Viðstaddir í Strassbourg fengu smjörþefinn af pólitískri ólgu á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2024 11:59 Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins fer fram í Strassbourg þessa dagana. Mesut Dogan/Getty Stuðla ætti að frekari sameiningu íslenskra sveitarfélaga, veita Reykjavík sérstaka stöðu sem höfuðborg og bæta samskipti sveitarfélaga og ríkis, samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar Evrópuráðsins. Til stóð að innviðaráðherra ávarpaði sveitarstjórnarþing ráðsins í Strassbourg morgun en viðstaddir fengu í staðinn smjörþefinn af þeirri óvissu sem ríkir í íslenskum stjórnmálum. Niðurstöður úttektar fulltrúa Evrópuráðsins á stöðu sveitarfélaga á Íslandi voru kynntar á sveitarstjórnarþinginu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er einn futllrúa Íslands á þinginu úti í Strassbourg. Hún segir niðurstöðurnar að miklu leyti jákvæðar en þó sé hnýtt í ýmislegt. „En það helsta sem er gagnrýnt er samtal við ríkið, óljós verkaskipting að verkefni séu ekki fjármögnuð og að jöfnunarkerfið milli sveitarfélaga sé óskýrt,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Hlupu í skarð Svandísar Einnig er lagt til að Reykjavík fái sérstaka stöðu sem höfuðborg, sem og að stuðlað verði að frekari sameiningum sveitarfélaga. „Og eru að vara okkur við samvinnuformum sveitarfélaga, byggðasamlögum og slíkt, þar sé óskýr ábyrgð og ekki nógu skýrt hverja kjósendur eru að kjósa í sveitarstjórn, hvaða hvaða ákvarðanir akkúrat þeir taka. Núna eru þessar ráðleggingar komnar til okkar og okkur ber að vinna að þeim og tryggja þeim framgang. Og við munum gera það, með nýjum ráðherra, þegar verður ljóst hver það verður,“ segir Heiða. Svandís Svavarsdóttir, sem var innviðaráðherra þangað til í morgun, átti að ávarpa sveitarstjórnarþingið í Strassbourg í dag en forseti þingsins upplýsti viðstadda um að hún tæki ekki til máls; hann hafi verið með allar upplýsingar um þá óvissu sem nú ríki í íslenskum stjórnmálum, að sögn Heiðu. „Þannig að við tókum til máls öll sem vorum hér fyrir hönd Íslands í staðinn og reyndum að fylla upp í hennar gat. En auðvitað hefði verið gott að fá svör ríkisins við þessum ábendingum því þær snúa flestar að ríkinu og úrbætur á samskiptum sveitarfélaga og ríkis.“ Sveitarstjórnarmál Frakkland Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Niðurstöður úttektar fulltrúa Evrópuráðsins á stöðu sveitarfélaga á Íslandi voru kynntar á sveitarstjórnarþinginu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er einn futllrúa Íslands á þinginu úti í Strassbourg. Hún segir niðurstöðurnar að miklu leyti jákvæðar en þó sé hnýtt í ýmislegt. „En það helsta sem er gagnrýnt er samtal við ríkið, óljós verkaskipting að verkefni séu ekki fjármögnuð og að jöfnunarkerfið milli sveitarfélaga sé óskýrt,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Hlupu í skarð Svandísar Einnig er lagt til að Reykjavík fái sérstaka stöðu sem höfuðborg, sem og að stuðlað verði að frekari sameiningum sveitarfélaga. „Og eru að vara okkur við samvinnuformum sveitarfélaga, byggðasamlögum og slíkt, þar sé óskýr ábyrgð og ekki nógu skýrt hverja kjósendur eru að kjósa í sveitarstjórn, hvaða hvaða ákvarðanir akkúrat þeir taka. Núna eru þessar ráðleggingar komnar til okkar og okkur ber að vinna að þeim og tryggja þeim framgang. Og við munum gera það, með nýjum ráðherra, þegar verður ljóst hver það verður,“ segir Heiða. Svandís Svavarsdóttir, sem var innviðaráðherra þangað til í morgun, átti að ávarpa sveitarstjórnarþingið í Strassbourg í dag en forseti þingsins upplýsti viðstadda um að hún tæki ekki til máls; hann hafi verið með allar upplýsingar um þá óvissu sem nú ríki í íslenskum stjórnmálum, að sögn Heiðu. „Þannig að við tókum til máls öll sem vorum hér fyrir hönd Íslands í staðinn og reyndum að fylla upp í hennar gat. En auðvitað hefði verið gott að fá svör ríkisins við þessum ábendingum því þær snúa flestar að ríkinu og úrbætur á samskiptum sveitarfélaga og ríkis.“
Sveitarstjórnarmál Frakkland Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40
Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36