógn við okkar fallega GOGG. Við viljum njóta mannréttinda eins og aðrir íbúar GOGG, vera viðurkennd þar sem við sannarlega búum og standa ykkur löglegu íbúunum jafnfætis sem manneskjur í þessu samhengi. Guðrún Njálsdóttir, óstaðsett í hús í Grímsnes- og Grafningshreppi og stjórnarkona í Búsetafrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið mitt Grímsnes- og Grafningshreppur (GOGG) heldur áfram að halda því fram opinberlega að ég búi ólöglega í GOGG. Þessari fullyrðingu er ég ALLS ekki sammála þar sem lög gera ráð fyrir „að skrásetja skuli alla landsbyggðina“. Þjóðskrá Íslands skráði mig „805 Ótilgreint“ þar sem ég var að flytja í frístundahúsið mitt og minntist ekkert á það að ég yrði með ólöglega búsetu í húsi mínu eftir skráninguna. Svo það sé á hreinu þá er þessi stofnun á vegum íslenska ríkisins en samt fullyrðir sveitarstjóri GOGG að þetta sé ólöglegt. Neðangreindur texti sem vitnað er í birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. í grein sem sveitarstjóri GOGG skrifaði og textinn er tilvitnun í sameiginlega ályktun aukaaðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SSS) og hljóðar svo: „Nú hafa sveitarfélög lagst gegn því að leyfa lögheimilsrétt í orlofsbyggð. Hvers vegna? „Sveitarfélögin leggja til að farið verði i breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur sem feli i sér að einstaklingar, sem ekki eru með lögheimili i skráðu íbúðarhúsnæði, verði skráðir með „ótilgreint heimilisfang“ í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi var með tilgreint heimilisfang síðast, en ekki í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl." Fróðlegt væri að vita hversu mörg sveitarfélög í SSS voru með og hversu mörg voru á móti tillögunni þegar hún var borin upp til samþykktar. Með framsetningu þessarar tillögu eru fulltrúar sveitarfélaganna í SSS virkilega að reyna að koma því í gegn að þeir sem ákváðu að flytja úr tilteknu sveitarfélagi í frístundahús að þeir verði skráðir í fyrra sveitarfélag en með annarri skrásetningu „Ótilgreint“? Hver er eiginlega hugsunin bak við þessa tillögu? Það er alls óvíst að ÖLL sveitarfélög landsins (utan SSS) myndu leggjast gegn lögheimilisrétti í frístundabyggð enda mörg reynt og sýnt áhuga á að fá nýja íbúa sem að líkindum leiðir til aukinna tekna sveitarfélagsins. Árið 2005 féll dómur um lögmæti búsetu í frístundahúsabyggð og með þeim úrskurði var viðurkennt að íbúar í frístundabyggð eigi rétt á þjónustu sem útsvars- og skattgreiðendur. En hvað gerðist? Sveitarfélagið uppfyllti ALDREI skyldu sína gagnvart íbúum. Lögheimilislögum var breytt árið 2006 til að koma í veg fyrir að fólk gæti skráð lögheimili sitt í frístundahúsi og þrátt fyrir að greiða þar útsvar og á sama tíma fékk það ekki að nýta þá þjónusta sem sveitarfélagið bauð upp á. Lagabreytingin frá 2006, sem girti fyrir lögheimilisskráningu í frístundabyggð, gengur þvert gegn Hæstaréttardómnum frá 2005 og raunar gegn stjórnarskránni. Einnig er rétt er að geta þess að Ísland hafði þó löngu áður en dómurinn féll undirritað Mannréttindasáttmálann sem kveður á um að heimili þitt er sá staður sem þú sannarlega dvelur á. Nú hefur GOGG verið um langan tíma í broddi fylkingar að vinna að því að útiloka okkur „íbúana“ sína frá hinum sjálfsögðu mannréttindum sem felast í því að geta valið sér sinn eigin næturstað. Við erum skattgreiðendur, því má alls ekki gleyma. Við búum bara ekki í íbúðarhúsi heldur frístundahúsi og greiðum sömu gjöld og aðrir íbúar GOGG en fáum ekki sambærilega þjónustu. Fyrir tveimur árum leitaði GOGG á náðir fyrrverandi innviðaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar (Framsóknarflokki) sem rauk til og skipaði starfshóp til að fjalla um þessi búsetumál. Hver skyldi nú vera formaður hópsins, jú engin önnur en varaþingmaður Framsóknarflokksins sem svo skemmtilega vill til, að er sveitarstjóri GOGG. Í tæp tvö ár hefur starfshópurinn fjallað um þessi mál en EKKERT heyrst frá hópnum. Við eftirgrennslan um niðurstöðu starfshópsins þá er alltaf sama svarið ”Niðurstöðu að vænta á næstu vikum”. Hvað er það sem GOGG vill ekki? GOGG vill ekki einstaklinga sem búa í frístundahúsi sínu og velja að vera með lögheimili í sveitarfélaginu. GOGG vill ekki veita okkur sömu þjónustu og öðrum útsvarsgreiðendum. GOGG vill ekki fá upplýsingar um raunverulega búsetu 14% íbúa sinna ef upp koma náttúruhamfarir eða önnur vá þar sem bregðast þarf skjótt við. Sveitarstjórn var þó boðið að fá upplýsingar um hvar þeir búi og þess má geta að hér er aðeins verið að nefna þá sem eru með lögheimili en ekki alla þá sem dvelja hér allt árið en eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum GOGG vill ekki leggja í kostnað við að þjónusta íbúa frístundabyggða en samt þiggja þeir útsvar og full fasteignagjöld. Frístundahúsaeigendur standa undir stórum hluta tekna sveitarfélagsins. Gæti verið að GOGG vilji EKKI að við nýtum kosningaréttinn sem við fengum við „805 ótilgreint“. GOGG er fámennt sveitarfélag og mörgum virðist sem í sveitarstjórn sitji fólk sem hræðist okkur „íbúana“ í kosningum. Að lokum vil ég biðja íbúa GOGG að setja sig í okkar spor og velta því fyrir sér hvort við séum einhver ógn við okkar fallega GOGG. Við viljum njóta mannréttinda eins og aðrir íbúar GOGG, vera viðurkennd þar sem við sannarlega búum og standa ykkur löglegu íbúunum jafnfætis sem manneskjur í þessu samhengi. Guðrún Njálsdóttir, óstaðsett í hús í Grímsnes- og Grafningshreppi og stjórnarkona í Búsetafrelsi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun