„Hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2024 07:53 Snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/Vilhelm Ekki er útlit fyrir að mikil snjókoma verði á suðvesturhorninu í dag, en von er á éljagangi fram eftir degi á Norðurlandi. Fyrsta snjóföl vetrarins á höfuðborgarsvæðinu gerði vart við sig í morgun, líkt og árrisulir borgarbúar tóku vafalaust margir eftir. Útlit er fyrir éljagang á Norðurlandi í dag, en smálægðin sem valdið hefur snjókomu á suðvesturhorninu í morgun ætti að færast suður með hádeginu, að sögn veðurfræðings. Eftir hádegi ætti því að vera orðið þurrt á höfuðborgarsvæðinu, en áfram verður éljagangur á Norðurlandi fram eftir degi. Þannig að hérna á suðvesturhorninu þá ætti þetta ekki að hafa teljandi áhrif á umferð eða hvað? „Ekki eins og þetta lítur út núna. Þetta er frekar hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hlýnar með helginni Næstu daga sé útlit fyrir fremur svalt og úrkomulítið veður á landinu. „Á morgun er úrkomulítið á landinu, víða þurrt og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi og frekar svalt. En á laugardaginn gæti snjóað eitthvað aftur á vesturhluta landsins en þá verður aftur á móti líklega bjart og fallegt veður á austanverðu landinu. Á sunnudaginn fer líklega heldur að hlýna,“ segir Birgir. Veðurhorfu á landinu næstu daga: Á föstudag: Norðvestan 10-18 m/s, en hægari vestanlands. Bjart með köflum, en stöku él á Norður- og Austurlandi og einnig við vesturströndina um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki að deginum. Á laugardag: Fremur hæg breytileg átt, en norðvestan 8-15 austantil fram eftir degi. Slydda eða snjókoma með köflum vestanlands, annars víða bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Breytileg átt 3-10 og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él vestantil. Heldur hlýnandi. Á mánudag: Vaxandi austanátt sunnanlands og hlýnar, rigning eða slydda með köflum þar síðdegis. Hægari vindur fyrir norðan, yfirleitt þurrt og áfram svalt í veðri. Á þriðjudag: Suðaustan- og austanátt og rigning með köflum. Hiti 3 til 9 stig. Á miðvikudag: Breytileg átt og allvíða rigning. Veður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Útlit er fyrir éljagang á Norðurlandi í dag, en smálægðin sem valdið hefur snjókomu á suðvesturhorninu í morgun ætti að færast suður með hádeginu, að sögn veðurfræðings. Eftir hádegi ætti því að vera orðið þurrt á höfuðborgarsvæðinu, en áfram verður éljagangur á Norðurlandi fram eftir degi. Þannig að hérna á suðvesturhorninu þá ætti þetta ekki að hafa teljandi áhrif á umferð eða hvað? „Ekki eins og þetta lítur út núna. Þetta er frekar hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hlýnar með helginni Næstu daga sé útlit fyrir fremur svalt og úrkomulítið veður á landinu. „Á morgun er úrkomulítið á landinu, víða þurrt og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi og frekar svalt. En á laugardaginn gæti snjóað eitthvað aftur á vesturhluta landsins en þá verður aftur á móti líklega bjart og fallegt veður á austanverðu landinu. Á sunnudaginn fer líklega heldur að hlýna,“ segir Birgir. Veðurhorfu á landinu næstu daga: Á föstudag: Norðvestan 10-18 m/s, en hægari vestanlands. Bjart með köflum, en stöku él á Norður- og Austurlandi og einnig við vesturströndina um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki að deginum. Á laugardag: Fremur hæg breytileg átt, en norðvestan 8-15 austantil fram eftir degi. Slydda eða snjókoma með köflum vestanlands, annars víða bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Breytileg átt 3-10 og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él vestantil. Heldur hlýnandi. Á mánudag: Vaxandi austanátt sunnanlands og hlýnar, rigning eða slydda með köflum þar síðdegis. Hægari vindur fyrir norðan, yfirleitt þurrt og áfram svalt í veðri. Á þriðjudag: Suðaustan- og austanátt og rigning með köflum. Hiti 3 til 9 stig. Á miðvikudag: Breytileg átt og allvíða rigning.
Veður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira