„Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. október 2024 17:42 Sigurður Ingi segir mikilvægt að ljúka við ýmis verkefni fram að kosningum. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynnti að ráðherrar flokksins hygðust ekki sitja í starfstjórn skömmu eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands rauf þing síðdegis. Þingflokkur Framsóknar fundaði í gær og var niðurstaða hans að skynsamlegast væri, nú þegar boðað hefur verið til kosninga með örskömmum fyrirvara að fylgja verði eftir þeim verkefnum sem eru á borðinu. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að honum þætti eðlilegast að ef Vinstri græn yrðu ekki með í starfsstjórninni skiptu hinir tveir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, með sér verkum. „Það hefur engan tilgang að setja nýtt fólk í það. Þetta er fyrst og fremst starfsstjórn sem er að starfa fram að kosningum,“ sagði Sigurður Ingi. Svandís viðraði það í gær að hún væri tilbúin til að sitja í minnihlutastjórn undir forystu Sigurðar Inga fram að kosningum. Freistaði það þín að fara í slíkt samstarf? „Nei, ekki persónulega. En það sem okkur fannst í Framsókn og finnst að þegar við erum komin í þessar aðstæður, þá þurfum við að horfa á þessi verkefni sem við teljum að sé mikilvægt að sé lokið. Auðvitað vita allir að það þarf að ljúka fjárlögum og það er mikilvægt í þessu efnahagsumhverfi sem við erum í,“ sagði Sigurður. Þá séu fleiri mál sem væri gott að klára, til að mynda ýmis samgöngumál. „Við þurfum að skoða hvort það sé hægt. Hún er auðvitað ekki komin fram, það væri auðvitað möguleiki að mæla fyrir henni en það má líka skoða hvort það sé hægt að gera það í gegnum fjárlögin á einvhern hátt. ég held það myndi hjálpa til við pólitíska umræðu að samgönguáætlun komi fram.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynnti að ráðherrar flokksins hygðust ekki sitja í starfstjórn skömmu eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands rauf þing síðdegis. Þingflokkur Framsóknar fundaði í gær og var niðurstaða hans að skynsamlegast væri, nú þegar boðað hefur verið til kosninga með örskömmum fyrirvara að fylgja verði eftir þeim verkefnum sem eru á borðinu. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að honum þætti eðlilegast að ef Vinstri græn yrðu ekki með í starfsstjórninni skiptu hinir tveir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, með sér verkum. „Það hefur engan tilgang að setja nýtt fólk í það. Þetta er fyrst og fremst starfsstjórn sem er að starfa fram að kosningum,“ sagði Sigurður Ingi. Svandís viðraði það í gær að hún væri tilbúin til að sitja í minnihlutastjórn undir forystu Sigurðar Inga fram að kosningum. Freistaði það þín að fara í slíkt samstarf? „Nei, ekki persónulega. En það sem okkur fannst í Framsókn og finnst að þegar við erum komin í þessar aðstæður, þá þurfum við að horfa á þessi verkefni sem við teljum að sé mikilvægt að sé lokið. Auðvitað vita allir að það þarf að ljúka fjárlögum og það er mikilvægt í þessu efnahagsumhverfi sem við erum í,“ sagði Sigurður. Þá séu fleiri mál sem væri gott að klára, til að mynda ýmis samgöngumál. „Við þurfum að skoða hvort það sé hægt. Hún er auðvitað ekki komin fram, það væri auðvitað möguleiki að mæla fyrir henni en það má líka skoða hvort það sé hægt að gera það í gegnum fjárlögin á einvhern hátt. ég held það myndi hjálpa til við pólitíska umræðu að samgönguáætlun komi fram.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira