Öryrkjar eiga betra skilið Svanberg Hreinsson skrifar 9. október 2024 09:02 Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur. Afleiðingin er sú að bilið á milli öryrkja og þeirra sem hafa lágmarkslaun fer breikkandi. Samkvæmt lögum eiga greiðslur almannatrygginga að breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessa reglu má finna í 62. gr., áður 69. gr. laga um almannatryggingar og var hún upphaflega leidd í lög árið 1997 með það markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í þingræðu við 1. umræðu frumvarpsins: „Viðmiðunin á að vera við laun en engu að síður er settur annar lás sem á að gæta þess ef svo vildi til, sem við skulum vona að verði ekki á næstu árum, að launin hækki minna en verðlag eins og hefur nú komið fyrir." Yfirlýsingu forsætisráðherra í umræðunni er tæpast hægt að túlka öðruvísi en þannig að orðalag frumvarpsins beri að skilja svo að bætur almannatrygginga og greiðslur skuli beinlínis fylgja launaþróun (launavísitölu) nema þegar verðlag hækkar umfram laun. Það er augljóst að stjórnvöld fylgja ekki settum lögum þar sem öryrkjar og aldraðir fá lægri tekjur en þau eiga rétt á. En þar sem Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið skv. 41. gr. stjórnarskrárinnar og núverandi löggjöf felur Alþingi að ákvarða hækkanir bóta, hafa dómstólar talið það falla utan hlutverks síns að dæma um hvort rétt hafi verið staðið að hækkun bóta skv. 62. gr. laga um almannatryggingar og þar með er erfitt að kæra þetta óréttlæti. Svo virðist vera að kerfið hér á Íslandi ætli að teygja sig eins langt og hægt er til þess að koma í veg fyrir að fátækustu hópar samfélagsins fái tekjur sem standa undir grunnframfærslu. Í þessari stöðu er aðeins eitt sem hægt er að gera til að leiðrétta þetta rugl. Við þurfum að breyta lögunum á þann veg að stjórnvöld komist ekki upp með að hunsa þau eða mistúlka. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram frumvarp um að leiðrétta ákvæði 62. gr. þannig að það tryggi með fullnægjandi hætti að kjör lífeyrisþega almannatrygginga fylgi launaþróun. Frumvarpið leggur til að hækkun fjárhæða almannatrygginga, sem og frítekjumarka, skuli framvegis fylgja launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu Hagstofu Íslands. Áfram er lagt til að greiðslur hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er tryggt að greiðslur lækki ekki skyndilega ef launaþróun er neikvæð, en valdið til að ákvarða eftir hentisemi hve mikið bætur hækka hverju sinni, er tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað að leiðrétta þessa svokölluðu kjaragliðnun, en ekkert hefur verið gert í þeim málum síðastliðin tvö kjörtímabil. Áfram halda stjórnvöld að neita fátæku fólki um sjálfsögð réttindi á meðan þingmenn ríkisstjórnarinnar berjast gegn frumvarpi Flokks fólksins sem myndi koma í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð óheiðarleg og óviðunandi. Við eigum betra skilið og Flokkur fólksins mun leggja allt sitt af mörkum til að leiðrétta áratuga langa sögu óréttlætis gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur. Afleiðingin er sú að bilið á milli öryrkja og þeirra sem hafa lágmarkslaun fer breikkandi. Samkvæmt lögum eiga greiðslur almannatrygginga að breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessa reglu má finna í 62. gr., áður 69. gr. laga um almannatryggingar og var hún upphaflega leidd í lög árið 1997 með það markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í þingræðu við 1. umræðu frumvarpsins: „Viðmiðunin á að vera við laun en engu að síður er settur annar lás sem á að gæta þess ef svo vildi til, sem við skulum vona að verði ekki á næstu árum, að launin hækki minna en verðlag eins og hefur nú komið fyrir." Yfirlýsingu forsætisráðherra í umræðunni er tæpast hægt að túlka öðruvísi en þannig að orðalag frumvarpsins beri að skilja svo að bætur almannatrygginga og greiðslur skuli beinlínis fylgja launaþróun (launavísitölu) nema þegar verðlag hækkar umfram laun. Það er augljóst að stjórnvöld fylgja ekki settum lögum þar sem öryrkjar og aldraðir fá lægri tekjur en þau eiga rétt á. En þar sem Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið skv. 41. gr. stjórnarskrárinnar og núverandi löggjöf felur Alþingi að ákvarða hækkanir bóta, hafa dómstólar talið það falla utan hlutverks síns að dæma um hvort rétt hafi verið staðið að hækkun bóta skv. 62. gr. laga um almannatryggingar og þar með er erfitt að kæra þetta óréttlæti. Svo virðist vera að kerfið hér á Íslandi ætli að teygja sig eins langt og hægt er til þess að koma í veg fyrir að fátækustu hópar samfélagsins fái tekjur sem standa undir grunnframfærslu. Í þessari stöðu er aðeins eitt sem hægt er að gera til að leiðrétta þetta rugl. Við þurfum að breyta lögunum á þann veg að stjórnvöld komist ekki upp með að hunsa þau eða mistúlka. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram frumvarp um að leiðrétta ákvæði 62. gr. þannig að það tryggi með fullnægjandi hætti að kjör lífeyrisþega almannatrygginga fylgi launaþróun. Frumvarpið leggur til að hækkun fjárhæða almannatrygginga, sem og frítekjumarka, skuli framvegis fylgja launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu Hagstofu Íslands. Áfram er lagt til að greiðslur hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er tryggt að greiðslur lækki ekki skyndilega ef launaþróun er neikvæð, en valdið til að ákvarða eftir hentisemi hve mikið bætur hækka hverju sinni, er tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað að leiðrétta þessa svokölluðu kjaragliðnun, en ekkert hefur verið gert í þeim málum síðastliðin tvö kjörtímabil. Áfram halda stjórnvöld að neita fátæku fólki um sjálfsögð réttindi á meðan þingmenn ríkisstjórnarinnar berjast gegn frumvarpi Flokks fólksins sem myndi koma í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð óheiðarleg og óviðunandi. Við eigum betra skilið og Flokkur fólksins mun leggja allt sitt af mörkum til að leiðrétta áratuga langa sögu óréttlætis gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun