Arðsemi vetrarþjónustu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 11. október 2024 10:31 Fyrsti vetrardagur er að nálgast, þótt haustið hafi verið milt þá eru veðurspárnar farnar að boða breytta tíma. Okkur hefur auðnast að byggja upp, á köflum, ágætt vegakerfi um landið. Þjóðvegakerfið á Íslandi er um 13.000 km. Það er baráttumál íbúa allra landshluta að byggja upp traust og örugg samgöngumannvirki, en hvað þarf til að þau virki sem slík allt árið um kring? Jú, það er öflug vetrarþjónusta. Breytt samfélag Það er mikil umferð um vegi landsins allt árið um kring og vetrarþjónusta á vegum landsins er því alltaf að verða mikilvægari. Í dag eru uppi allt aðrar aðstæður heldur en voru hér um aldamótin. Á þeim tíma var samfélagsgerðin önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag, þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf innan byggðarlagsins. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaga og samfélaga mun stærri. Atvinnusóknarsvæði eru stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin í skólann og jafnvel í leikskóla um langan veg og þjónustan færist svo sífellt á færri staði. Snjómokstursreglur Snjómokstursreglur Vegagerðarinnar eru frá árinu 2011. Það hefur margt gerst í lífi þjóðarinnar frá þeim tíma, ferðaþjónusta og fiskeldi, samfélög hafa sameinast og vegaumbætur hafa orðið víða. Þó að snjómokstursreglur hafi verið uppfærðar að hluta á sumum stöðum hefur heildarendurskoðun ekki farið fram. Styttri opnunartími getur hamlað uppbyggingu atvinnulífs og samfélaga og samkeppnishæfni sveitarfélaga veikist. Það munar nokkuð á milli landshluta þegar litið er til þjónustutíma. Ef við horfum til Vestfjarða þá hefur uppbygging stofnvega verið umtalsverð síðasta áratug, fiskeldi og ferðaþjónusta sívaxandi en þjónustutími vetrarþjónustu ekki fylgt sömu þróun. Þeir sem búa eða eiga erindi á sunnan- og norðanverða Vestfirði þurfa að sætta sig við töluvert skemmri þjónustutíma heldur en íbúar fyrir norðan og á austanverðu landinu. Við tölum um kostnað á vetrarþjónustu og kostnaðurinn fari vaxandi, 5-6 milljarðar króna er há tala og vissulega erfitt að áætla þennan kostnað og á meðan við höfum sett okkur markmið og vetrarþjónustureglur þá getur sá kostnaður sveiflast. Ávinningur vetrarþjónustu Við getum litið á vegakerfið sem æðakerfi landsins, sem ber næringu og orku til og frá byggðarlögum landsins, þar sem samfélagið er undir. Helstu stoðir íslensks efnahagslífs renna líka eftir vegakerfi landsins, ferðaþjónusta, sjávarútvegur og fiskeldi. Allar tafir á því rennsli er hreint tekjutap fyrir þjóðina og þau byggðarlög sem búa ekki við öruggar samgöngur allt árið um kring missa afl. Nú er veturinn á næsta leiti og þegar áætlað fjármagn í vetrarþjónustu er reiknað út verðum við að taka inn þann ávinning sem sú þjónusta skilar í þjóðarbúið. Þá getum við verið sannfærð um að aftur komi vor í dal. Megi veturinn verða mildur og miskunnsamur Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Snjómokstur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Fyrsti vetrardagur er að nálgast, þótt haustið hafi verið milt þá eru veðurspárnar farnar að boða breytta tíma. Okkur hefur auðnast að byggja upp, á köflum, ágætt vegakerfi um landið. Þjóðvegakerfið á Íslandi er um 13.000 km. Það er baráttumál íbúa allra landshluta að byggja upp traust og örugg samgöngumannvirki, en hvað þarf til að þau virki sem slík allt árið um kring? Jú, það er öflug vetrarþjónusta. Breytt samfélag Það er mikil umferð um vegi landsins allt árið um kring og vetrarþjónusta á vegum landsins er því alltaf að verða mikilvægari. Í dag eru uppi allt aðrar aðstæður heldur en voru hér um aldamótin. Á þeim tíma var samfélagsgerðin önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag, þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf innan byggðarlagsins. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaga og samfélaga mun stærri. Atvinnusóknarsvæði eru stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin í skólann og jafnvel í leikskóla um langan veg og þjónustan færist svo sífellt á færri staði. Snjómokstursreglur Snjómokstursreglur Vegagerðarinnar eru frá árinu 2011. Það hefur margt gerst í lífi þjóðarinnar frá þeim tíma, ferðaþjónusta og fiskeldi, samfélög hafa sameinast og vegaumbætur hafa orðið víða. Þó að snjómokstursreglur hafi verið uppfærðar að hluta á sumum stöðum hefur heildarendurskoðun ekki farið fram. Styttri opnunartími getur hamlað uppbyggingu atvinnulífs og samfélaga og samkeppnishæfni sveitarfélaga veikist. Það munar nokkuð á milli landshluta þegar litið er til þjónustutíma. Ef við horfum til Vestfjarða þá hefur uppbygging stofnvega verið umtalsverð síðasta áratug, fiskeldi og ferðaþjónusta sívaxandi en þjónustutími vetrarþjónustu ekki fylgt sömu þróun. Þeir sem búa eða eiga erindi á sunnan- og norðanverða Vestfirði þurfa að sætta sig við töluvert skemmri þjónustutíma heldur en íbúar fyrir norðan og á austanverðu landinu. Við tölum um kostnað á vetrarþjónustu og kostnaðurinn fari vaxandi, 5-6 milljarðar króna er há tala og vissulega erfitt að áætla þennan kostnað og á meðan við höfum sett okkur markmið og vetrarþjónustureglur þá getur sá kostnaður sveiflast. Ávinningur vetrarþjónustu Við getum litið á vegakerfið sem æðakerfi landsins, sem ber næringu og orku til og frá byggðarlögum landsins, þar sem samfélagið er undir. Helstu stoðir íslensks efnahagslífs renna líka eftir vegakerfi landsins, ferðaþjónusta, sjávarútvegur og fiskeldi. Allar tafir á því rennsli er hreint tekjutap fyrir þjóðina og þau byggðarlög sem búa ekki við öruggar samgöngur allt árið um kring missa afl. Nú er veturinn á næsta leiti og þegar áætlað fjármagn í vetrarþjónustu er reiknað út verðum við að taka inn þann ávinning sem sú þjónusta skilar í þjóðarbúið. Þá getum við verið sannfærð um að aftur komi vor í dal. Megi veturinn verða mildur og miskunnsamur Höfundur er þingmaður Framsóknar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun