Tapsár Jordan lögsækir NASCAR Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 16:25 Michael Jordan játar sig seint sigraðan, á hvaða sviði sem er. Jacob Kupferman/Getty Images Michael Jordan hefur lögsótt bandarísku aksturskeppnina NASCAR eftir langvinnar deilur. Lögsóknin er sögð geta haft sögulegar afleiðingar, og breytingar í för með sér. Eigendur liða í NASCAR keppninni hafa átt í deilum við stjórnendur keppninnar mánuðum saman en NASCAR virtist bera sigur út býtum þegar samkomulag hafði náðst við 13 eigendur þeirra 15 liða sem taka þátt. Jim France, sem valdið hefur hjá NASCAR og er meðlimur fjölskyldunnar sem stofnaði keppnina, virtist hafa tekist ætlunarverk sitt þó margur hafi gagnrýnt aðferðir hans. Eigendur liðanna hafa kvartað og kveinað í meira en tvö ár og eru ósáttir við að France krefjist þess að semja við hvert lið fyrir sig en ekki öll saman. France stóð fastur á sínu og þegar hann gaf afarkosti gáfu flestir eigendanna undan. Jim France gæti þurft að gefa eitthvað eftir.Chris Graythen/Getty Images Útlit var fyrir að lið í eigu Jordan, Jordan's 23XI Racing, hefði tapað hvað mestu, enda eitt tveggja liða sem neitaði að semja við France. Stjórnendur hjá liðinu höfðu kvartað hvað mest opinberlega og stóðu uppi allslausir. Jordan er hins vegar ekki maður sem er þekktur fyrir að taka tapi vel. Það virðist sem hann hafi tekið þessu persónulega og ætlar í hart. Lögsókn sem telur 46 síður var lögð fram í gær. Lögmaðurinn sem lagði hana fram er Jeffrey Kessler, en hann hefur áður lagt sitt á vogarskálarnar í lögsóknum sem hafa gjörbreytt umhverfi bandarísks íþróttalífs, bæði á atvinnustigi og háskólastigi. Ólíklegt þykir að málið nái þó fyrir dómstóla. Fari svo þarf NASCAR að opna bækur sínar fyrir almenningi á fordæmalausan hátt og sýna fram á hvernig vinsælasta aksturkeppni Bandaríkjanna er fjármögnuð. Ljóst þykir að það vilja stjórnendur NASCAR alls ekki. Hvort sem málið nær inn í dómssal eða verður afgreitt með sáttum við kappaksturslið Jordans, virðist ljóst að sögulegar breytingar eru í vændum. NASCAR hefur ávallt verið stýrt af harðri hendi af hálfu France-fjölskyldunnar, sem gæti loks þurft að játa sig sigraða, vegna tapsæris og þrjósku raðsigurvegarans Michael Jordan. Körfubolti Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira
Eigendur liða í NASCAR keppninni hafa átt í deilum við stjórnendur keppninnar mánuðum saman en NASCAR virtist bera sigur út býtum þegar samkomulag hafði náðst við 13 eigendur þeirra 15 liða sem taka þátt. Jim France, sem valdið hefur hjá NASCAR og er meðlimur fjölskyldunnar sem stofnaði keppnina, virtist hafa tekist ætlunarverk sitt þó margur hafi gagnrýnt aðferðir hans. Eigendur liðanna hafa kvartað og kveinað í meira en tvö ár og eru ósáttir við að France krefjist þess að semja við hvert lið fyrir sig en ekki öll saman. France stóð fastur á sínu og þegar hann gaf afarkosti gáfu flestir eigendanna undan. Jim France gæti þurft að gefa eitthvað eftir.Chris Graythen/Getty Images Útlit var fyrir að lið í eigu Jordan, Jordan's 23XI Racing, hefði tapað hvað mestu, enda eitt tveggja liða sem neitaði að semja við France. Stjórnendur hjá liðinu höfðu kvartað hvað mest opinberlega og stóðu uppi allslausir. Jordan er hins vegar ekki maður sem er þekktur fyrir að taka tapi vel. Það virðist sem hann hafi tekið þessu persónulega og ætlar í hart. Lögsókn sem telur 46 síður var lögð fram í gær. Lögmaðurinn sem lagði hana fram er Jeffrey Kessler, en hann hefur áður lagt sitt á vogarskálarnar í lögsóknum sem hafa gjörbreytt umhverfi bandarísks íþróttalífs, bæði á atvinnustigi og háskólastigi. Ólíklegt þykir að málið nái þó fyrir dómstóla. Fari svo þarf NASCAR að opna bækur sínar fyrir almenningi á fordæmalausan hátt og sýna fram á hvernig vinsælasta aksturkeppni Bandaríkjanna er fjármögnuð. Ljóst þykir að það vilja stjórnendur NASCAR alls ekki. Hvort sem málið nær inn í dómssal eða verður afgreitt með sáttum við kappaksturslið Jordans, virðist ljóst að sögulegar breytingar eru í vændum. NASCAR hefur ávallt verið stýrt af harðri hendi af hálfu France-fjölskyldunnar, sem gæti loks þurft að játa sig sigraða, vegna tapsæris og þrjósku raðsigurvegarans Michael Jordan.
Körfubolti Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira