Erindinu er lokið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 14. október 2024 08:16 Mér er létt að við séum búin að taka ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Það liggur fyrir að það er ekki lengur til staðar nægur vilji og sameiginleg sýn til þess að halda samstarfinu áfram. Nokkur mál sem oftast hafa verið nefnd til sögunnar og hefur steytt á milli flokkanna, einkum það sem snýr að orkumálum og málefnum hælisleitenda. En í mínum huga eru málin miklu fleiri og djúpstæðari. Enda þótti mér alls ekki sjálfgefið að halda áfram þegar Katrín Jakobsdóttir lét af störfum. Þar kemur margt til. Við höfum mjög ólíka sýn á einstaklingsfrelsið. Sjálfstæðisflokkurinn setur það í efsta sæti, ekki bara fyrir einstaklinginn heldur því þannig er samfélagið best. Við höfum ólíka sýn á réttarríkið. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um að leikreglur lýðræðisins þurfi að standa ofar hagsmunum valdhafa eða réttlætistilfinningu í samfélagsumræðunni. Við höfum ólíka sýn á grundvallarhlutverk og umfang ríkisins, ríkisfjármál og efnahagsstjórn. Við viljum forgangsraða af alvöru, losa um eignir og fækka verkefnum og við viljum að kraftar einkaframtaks séu nýttir til að leysa verkefni og forgangsraða í grundvallarverkefni ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn setur frelsið ofar forræðishyggju. Það er flókið að lifa í samfélagi þar sem fólk má gera mistök - en það er meðfæddur réttur að fá að gera þau. Við höfum ólíka sýn á stöðu Íslands í heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystu um aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og samstarf við Bandaríkin til að tryggja varnir okkar, og um EES samninginn til þess að tryggja sem best frelsi til alþjóðlegra viðskipta. Við viljum að Ísland taki stöðu sína í heiminum alvarlega og standi með þeim ríkjum sem deila með okkur grundvallarsýn á heiminn. Þetta eru aðeins nokkur af þeim grundvallaratriðum sem stjórnarflokkana greinir á um. Það er eðlilegt og heilbrigt í lýðræðissamfélagi að um þessar áherslur sé deilt og þegar þessi munur er farinn að standa ríkisstjórn fyrir þrifum með þeim hætti sem nú er, þá er eðlilegt að hún láti af störfum. Nú fara í hönd kosningar þar sem mikilvægt er að hugmyndafræðilegar línur séu skýrar svo þjóðin geti veitt skýrt umboð. Ég hef átt gott samstarf við félaga mína í ríkisstjórn, vinskap og traust. Ég er stolt af mörgum sigrum og góðum árangri sem þessi ríkisstjórn hefur náð. En allt hefur sinn tíma, og sá tími var kominn fyrir þetta ríkisstjórnarsamstarf. Erindinu er lokið. Við lifum nú á viðsjárverðum tímum. Því miður. Fyrir Ísland mun skipta miklu máli að taka réttar ákvarðanir um hvernig við högum okkar málum heimafyrir, og hvernig við bregðumst við þeim vendingum sem eiga sér stað í heiminum. Allt hefur það áhrif á okkur. Við gætum verið að sigla inn í tíma þar sem það er ekki hægt að stóla á að hlutir reddist. Við þurfum að taka ábyrgð okkar alvarlega. Stjórnmálin líkjast stundum leikriti, en þau eru það sannarlega ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá skyldu að vera afgerandi valkostur fyrir þá Íslendinga sem deila þeirri trú að framtíð Íslands sé best borgið á grundvelli víðsýnnar og þjóðlegrar framfarastefnu sem gæti hagsmuna okkar allra. Ég vona innilega að okkur beri gæfa til þess að halda út í kosningabaráttu þar sem við tölum um þau mál sem mestu skipta og að við nálgumst lýðræðið að virðingu. Ísland á það skilið. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Mér er létt að við séum búin að taka ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Það liggur fyrir að það er ekki lengur til staðar nægur vilji og sameiginleg sýn til þess að halda samstarfinu áfram. Nokkur mál sem oftast hafa verið nefnd til sögunnar og hefur steytt á milli flokkanna, einkum það sem snýr að orkumálum og málefnum hælisleitenda. En í mínum huga eru málin miklu fleiri og djúpstæðari. Enda þótti mér alls ekki sjálfgefið að halda áfram þegar Katrín Jakobsdóttir lét af störfum. Þar kemur margt til. Við höfum mjög ólíka sýn á einstaklingsfrelsið. Sjálfstæðisflokkurinn setur það í efsta sæti, ekki bara fyrir einstaklinginn heldur því þannig er samfélagið best. Við höfum ólíka sýn á réttarríkið. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um að leikreglur lýðræðisins þurfi að standa ofar hagsmunum valdhafa eða réttlætistilfinningu í samfélagsumræðunni. Við höfum ólíka sýn á grundvallarhlutverk og umfang ríkisins, ríkisfjármál og efnahagsstjórn. Við viljum forgangsraða af alvöru, losa um eignir og fækka verkefnum og við viljum að kraftar einkaframtaks séu nýttir til að leysa verkefni og forgangsraða í grundvallarverkefni ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn setur frelsið ofar forræðishyggju. Það er flókið að lifa í samfélagi þar sem fólk má gera mistök - en það er meðfæddur réttur að fá að gera þau. Við höfum ólíka sýn á stöðu Íslands í heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystu um aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og samstarf við Bandaríkin til að tryggja varnir okkar, og um EES samninginn til þess að tryggja sem best frelsi til alþjóðlegra viðskipta. Við viljum að Ísland taki stöðu sína í heiminum alvarlega og standi með þeim ríkjum sem deila með okkur grundvallarsýn á heiminn. Þetta eru aðeins nokkur af þeim grundvallaratriðum sem stjórnarflokkana greinir á um. Það er eðlilegt og heilbrigt í lýðræðissamfélagi að um þessar áherslur sé deilt og þegar þessi munur er farinn að standa ríkisstjórn fyrir þrifum með þeim hætti sem nú er, þá er eðlilegt að hún láti af störfum. Nú fara í hönd kosningar þar sem mikilvægt er að hugmyndafræðilegar línur séu skýrar svo þjóðin geti veitt skýrt umboð. Ég hef átt gott samstarf við félaga mína í ríkisstjórn, vinskap og traust. Ég er stolt af mörgum sigrum og góðum árangri sem þessi ríkisstjórn hefur náð. En allt hefur sinn tíma, og sá tími var kominn fyrir þetta ríkisstjórnarsamstarf. Erindinu er lokið. Við lifum nú á viðsjárverðum tímum. Því miður. Fyrir Ísland mun skipta miklu máli að taka réttar ákvarðanir um hvernig við högum okkar málum heimafyrir, og hvernig við bregðumst við þeim vendingum sem eiga sér stað í heiminum. Allt hefur það áhrif á okkur. Við gætum verið að sigla inn í tíma þar sem það er ekki hægt að stóla á að hlutir reddist. Við þurfum að taka ábyrgð okkar alvarlega. Stjórnmálin líkjast stundum leikriti, en þau eru það sannarlega ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá skyldu að vera afgerandi valkostur fyrir þá Íslendinga sem deila þeirri trú að framtíð Íslands sé best borgið á grundvelli víðsýnnar og þjóðlegrar framfarastefnu sem gæti hagsmuna okkar allra. Ég vona innilega að okkur beri gæfa til þess að halda út í kosningabaráttu þar sem við tölum um þau mál sem mestu skipta og að við nálgumst lýðræðið að virðingu. Ísland á það skilið. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun