Skólinn, sem við kjósum að muna. Samfélagsrýni með rjómabragði Ragnar Þór Pétursson skrifar 18. október 2024 07:31 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritaði grein á Vísi þar sem hún amaðist við fyrirhuguðum verkföllum kennara. Greinina hóf hún á því að benda á að kennarar væru öfundsverðir af störfum sínum. Sjálf hafi hún sem barn og unglingur numið aga af Sigríði yfirkennara, gildi af Margréti Sanders og setið með Erlingi stærðfræðikennara á laugardögum til að undirbúa sig fyrir framhaldsskólann. Þessi átakalitla og rósrauða reynsla af eigin skólagöngu virðist lita hugmyndir framkvæmdastjórans um kennslu og kennara. Nú vill svo til að ég hef ágæta innsýn í þennan heim sem Sigríður lýsir. Við vorum bekkjarfélagar í grunnskóla. Og þótt ég hafi líklega meira lært hlýðni en aga af Sigríði yfirkennara og numið frekar tónlistarsmekk Möggu Sanders en lífsviðhorf og ekki hangið með Erlingi stærðfræði- og íslenskukennara á laugardögum – þá á ég margar afskaplega fínar minningar úr Njarðvíkurskóla. Síðan eru liðin óskaplega mörg ár. Það er lengra síðan við Sigríður vorum grunnskólanemendur en leið á milli þess að fyrsti maðurinn fór út í geim og að við lukum grunnskóla. Við erum orðin miðaldra fólk og að sið slíkra hættir okkur til að fegra fortíðina. Það á til dæmis við um skólann sem við útskrifuðumst bæði úr. Maður hefði haldið að það veitti framkvæmdastjóra SA tilefni til umhugsunar um kjör kennara að annar þeirra kennara sem hún minnist með hlýju hafi horfið frá kennslu og fundið sér annan starfsvettvang og að hinn hafi setið yfir nemendum sínum um helgar. Við fórum bæði gegnum unglingadeildina á færibandi forréttinda. Ég man vel eftir því þegar árgangur okkar í Njarðvíkurskóla var klofinn í tvennt. Annars vegar í þá nemendur sem þóttu vel fallnir til náms og hins vegar í þá sem taldir voru síðri. Það voru mikil forréttindi fólgin í því að vera settur í betri bekkinn – og því fór fjarri að við sem þar lentum værum betri á nokkurn hátt sem skiptir máli. Örlögin gátu einfaldlega ráðist af því hvort maður var bráðþroska eða seinþroska, lesblindur eða ofvirkur, kom af „fínu“ heimili eða ekki. Svo var líka bara hægt að vera óheppin eða heppin. Þegar við Sigríður vorum þrettán ára var smíðað samfélag utan um okkur sem hafði það hreinlega að markmiði að losa okkur við það að þurfa að deila kjörum með þeim sem höfðu það verr en við. Mér hefur alla tíð sviðið að hafa horft á eftir góðum vinum og félögum sem fengu þennan rangláta dóm á viðkvæmum aldri (og var stundum mjög meðvitað um hann). Ég man líka að þótt skólinn okkar væri á flestan hátt afar einsleitur og að við töluðum öll sama móðurmálið og kæmum úr sömu samfélagsuppskriftinni þá fór ekkert á milli mála að það komu ekki allir frá sama stað í kökunni. Sumir tilheyrðu kökubotninum og aðrir rjómanum. Rósrauð greining Sigríðar á skólagöngunni er með sterku rjómabragði. Í skólanum okkar var rótgróin og djúpstæð eineltismenning þar sem hver árgangur átti sína hrotta sem reyndu að beygja hina minni máttar undir sig. Aldrei man ég eftir því að það hafi komið kennurum okkar við. Það hvarflaði líklega ekki að neinum að ræða það við kennara. Þeir voru þarna til að kenna, ekki uppræta hrottaskap. Ég man líka eftir djúpstæðri kvenfyrirlitningu, ljótum uppnefnum sem sumar stúlkur fengu hjá ákveðnum hópi drengjanna. Uppnefni sem yfirleitt stöfuðu af því að þessi eða hin stúlkan hafði látið undan ágangi sömu drengja sem síðan hæddust að þeim og lítilsvirtu. Aldrei kom það skólanum við svo ég muni. Kennarar höfðu annað djobb en að skipta sér af því. Það er algjörlega ljóst að reynsla margra samnemenda okkar Sigríðar var allt önnur og verri en okkar. Við liðum áfram í skjóli margvíslegra forréttinda í skólakerfi sem mat okkar þarfir ofar öðrum. Á sama tíma sátu margir í næðingnum. Skólinn í dag er allt annar heimur. Reglulegar fréttir af erfiðum eineltismálum og ofbeldi eru til vitnis um það að í dag sættum við okkur ekki við það sem áður þótti sjálfsagt. Skólinn hefur þar hlutverk. Við höfum líka undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem beinlínis banna okkur að ryðja bókaormum braut gegnum menntakerfið með því að ýta öðrum börnum út í skaflana. Við hendum ekki heldur lengur hundruðum ungmenna út á vinnumarkaðinn á ótímabæran hátt. Kennsla er margfalt flóknara starf í dag en hún var. Til hennar eru gerðar gríðarlegar kröfur. Fá störf gera meiri menntunarkröfur og ég held að næstum ekkert starf bæti meira af kröfum ofan á það. Ef þú getur kennt svo sómi sé að má ganga að því vísu að þú hafir farið vel með færni þína, eflt hana og ræktað. Enda eru kennarar afar eftirsóttir víða í samfélaginu og Sigríður hefur einmitt áhyggjur af því að hærri laun til kennara geti leitt til þess að erfiðara verði að stela þeim yfir í önnur störf. Raunin er hins vegar sú að eins og ástatt er í samfélaginu okkar og vegna hinna gríðarlegu samfélagslegu breytinga, aðflutnings fólks með fjölþættar þarfir og hnignunar móðurmálsins, þá þurfum við allar hendur á dekk í skólum. Þeir þurfa meira á kennurum að halda en Bláa lónið, Hagkaup eða Íslandsbanki. Þetta getur verið erfitt að skilja þarfir annarra þegar maður er alinn upp við það að kennarar fórni frítíma sínum fyrir mann. Sigríður segir loks að það sé ekki gott að ekki sé vitað hverjar kröfur kennara eru. Svarið við því er ekki flókið. Krafan er að viðsemjendur kennara virði gerða samninga. Nú er að renna út sá tímafrestur sem þeir höfðu til að ganga frá leiðréttingum á kjörum stéttarinnar í kjölfar samkomulags sem gert var 2016. Ríki og sveit hafa ítrekað hunsað viðvaranir um að tómlæti gæti endað illa. Þannig eru launagreiðendur eins og skuldarar sem neita að opna innheimtubréfin. Þeir geta þóst ofsalega hissa þegar krafan er send í innheimtu – en það getum við kennarar þó lært af atvinnulífinu, þar sem Sigríður er innsti koppur í búri, að látalæti færa ekki eindaga. Nú eru þeir runnir upp. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritaði grein á Vísi þar sem hún amaðist við fyrirhuguðum verkföllum kennara. Greinina hóf hún á því að benda á að kennarar væru öfundsverðir af störfum sínum. Sjálf hafi hún sem barn og unglingur numið aga af Sigríði yfirkennara, gildi af Margréti Sanders og setið með Erlingi stærðfræðikennara á laugardögum til að undirbúa sig fyrir framhaldsskólann. Þessi átakalitla og rósrauða reynsla af eigin skólagöngu virðist lita hugmyndir framkvæmdastjórans um kennslu og kennara. Nú vill svo til að ég hef ágæta innsýn í þennan heim sem Sigríður lýsir. Við vorum bekkjarfélagar í grunnskóla. Og þótt ég hafi líklega meira lært hlýðni en aga af Sigríði yfirkennara og numið frekar tónlistarsmekk Möggu Sanders en lífsviðhorf og ekki hangið með Erlingi stærðfræði- og íslenskukennara á laugardögum – þá á ég margar afskaplega fínar minningar úr Njarðvíkurskóla. Síðan eru liðin óskaplega mörg ár. Það