Albert skoraði sigurmarkið eftir að De Gea varði tvær vítaspyrnur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 20:47 David De Gea varði tvær vítaspyrnur gegn AC Milan. EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina í 2-1 sigri á AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörðurinn David De Gea átti stórleik í marki heimaliðsins þar sem hann varði tvær vítaspyrnur og önnur góð færi gestanna. Þá varði Mike Maignan einnig vítaspyrnu en alls fóru þrjár slíkar forgörðum í leiknum. Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Bayern München 3-3 jafntefli í efstu deild Þýskalands á meðan Frakklandsmeistarar París Saint-Germain náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Nice í efstu deild Frakklands. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur í Flórens og eftir rétttæplega tuttugu mínútna leik fékk Fiorentina vítaspyrnu. Moise Kean fór á punktinn en Mike Maignan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Kean. Mike Maignan greip slaka spyrnu Kean.Claudio Villa/Getty Images Framherjinn hélt hann hefði bætt upp fyrir klikkið eftir rétt tæpan hálftíma en mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Á 35. mínútu komst Fiorentina svo loks yfir, Yacine Adli með markið eftir frábært einstaklingsframtak. Hann sveigði framhjá hverju varnarmanni AC Milan á fætur öðrum og sendi boltann svo í netið með viðkomu í stönginni. Í blálok fyrri hálfleiks fengu gestirnir frá Mílanó vítaspyrnu. Theo Hernández fór á punktinn en David De Gea virtist vita nákvæmlega hvað Theo ætlaði sér og varði vítaspyrnu hans. Staðan því 1-0 Fiorentina í vil þegar síðari hálfleikur hófst. Theo denied ❌#FiorentinaMilan 1-0 pic.twitter.com/C9zysQHI7h— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Það voru rétt rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar gestirnir fengu aðra vítaspyrnu sína. Að þessu sinni fór Tammy Abraham á punktinn en það skipti engu, De Gea varði aftur. DAVID DE GEA WHAT HAVE YOU DONE 🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯#FiorentinaMilan pic.twitter.com/dqoorNN7FQ— Lega Serie A (@SerieA) October 6, 2024 Því miður fyrir De Gea kom hann engum vörnum við nokkrum mínútum síðar þegar Christian Pulisic jafnaði metin með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Hernández. Á 73. mínútu skoraði Albert svo það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti eftir sendingu frá Kean. Albert Gudmundsson for the Viola! 🙌#FiorentinaMilan 2-1 pic.twitter.com/YqCjInmdF1— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Albert var svo tekinn af velli nokkrum mínútum eftir það sem reyndist sigurmarkið þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð. Fiorentina stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu AC Milan, lokatölur 2-1. Fiorentina nú með 10 stig í 11. sæti að loknum sjö leikjum á meðan Mílanó-liðið er með 11 stig í 6. sæti. Sigurmarkið í uppsiglingu.Photo Agency/Getty Images Önnur úrslit í Serie A Juventus 1-1 Cagliari Bologna 0-0 Parma Lazio 2-1 Empoli Monza 1-1 Roma Aftur gerði Bayern jafntefli Í Þýskalandi gerðu Frankfurt og Bayern 3-3 jafntefli í frábærum leik. Kim Min-Jae kom gestunum yfir en Omar Marmoush og Hugo Ekitike svöruðu fyrir Frankfurt áður en Dayot Upamecano jafnaði metin og staðan 2-2 í hálfleik. Michael Olise kom Bayern yfir á 53. mínútu og stefndi í 3-2 útisigur Bayern en á fjórðu mínútu uppbótartíma jafnaði Marmoush metin með öðru marki sínu og þriðja marki Frankfurt. Niðurstaðan jafntefli og Bayern nú gert tvö slík í röð. Bæjarar sitja þó á toppi efstu deildar í Þýskalandi með 14 stig að loknum sex leikjum líkt og RB Leipzig. Frankfurt er svo í 3. sæti með 13 stig. PSG mistókst að jafna toppliði að stigum Í Frakklandi náðu Frakklandsmeistarar PSG aðeins jafntefli gegn Nice, lokatölur 1-1. Ali Abdi kom Nice yfir í fyrri hálfleik en Nuno Mendes jafnaði fyrir gestina í síðari hálfleik eftir undirbúning Ousmane Dembélé. Eftir jafntefli kvöldsins er PSG með 17 stig að loknum sjö leikjum, tveimur minna en topplið Monaco. Nice er í 9. sæti með níu stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Bayern München 3-3 jafntefli í efstu deild Þýskalands á meðan Frakklandsmeistarar París Saint-Germain náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Nice í efstu deild Frakklands. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur í Flórens og eftir rétttæplega tuttugu mínútna leik fékk Fiorentina vítaspyrnu. Moise Kean fór á punktinn en Mike Maignan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Kean. Mike Maignan greip slaka spyrnu Kean.Claudio Villa/Getty Images Framherjinn hélt hann hefði bætt upp fyrir klikkið eftir rétt tæpan hálftíma en mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Á 35. mínútu komst Fiorentina svo loks yfir, Yacine Adli með markið eftir frábært einstaklingsframtak. Hann sveigði framhjá hverju varnarmanni AC Milan á fætur öðrum og sendi boltann svo í netið með viðkomu í stönginni. Í blálok fyrri hálfleiks fengu gestirnir frá Mílanó vítaspyrnu. Theo Hernández fór á punktinn en David De Gea virtist vita nákvæmlega hvað Theo ætlaði sér og varði vítaspyrnu hans. Staðan því 1-0 Fiorentina í vil þegar síðari hálfleikur hófst. Theo denied ❌#FiorentinaMilan 1-0 pic.twitter.com/C9zysQHI7h— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Það voru rétt rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar gestirnir fengu aðra vítaspyrnu sína. Að þessu sinni fór Tammy Abraham á punktinn en það skipti engu, De Gea varði aftur. DAVID DE GEA WHAT HAVE YOU DONE 🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯#FiorentinaMilan pic.twitter.com/dqoorNN7FQ— Lega Serie A (@SerieA) October 6, 2024 Því miður fyrir De Gea kom hann engum vörnum við nokkrum mínútum síðar þegar Christian Pulisic jafnaði metin með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Hernández. Á 73. mínútu skoraði Albert svo það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti eftir sendingu frá Kean. Albert Gudmundsson for the Viola! 🙌#FiorentinaMilan 2-1 pic.twitter.com/YqCjInmdF1— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Albert var svo tekinn af velli nokkrum mínútum eftir það sem reyndist sigurmarkið þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð. Fiorentina stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu AC Milan, lokatölur 2-1. Fiorentina nú með 10 stig í 11. sæti að loknum sjö leikjum á meðan Mílanó-liðið er með 11 stig í 6. sæti. Sigurmarkið í uppsiglingu.Photo Agency/Getty Images Önnur úrslit í Serie A Juventus 1-1 Cagliari Bologna 0-0 Parma Lazio 2-1 Empoli Monza 1-1 Roma Aftur gerði Bayern jafntefli Í Þýskalandi gerðu Frankfurt og Bayern 3-3 jafntefli í frábærum leik. Kim Min-Jae kom gestunum yfir en Omar Marmoush og Hugo Ekitike svöruðu fyrir Frankfurt áður en Dayot Upamecano jafnaði metin og staðan 2-2 í hálfleik. Michael Olise kom Bayern yfir á 53. mínútu og stefndi í 3-2 útisigur Bayern en á fjórðu mínútu uppbótartíma jafnaði Marmoush metin með öðru marki sínu og þriðja marki Frankfurt. Niðurstaðan jafntefli og Bayern nú gert tvö slík í röð. Bæjarar sitja þó á toppi efstu deildar í Þýskalandi með 14 stig að loknum sex leikjum líkt og RB Leipzig. Frankfurt er svo í 3. sæti með 13 stig. PSG mistókst að jafna toppliði að stigum Í Frakklandi náðu Frakklandsmeistarar PSG aðeins jafntefli gegn Nice, lokatölur 1-1. Ali Abdi kom Nice yfir í fyrri hálfleik en Nuno Mendes jafnaði fyrir gestina í síðari hálfleik eftir undirbúning Ousmane Dembélé. Eftir jafntefli kvöldsins er PSG með 17 stig að loknum sjö leikjum, tveimur minna en topplið Monaco. Nice er í 9. sæti með níu stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð