Píratar komnir í kosningaham Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 09:36 Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. Píratar hyggjast „ekki gefa neinn afslátt á lýðræðinu“ líkt og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur orðað það, og ætla að halda prófkjör fyrir val á lista flokksins í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. „Hvort sem ég fái að starfa áfram þarna eða einhverjir aðrir - þá þætti mér vænt um að fá aðstoð við að tryggja Pírötum sæti á Alþingi. Hjá Pírötum hef ég fundið sjónarmið sem ég tel vera ómetanleg að hafa á vettvangi þingsins,” skrifar Björn Leví meðal annars í færslu á Facebook í gærkvöldi, en hann er sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. „Prófkjörin hefjast væntanlega nú um helgina og ef þú hefur áhuga á að styðja mig til áframhaldandi setu á Alþingi, þá hvet ég þig til að taka þátt og endilega hafa samband við mig,” skrifar Gísli Rafn sömuleiðis í stöðufærslu sem hann birtir í morgun en hann er þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Það hafi verið lífsreynsla að sitja á þingi undanfarin þrjú ár en þar hafi hann fengið tækifæri til að berjast fyrir málum sem honum standa nærri. Ugla Stefanía hafði áður lýst áhuga sínum fyrir því að bjóða sig fram til Alþingis, og við það hyggst hún standa þótt boðað verði til kosninga nokkru fyrr en áætlað var. „Ég mun leitast eftir oddvitasæti fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi, þar sem ég mun svo sannarlega láta málefni landsbyggðarinnar og kjördæmisins í forgang. Verandi sjálf fædd og uppalin í því kjördæmi, og ættuð af austan í móðurætt, þá þekki ég ótrúlega vel aðstæður fólks á landsbyggðinni af eigin skinni,“ skrifar Ugla á Facebook í gær. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í Reykjavík suður, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún hyggist ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Eftir því sem fréttastofa kems næst hafa aðrir þingmenn Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Halldóra Mogensen, ekki enn greint frá því opinberlega hvort þau hyggist áfram gefa kost á sér. Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Píratar hyggjast „ekki gefa neinn afslátt á lýðræðinu“ líkt og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur orðað það, og ætla að halda prófkjör fyrir val á lista flokksins í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. „Hvort sem ég fái að starfa áfram þarna eða einhverjir aðrir - þá þætti mér vænt um að fá aðstoð við að tryggja Pírötum sæti á Alþingi. Hjá Pírötum hef ég fundið sjónarmið sem ég tel vera ómetanleg að hafa á vettvangi þingsins,” skrifar Björn Leví meðal annars í færslu á Facebook í gærkvöldi, en hann er sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. „Prófkjörin hefjast væntanlega nú um helgina og ef þú hefur áhuga á að styðja mig til áframhaldandi setu á Alþingi, þá hvet ég þig til að taka þátt og endilega hafa samband við mig,” skrifar Gísli Rafn sömuleiðis í stöðufærslu sem hann birtir í morgun en hann er þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Það hafi verið lífsreynsla að sitja á þingi undanfarin þrjú ár en þar hafi hann fengið tækifæri til að berjast fyrir málum sem honum standa nærri. Ugla Stefanía hafði áður lýst áhuga sínum fyrir því að bjóða sig fram til Alþingis, og við það hyggst hún standa þótt boðað verði til kosninga nokkru fyrr en áætlað var. „Ég mun leitast eftir oddvitasæti fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi, þar sem ég mun svo sannarlega láta málefni landsbyggðarinnar og kjördæmisins í forgang. Verandi sjálf fædd og uppalin í því kjördæmi, og ættuð af austan í móðurætt, þá þekki ég ótrúlega vel aðstæður fólks á landsbyggðinni af eigin skinni,“ skrifar Ugla á Facebook í gær. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í Reykjavík suður, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún hyggist ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Eftir því sem fréttastofa kems næst hafa aðrir þingmenn Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Halldóra Mogensen, ekki enn greint frá því opinberlega hvort þau hyggist áfram gefa kost á sér.
Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira