Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 10:30 Lebron James setti upp hindrun fyrir son sinn Bronny sem hlóð í þrigga stiga tilraun gegn Phoenix Suns. Vísir/Getty LeBron James og Bronny James urðu fyrstir feðga til að spila saman í leik undir merkjum NBA deildarinnar þegar að þeir léku saman í fyrri hálfleik í leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu fyrir komandi tímabil í NBA deildinni. Feðgarnir spiluðu rúmlega fjórar mínútur saman í öðrum leikhluta en sá eldri er einn allra besti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni frá upphafi á meðan að Bronny var valinn af Los Angeles Lakers í síðasta nýliðavali. „Það er mjög flott fyrir okkur báða, og sérstaklega fyrir fjölskylduna okkar,“ sagði LeBron í viðtali eftir leikinn. „Augnablik sem ég mun aldrei gleyma.“ Og eins og stundin hafi ekki verið nógu eftirminnnileg fyrir þá verður hún enn eftirminnilegri fyrir Bronny sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á leikdeginum. Draumur að rætast. Draumur sem Bronny hefur hugsað lengi um. Bronny James kom inn á leikinn sem varamaður í öðrum leikhluta og hafði fengið að vita það frá þjálfara liðsins, JJ Redick áður en leikurinn byrjaði að hann myndi spila með föður sínum. „Ég var mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Bronny. LeBron James. Bronny James.The father-son duo share the court for the first time together! 👏 pic.twitter.com/93hC7k64gK— NBA (@NBA) October 7, 2024 Bronny er þó enn að læra hvernig henn eigi að haga sambandi sínu við föður sinn á vellinum. Lebron hefur brýnt það fyrir Bronny að kalla sig ekki „Pabba“ inn á vellinum. „Ég hugsa þó alltaf: ‚Þetta er pabbi minn!‘, því það er staðreynd,“ sagði Bronny. „En þegar ég er að spila, er hann bara liðsfélagi minn.“ Samspil feðganna í umræddum leik gegn Phoenix Suns bauð þó ekki upp á mikil tilþrif enda enn að spila sig saman. Bronny gerði tvö mistök á þessum fáu mínútum sínum inn á vellinum og LeBron sömuleiðis. Á einum tímapunkti fékk LeBron boltann og gaf hann á Bronny, setti síðan upp hindrun svo hann gæti hlaðið í þriggja stiga skot. Skot Bronny geigaði hins vegar. „Ég var virkilega að vona að þetta skot færi niður,“ sagði Redick, þjálfari Lakers eftir leik. „Það hefði verið flott augnablik. En ég er viss um að þeir munu eiga mörg augnablik saman.“ Bronny spilaði alls um níu mínútur í seinni hálfleiknum, en skoraði ekki í tapi Lakers, 118-114, gegn Suns. „Ég sagði bara við hann, ‚Haltu áfram að verða betri,‘“ sagði LeBron. „Hann er enn ungur. Vill halda áfram að þróast, og það er það eina sem skiptir máli. Svo í hverju augnabliki sem þú færð, haltu áfram að sækja til sigurs. Haltu áfram að læra af mistökum þínum og sæktu til sigurs.“ NBA Körfubolti Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Feðgarnir spiluðu rúmlega fjórar mínútur saman í öðrum leikhluta en sá eldri er einn allra besti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni frá upphafi á meðan að Bronny var valinn af Los Angeles Lakers í síðasta nýliðavali. „Það er mjög flott fyrir okkur báða, og sérstaklega fyrir fjölskylduna okkar,“ sagði LeBron í viðtali eftir leikinn. „Augnablik sem ég mun aldrei gleyma.“ Og eins og stundin hafi ekki verið nógu eftirminnnileg fyrir þá verður hún enn eftirminnilegri fyrir Bronny sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á leikdeginum. Draumur að rætast. Draumur sem Bronny hefur hugsað lengi um. Bronny James kom inn á leikinn sem varamaður í öðrum leikhluta og hafði fengið að vita það frá þjálfara liðsins, JJ Redick áður en leikurinn byrjaði að hann myndi spila með föður sínum. „Ég var mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Bronny. LeBron James. Bronny James.The father-son duo share the court for the first time together! 👏 pic.twitter.com/93hC7k64gK— NBA (@NBA) October 7, 2024 Bronny er þó enn að læra hvernig henn eigi að haga sambandi sínu við föður sinn á vellinum. Lebron hefur brýnt það fyrir Bronny að kalla sig ekki „Pabba“ inn á vellinum. „Ég hugsa þó alltaf: ‚Þetta er pabbi minn!‘, því það er staðreynd,“ sagði Bronny. „En þegar ég er að spila, er hann bara liðsfélagi minn.“ Samspil feðganna í umræddum leik gegn Phoenix Suns bauð þó ekki upp á mikil tilþrif enda enn að spila sig saman. Bronny gerði tvö mistök á þessum fáu mínútum sínum inn á vellinum og LeBron sömuleiðis. Á einum tímapunkti fékk LeBron boltann og gaf hann á Bronny, setti síðan upp hindrun svo hann gæti hlaðið í þriggja stiga skot. Skot Bronny geigaði hins vegar. „Ég var virkilega að vona að þetta skot færi niður,“ sagði Redick, þjálfari Lakers eftir leik. „Það hefði verið flott augnablik. En ég er viss um að þeir munu eiga mörg augnablik saman.“ Bronny spilaði alls um níu mínútur í seinni hálfleiknum, en skoraði ekki í tapi Lakers, 118-114, gegn Suns. „Ég sagði bara við hann, ‚Haltu áfram að verða betri,‘“ sagði LeBron. „Hann er enn ungur. Vill halda áfram að þróast, og það er það eina sem skiptir máli. Svo í hverju augnabliki sem þú færð, haltu áfram að sækja til sigurs. Haltu áfram að læra af mistökum þínum og sæktu til sigurs.“
NBA Körfubolti Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti