Icelandair í samstarf við þjóðarflugfélag Portúgals Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 15:07 Frá undirritun samningsins í morgun. Frá vinstri: John Lysebjerg Rasmusen, sölustjóri suður- Evrópu hjá Icelandair, Henri-Charles Ozarovsky, yfirmaður alþjóðamála hjá TAP, Mário Chaves, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs TAP, Luís Rodrigues, forstjóri TAP, Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðamála hjá Icelandair og Mahesbin Samssudin yfirmaður samstarfs hjá TAP. Icelandair Icelandair og portúgalska þjóðarflugfélagið TAP hafa undirritað samstarfssamning um sammerkt flug. Undirritunin fór fram á skrifstofum TAP á Lissabon flugvelli fyrr í dag. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að flugfélögin hafi unnið saman um árabil en með sammerktu flugi sé samstarfið aukið enn frekar. Þannig muni viðskiptavinir geta nýtt tengingar á milli leiðakerfa flugfélaganna og úrval tengimöguleika aukist. Tengingar við Brasilíu og Grænhöfðaeyjar TAP fljúgi til um níutíu áfangastaða víða um heim, meðal annars í Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku. Á meðal áhugaverðra staða í leiðakerfi TAP séu Rio de Janeiro, São Paulo, Porto og Grænhöfðaeyjar. Leiðakerfi Icelandair spanni um sextíu áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku. Bæði flugfélög séu þekkt fyrir að bjóða upp á svokallað stopover, sem geri farþegum kleift að hafa viðdvöl í heimalöndum félaganna þegar ferðast er á milli áfangastaða. Gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningur TAP og Icelandair um sammerkt flug taki gildi á næstu vikum og þá muni viðskiptavinir geta tengt á milli leiðakerfa flugfélaganna í einum miða með farangurinn innritaðan alla leið á lokaáfangastað. Íslands sé einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag „Það er mjög spennandi að bæta TAP við öflugan hóp samstarfsflugfélaga okkar. Við hófum nýverið flug til Lissabon og með því að bjóða einnig upp á sammerkt flug með TAP getum við stóraukið úrval áfangastaða í tengiflugi. Þannig munu farþegar sem hefja flugið á Íslandi geta haft viðdvöl í Lissabon á leið sinni til spennandi áfangastaða í leiðakerfi TAP. Viðskiptavinir TAP geta sömuleiðis nýtt sér að fljúga frá fjölda áfangastaða TAP, í gegnum Lissabon til Íslands og jafnvel áfram til fjölda áfangastaða í okkar öfluga leiðakerfi,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Samstarfið við Icelandair mun auka úrval ferðamöguleika og áfangastaða sem viðskiptavinir okkar geta valið úr. Þannig munu opnast þægilegar tengingar til Íslands, sem er einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag, og fjölmargar tengingar fyrir viðskiptavini Icelandair um öflugt leiðakerfi okkar frá Lissabon. Við hlökkum til að starfa með Icelandair að því að auðvelda fólki að ferðast um heiminn,“ er haft eftir Luís Rodrigues, forstjóra TAP. Icelandair Portúgal Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að flugfélögin hafi unnið saman um árabil en með sammerktu flugi sé samstarfið aukið enn frekar. Þannig muni viðskiptavinir geta nýtt tengingar á milli leiðakerfa flugfélaganna og úrval tengimöguleika aukist. Tengingar við Brasilíu og Grænhöfðaeyjar TAP fljúgi til um níutíu áfangastaða víða um heim, meðal annars í Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku. Á meðal áhugaverðra staða í leiðakerfi TAP séu Rio de Janeiro, São Paulo, Porto og Grænhöfðaeyjar. Leiðakerfi Icelandair spanni um sextíu áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku. Bæði flugfélög séu þekkt fyrir að bjóða upp á svokallað stopover, sem geri farþegum kleift að hafa viðdvöl í heimalöndum félaganna þegar ferðast er á milli áfangastaða. Gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningur TAP og Icelandair um sammerkt flug taki gildi á næstu vikum og þá muni viðskiptavinir geta tengt á milli leiðakerfa flugfélaganna í einum miða með farangurinn innritaðan alla leið á lokaáfangastað. Íslands sé einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag „Það er mjög spennandi að bæta TAP við öflugan hóp samstarfsflugfélaga okkar. Við hófum nýverið flug til Lissabon og með því að bjóða einnig upp á sammerkt flug með TAP getum við stóraukið úrval áfangastaða í tengiflugi. Þannig munu farþegar sem hefja flugið á Íslandi geta haft viðdvöl í Lissabon á leið sinni til spennandi áfangastaða í leiðakerfi TAP. Viðskiptavinir TAP geta sömuleiðis nýtt sér að fljúga frá fjölda áfangastaða TAP, í gegnum Lissabon til Íslands og jafnvel áfram til fjölda áfangastaða í okkar öfluga leiðakerfi,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Samstarfið við Icelandair mun auka úrval ferðamöguleika og áfangastaða sem viðskiptavinir okkar geta valið úr. Þannig munu opnast þægilegar tengingar til Íslands, sem er einn af mest spennandi áfangastöðunum í dag, og fjölmargar tengingar fyrir viðskiptavini Icelandair um öflugt leiðakerfi okkar frá Lissabon. Við hlökkum til að starfa með Icelandair að því að auðvelda fólki að ferðast um heiminn,“ er haft eftir Luís Rodrigues, forstjóra TAP.
Icelandair Portúgal Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira