Konaté mætti með nýstárlega grímu til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 09:30 Ibrahima Konaté mætti svona klæddur á æfingasvæði franska landsliðsins. Twitter/@Football_Tweet Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool, er greinilega óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali eins og hann sýndi þegar hann mætti til æfinga með franska landsliðinu í gær. Frakkar eiga fyrir höndum leiki við Ísrael (leikið í Búdapest) og Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta, og hófu æfingar í herbúðum sínum í Clairefontaine í gær. Þangað mætti Konaté með einhvers konar grímu eða hettu yfir öllu andlitinu. Þekkt er að leikmenn franska landsliðsins leggja sig fram við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali en yfirleitt þekkjast þeir þó. „Vitið þið ekki hver ég er?“ spurði Konaté frönsku blaðamennina sem biðu eftir því að sjá leikmenn mæta á æfingasvæðið. Hann renndi svo niður rennilásnum og sýndi á sér andlitið, og brosti í myndavélarnar. Ibrahima Konaté's new look at Clairefontaine 🎭 pic.twitter.com/xmPSoRmMWo— B/R Football (@brfootball) October 7, 2024 Franska knattspyrnusambandið er með styrktarsamning við Nike en það er ekki ljóst á hvaða tímapunkti leikmönnum ber skylda til að láta aðeins sjá sig í Nike-fatnaði. Vanalega mæta þeir í það minnsta í borgaralegum klæðum, ef svo má segja, til fyrstu æfingar. Frakkar verða án Antoine Griezmann og Kylian Mbappé í leikjunum. Griezmann tilkynnti nýverið að hann væri hættur í landsliðinu en Mbappé fékk frí til að jafna sig af meiðslum. Eftir landsleikina fer Konaté aftur heim til Liverpool en þar eru menn vongóðir um að þessi sterki varnarmaður skrifi undir nýjan samning von bráðar, samkvæmt ítalska blaðamanninum Fabrizio Romano. 🚨 Liverpool are confident to complete agreement on new deal with Ibrahima Konaté soon as talks are now progressing well.He's expected to sign new contract after Quansah, as crucial part of club's project and really appreciated by Arne Slot. pic.twitter.com/e7I60nwDX3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 8, 2024 Romano segir að Arne Slot, sem tók við Liverpool í sumar, sé afar hrifinn af Konaté sem kom inn á í seinni hálfleik í fyrsta leik undir stjórn Slots og hefur haldið sæti sínu í liðinu síðan þá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Frakkar eiga fyrir höndum leiki við Ísrael (leikið í Búdapest) og Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta, og hófu æfingar í herbúðum sínum í Clairefontaine í gær. Þangað mætti Konaté með einhvers konar grímu eða hettu yfir öllu andlitinu. Þekkt er að leikmenn franska landsliðsins leggja sig fram við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali en yfirleitt þekkjast þeir þó. „Vitið þið ekki hver ég er?“ spurði Konaté frönsku blaðamennina sem biðu eftir því að sjá leikmenn mæta á æfingasvæðið. Hann renndi svo niður rennilásnum og sýndi á sér andlitið, og brosti í myndavélarnar. Ibrahima Konaté's new look at Clairefontaine 🎭 pic.twitter.com/xmPSoRmMWo— B/R Football (@brfootball) October 7, 2024 Franska knattspyrnusambandið er með styrktarsamning við Nike en það er ekki ljóst á hvaða tímapunkti leikmönnum ber skylda til að láta aðeins sjá sig í Nike-fatnaði. Vanalega mæta þeir í það minnsta í borgaralegum klæðum, ef svo má segja, til fyrstu æfingar. Frakkar verða án Antoine Griezmann og Kylian Mbappé í leikjunum. Griezmann tilkynnti nýverið að hann væri hættur í landsliðinu en Mbappé fékk frí til að jafna sig af meiðslum. Eftir landsleikina fer Konaté aftur heim til Liverpool en þar eru menn vongóðir um að þessi sterki varnarmaður skrifi undir nýjan samning von bráðar, samkvæmt ítalska blaðamanninum Fabrizio Romano. 🚨 Liverpool are confident to complete agreement on new deal with Ibrahima Konaté soon as talks are now progressing well.He's expected to sign new contract after Quansah, as crucial part of club's project and really appreciated by Arne Slot. pic.twitter.com/e7I60nwDX3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 8, 2024 Romano segir að Arne Slot, sem tók við Liverpool í sumar, sé afar hrifinn af Konaté sem kom inn á í seinni hálfleik í fyrsta leik undir stjórn Slots og hefur haldið sæti sínu í liðinu síðan þá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira