Undraverður bati með háþrýstimeðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2024 20:01 Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á Háþrýsti-og Köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. Vísir/Einar Fólk sem þjáist af langtímaafleiðingum Covid hefur náð miklum bata eftir að hafa stundað háþrýstimeðferð á Landspítalanum. Sjúklingar sem hafa verið rúmliggjandi hafi getað snúið aftur til eðlilegs lífs. Tæknin nýtist gegn mörgum öðrum sjúkdómum og kvillum. Landspítalinn fékk fyrsta háþrýsti-og köfunarlækningarklefann frá Ítalíu árið 1992 og síðan þá hafa tólf þúsund manns fengið slíka meðferð. Spítalinn fékk nýtt tæki fyrir ári sem er stærra og öflugra en áður. Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á háþrýsti-og köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. „Hingað koma aðallega sjúklingar með krónísk sár eða frá sáramiðstöð. Fólk kemur eftir lýtaaðgerðir, æðaskurðlækningar eða áverka- og bæklunaraðgerðir. Við fáum líka marga sjúklinga frá taugalækningadeildinni með krónísk einkenni. Annar stór hópur kemur af bráðadeildinni eftir köfunarslys eða vegna reykeitrunar,“ segir Leonardo. Klefinn tekur allt að 14 manns í sæti og er fólk yfirleitt hálftíma í senn í honum tekur hlé og fer svo aftur í hálf´tima. Í alvarlegri tilvikur er fólk allt að tólf tíma í klefanum.Vísir/Einar Komust aftur út í lífið Meðferðin fer þannig fram að fólk andar að sér súrefni undir háþrýstingi hálftíma í senn en í alvarlegri tilvikum er fólk allt að tólf tíma í klefanum. Leonardo segir rannsóknir sýna að vefir og sár grói mun hraðar þannig en undir venjulegum kringumstæðum. Hann byrjaði nýlega að fá til sín fólk með langtíma Covid. Sjúklingarnir eru nú orðnir sextíu og meðferðin hefur reynst afar vel. „Sumir sjúklinganna hafa verið algerlega rúmliggjandi allan daginn, hafa orðið að hætta að vinna, geta ekki verið með fjölskyldunni eða eldað fyrir börnin. Nú eru þeir farnir að vinna aftur, ferðast um landið og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Þá hafa sumir getað snúið aftur í nám, háskólanám og mastersnám, ,“ segir Leonardo. Leonard segir að fólk þurfi að koma um þrjátíu sinnum í tækið til að ná bata og það er mikil ásókn. „Það er alveg fullt hjá okkur þar til í febrúar en það er hægt að byrja að bóka fyrir mars,“ segir Leonardo. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Landspítalinn fékk fyrsta háþrýsti-og köfunarlækningarklefann frá Ítalíu árið 1992 og síðan þá hafa tólf þúsund manns fengið slíka meðferð. Spítalinn fékk nýtt tæki fyrir ári sem er stærra og öflugra en áður. Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á háþrýsti-og köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. „Hingað koma aðallega sjúklingar með krónísk sár eða frá sáramiðstöð. Fólk kemur eftir lýtaaðgerðir, æðaskurðlækningar eða áverka- og bæklunaraðgerðir. Við fáum líka marga sjúklinga frá taugalækningadeildinni með krónísk einkenni. Annar stór hópur kemur af bráðadeildinni eftir köfunarslys eða vegna reykeitrunar,“ segir Leonardo. Klefinn tekur allt að 14 manns í sæti og er fólk yfirleitt hálftíma í senn í honum tekur hlé og fer svo aftur í hálf´tima. Í alvarlegri tilvikur er fólk allt að tólf tíma í klefanum.Vísir/Einar Komust aftur út í lífið Meðferðin fer þannig fram að fólk andar að sér súrefni undir háþrýstingi hálftíma í senn en í alvarlegri tilvikum er fólk allt að tólf tíma í klefanum. Leonardo segir rannsóknir sýna að vefir og sár grói mun hraðar þannig en undir venjulegum kringumstæðum. Hann byrjaði nýlega að fá til sín fólk með langtíma Covid. Sjúklingarnir eru nú orðnir sextíu og meðferðin hefur reynst afar vel. „Sumir sjúklinganna hafa verið algerlega rúmliggjandi allan daginn, hafa orðið að hætta að vinna, geta ekki verið með fjölskyldunni eða eldað fyrir börnin. Nú eru þeir farnir að vinna aftur, ferðast um landið og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Þá hafa sumir getað snúið aftur í nám, háskólanám og mastersnám, ,“ segir Leonardo. Leonard segir að fólk þurfi að koma um þrjátíu sinnum í tækið til að ná bata og það er mikil ásókn. „Það er alveg fullt hjá okkur þar til í febrúar en það er hægt að byrja að bóka fyrir mars,“ segir Leonardo.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira