Kennarar í MR samþykkja verkfall Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 13:52 Meirihluti kennara samþykkti að fara í verkfall sem hefst 11. nóvember nái kennarar ekki að semja fyrir þann tíma. Vísir/Vilhelm Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Menntaskólanum í Reykjavík liggur fyrir. Mikill meirihluti styður boðun verkfalls. Þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tíu skólum í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu. Þar kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti kennara í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) hafi samþykkt að boða verkfall 11. nóvember næstkomandi, hafi samningar ekki náðst. Öll aðildarfélög Kennarasambandsins eru án kjarasamnings. Framhaldsskólafélögin tvö, FF og FS, hafa verið án samnings síðan 31. mars síðastliðinn. Grunnskólafélögin tvö, FG og SÍ, leikskólafélögin tvö, FL og FSL, og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafa verið án samnings síðan 31. maí síðastliðinn. MR er annar framhaldsskólinn sem boðar til verkfalls en Fjölbrautaskóli Suðurlands samþykkti verkfallsboðun í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla hófst í MR klukkan 11 í fyrradag og lauk klukkan 11 í dag. Kjörsókn var 93 prósent, já sagði 81 prósent. Þar með hafa félagsmenn Kennarasambandsins í tíu skólum samþykkt verkfallsaðgerðir í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Kærðu verkföllin til Félagsdóms Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í gær að þau væru búin að stefna Kennarasambandinu fyrir Félagsdóm vegna yfirvofandi verkfalla. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. Formaður Kennarasambandsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær það engin áhrif hafa á boðið verkföll. „Það að menn velji að fara þessa leið, að skoða einhvers konar formgallakæru, hefur ekki áhrif á verkföllin. Það sem hefur áhrif á þau er hvernig okkur mun ganga í húsakynnum ríkissáttasemjara næstu daga að leysa úr því verkefni að gera kjarasamning fyrir íslenska kennara,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tímabundin og ótímabundin verkföll Boðuð eru tímabundin verkföll í tveimur framhaldsskólum, í FSu, frá 29. október til 20. desember og í MR, frá 11. nóvember til 20. desember og í Tónlistarskóla Ísafjarðar, frá 29. október til 20. desember. Þá eru einnig boðuð tímabundin verkföll í þremur grunnskólum, Áslandsskóla, Laugalækjarskóla og Lundarskóla, frá 29. október til 22. nóvember. Boðuð eru ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum frá 29. október. Þetta eru Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir „Kennarar eru ekki eyland í kjarabaráttunni“ Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA segir að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar geti raskað kjarasátt í landinu. Kennarar séu ekki eyland, fleiri hópar eigi eftir að klára sína samninga. Þá segir hann að samanburður einkageirans og hins opinbera sé snúinn því margir kostnaðarliðir, umfram laun, hvíli á herðum opinberra vinnuveitenda. 17. október 2024 12:02 Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53 Stefna kennurum fyrir félagsdóm Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. 16. október 2024 12:21 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Þar kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti kennara í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) hafi samþykkt að boða verkfall 11. nóvember næstkomandi, hafi samningar ekki náðst. Öll aðildarfélög Kennarasambandsins eru án kjarasamnings. Framhaldsskólafélögin tvö, FF og FS, hafa verið án samnings síðan 31. mars síðastliðinn. Grunnskólafélögin tvö, FG og SÍ, leikskólafélögin tvö, FL og FSL, og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafa verið án samnings síðan 31. maí síðastliðinn. MR er annar framhaldsskólinn sem boðar til verkfalls en Fjölbrautaskóli Suðurlands samþykkti verkfallsboðun í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla hófst í MR klukkan 11 í fyrradag og lauk klukkan 11 í dag. Kjörsókn var 93 prósent, já sagði 81 prósent. Þar með hafa félagsmenn Kennarasambandsins í tíu skólum samþykkt verkfallsaðgerðir í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Kærðu verkföllin til Félagsdóms Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í gær að þau væru búin að stefna Kennarasambandinu fyrir Félagsdóm vegna yfirvofandi verkfalla. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. Formaður Kennarasambandsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær það engin áhrif hafa á boðið verkföll. „Það að menn velji að fara þessa leið, að skoða einhvers konar formgallakæru, hefur ekki áhrif á verkföllin. Það sem hefur áhrif á þau er hvernig okkur mun ganga í húsakynnum ríkissáttasemjara næstu daga að leysa úr því verkefni að gera kjarasamning fyrir íslenska kennara,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tímabundin og ótímabundin verkföll Boðuð eru tímabundin verkföll í tveimur framhaldsskólum, í FSu, frá 29. október til 20. desember og í MR, frá 11. nóvember til 20. desember og í Tónlistarskóla Ísafjarðar, frá 29. október til 20. desember. Þá eru einnig boðuð tímabundin verkföll í þremur grunnskólum, Áslandsskóla, Laugalækjarskóla og Lundarskóla, frá 29. október til 22. nóvember. Boðuð eru ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum frá 29. október. Þetta eru Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir „Kennarar eru ekki eyland í kjarabaráttunni“ Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA segir að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar geti raskað kjarasátt í landinu. Kennarar séu ekki eyland, fleiri hópar eigi eftir að klára sína samninga. Þá segir hann að samanburður einkageirans og hins opinbera sé snúinn því margir kostnaðarliðir, umfram laun, hvíli á herðum opinberra vinnuveitenda. 17. október 2024 12:02 Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53 Stefna kennurum fyrir félagsdóm Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. 16. október 2024 12:21 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
„Kennarar eru ekki eyland í kjarabaráttunni“ Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA segir að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar geti raskað kjarasátt í landinu. Kennarar séu ekki eyland, fleiri hópar eigi eftir að klára sína samninga. Þá segir hann að samanburður einkageirans og hins opinbera sé snúinn því margir kostnaðarliðir, umfram laun, hvíli á herðum opinberra vinnuveitenda. 17. október 2024 12:02
Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53
Stefna kennurum fyrir félagsdóm Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. 16. október 2024 12:21