„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 11:54 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. Í ræðu sinni í upphafi þings Alþýðusambands Íslands sagði forseti sambandsins verkalýðshreyfinguna hafa lagt mikið á sig við gerð síðustu kjarasamninga, sem hafi lagt grunn að hjöðnun verðbólgu og lækkun verðbólgu. Loks hafi tekið að glytta í árangur og vaxtalækkanir. „Þá gefast ráðandi pólitísk öfl upp á verkefninu. Slíta stjórnarsamstarfinu og bjóða þjóðinni upp á aukna óvissu og í raun allsherjar ringulreið,“ sagði Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni í morgun. Ráðamenn hafi tekið hagsmuni sína og flokka sinna fram yfir almannahagsmuni. Ábyrgð VG ekki minni en Sjálfstæðisflokks Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn að ábyrgðin liggi hjá öllum stjórnarflokkunum. „Það verður bara að sýna meiri ábyrgð og þessi efnahagsstjórn sem við höfum búið við að undanförnu hún segir okkur að það er bara ekki nógu vel að verki staðið.“ Hann er hissa á ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfsstjórn fram að kosningum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert þau eru að fara, en það er bara þeirra mál. Mér finnst það jafn óábyrgt og að slíta stjórninni.“ Enginn Guðmundur Ingi Fyrirhugað var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem var félags- og vinnumarkaðsráðherra þangað til í dag, myndi ávarpa þingið. Í ljósi þess að Vinstri græn taka ekki þátt í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, og Guðmundur Ingi því ekki lengur ráðherra, var hann tekinn af dagskrá þingsins. „Þá er óeðlilegt að hann sé að ávarpa þingið. Hann væri að ávarpa þingið í nafni embættis síns, þá er ekkert óeðlilegt að við tökum hann af mælendaskrá,“ segir Finnbjörn. Á leið í framboð en ekki til þings Nú þegar Alþingiskosningar eru á næsta leiti, 30. nóvember næstkomandi, geta blaðamenn varla rætt við viðmælendur sína án þess að spyrja þá hvort þeir stefni á þing. Var þetta framboðsræða hjá þér í morgun? Ertu á leið í framboð? „Nei, ég er ekki á leið í framboð. Eða jú, ég er á leið í framboð í Alþýðusambandinu, en ekki til þings,“ segir Finnbjörn að lokum, og hlær við. Kjaramál Vinstri græn ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02 Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Í ræðu sinni í upphafi þings Alþýðusambands Íslands sagði forseti sambandsins verkalýðshreyfinguna hafa lagt mikið á sig við gerð síðustu kjarasamninga, sem hafi lagt grunn að hjöðnun verðbólgu og lækkun verðbólgu. Loks hafi tekið að glytta í árangur og vaxtalækkanir. „Þá gefast ráðandi pólitísk öfl upp á verkefninu. Slíta stjórnarsamstarfinu og bjóða þjóðinni upp á aukna óvissu og í raun allsherjar ringulreið,“ sagði Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni í morgun. Ráðamenn hafi tekið hagsmuni sína og flokka sinna fram yfir almannahagsmuni. Ábyrgð VG ekki minni en Sjálfstæðisflokks Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn að ábyrgðin liggi hjá öllum stjórnarflokkunum. „Það verður bara að sýna meiri ábyrgð og þessi efnahagsstjórn sem við höfum búið við að undanförnu hún segir okkur að það er bara ekki nógu vel að verki staðið.“ Hann er hissa á ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfsstjórn fram að kosningum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert þau eru að fara, en það er bara þeirra mál. Mér finnst það jafn óábyrgt og að slíta stjórninni.“ Enginn Guðmundur Ingi Fyrirhugað var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem var félags- og vinnumarkaðsráðherra þangað til í dag, myndi ávarpa þingið. Í ljósi þess að Vinstri græn taka ekki þátt í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, og Guðmundur Ingi því ekki lengur ráðherra, var hann tekinn af dagskrá þingsins. „Þá er óeðlilegt að hann sé að ávarpa þingið. Hann væri að ávarpa þingið í nafni embættis síns, þá er ekkert óeðlilegt að við tökum hann af mælendaskrá,“ segir Finnbjörn. Á leið í framboð en ekki til þings Nú þegar Alþingiskosningar eru á næsta leiti, 30. nóvember næstkomandi, geta blaðamenn varla rætt við viðmælendur sína án þess að spyrja þá hvort þeir stefni á þing. Var þetta framboðsræða hjá þér í morgun? Ertu á leið í framboð? „Nei, ég er ekki á leið í framboð. Eða jú, ég er á leið í framboð í Alþýðusambandinu, en ekki til þings,“ segir Finnbjörn að lokum, og hlær við.
Kjaramál Vinstri græn ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02 Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02
Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40
„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59