Loftárásir Ísraelsmanna héldu áfram á Beirút, höfuðborg Líbanon í nótt og í morgun. Árásirnar eru samkvæmt líbönskum miðlum þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna.
Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar.
Þá heyrum við í seðlabankastjóra um vaxtaákvarðanir og fjöllum um ný tíðindi af heitu vatni á Selfossi.