er lengra síðan við Sigríður vorum grunnskólanemendur en leið á milli þess að fyrsti maðurinn fór út í geim og að við lukum grunnskóla. Við erum orðin miðaldra fólk og að sið slíkra hættir okkur til að fegra fortíðina. Það á til dæmis við um skólann sem við útskrifuðumst bæði úr. Maður hefði haldið að það veitti framkvæmdastjóra SA tilefni til umhugsunar um kjör kennara að annar þeirra kennara sem hún minnist með hlýju hafi horfið frá kennslu og fundið sér annan starfsvettvang og að hinn hafi setið yfir nemendum sínum um helgar. Við fórum bæði gegnum unglingadeildina á færibandi forréttinda. Ég man vel eftir því þegar árgangur okkar í Njarðvíkurskóla var klofinn í tvennt. Annars vegar í þá nemendur sem þóttu vel fallnir til náms og hins vegar í þá sem taldir voru síðri. Það voru mikil forréttindi fólgin í því að vera settur í betri bekkinn – og því fór fjarri að við sem þar lentum værum betri á nokkurn hátt sem skiptir máli. Örlögin gátu einfaldlega ráðist af því hvort maður var bráðþroska eða seinþroska, lesblindur eða ofvirkur, kom af „fínu“ heimili eða ekki. Svo var líka bara hægt að vera óheppin eða heppin. Þegar við Sigríður vorum þrettán ára var smíðað samfélag utan um okkur sem hafði það hreinlega að markmiði að losa okkur við það að þurfa að deila kjörum með þeim sem höfðu það verr en við. Mér hefur alla tíð sviðið að hafa horft á eftir góðum vinum og félögum sem fengu þennan rangláta dóm á viðkvæmum aldri (og var stundum mjög meðvitað um hann). Ég man líka að þótt skólinn okkar væri á flestan hátt afar einsleitur og að við töluðum öll sama móðurmálið og kæmum úr sömu samfélagsuppskriftinni þá fór ekkert á milli mála að það komu ekki allir frá sama stað í kökunni. Sumir tilheyrðu kökubotninum og aðrir rjómanum. Rósrauð greining Sigríðar á skólagöngunni er með sterku rjómabragði. Í skólanum okkar var rótgróin og djúpstæð eineltismenning þar sem hver árgangur átti sína hrotta sem reyndu að beygja hina minni máttar undir sig. Aldrei man ég eftir því að það hafi komið kennurum okkar við. Það hvarflaði líklega ekki að neinum að ræða það við kennara. Þeir voru þarna til að kenna, ekki uppræta hrottaskap. Ég man líka eftir djúpstæðri kvenfyrirlitningu, ljótum uppnefnum sem sumar stúlkur fengu hjá ákveðnum hópi drengjanna. Uppnefni sem yfirleitt stöfuðu af því að þessi eða hin stúlkan hafði látið undan ágangi sömu drengja sem síðan hæddust að þeim og lítilsvirtu. Aldrei kom það skólanum við svo ég muni. Kennarar höfðu annað djobb en að skipta sér af því. Það er algjörlega ljóst að reynsla margra samnemenda okkar Sigríðar var allt önnur og verri en okkar. Við liðum áfram í skjóli margvíslegra forréttinda í skólakerfi sem mat okkar þarfir ofar öðrum. Á sama tíma sátu margir í næðingnum. Skólinn í dag er allt annar heimur. Reglulegar fréttir af erfiðum eineltismálum og ofbeldi eru til vitnis um það að í dag sættum við okkur ekki við það sem áður þótti sjálfsagt. Skólinn hefur þar hlutverk. Við höfum líka undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem beinlínis banna okkur að ryðja bókaormum braut gegnum menntakerfið með því að ýta öðrum börnum út í skaflana. Við hendum ekki heldur lengur hundruðum ungmenna út á vinnumarkaðinn á ótímabæran hátt. Kennsla er margfalt flóknara starf í dag en hún var. Til hennar eru gerðar gríðarlegar kröfur. Fá störf gera meiri menntunarkröfur og ég held að næstum ekkert starf bæti meira af kröfum ofan á það. Ef þú getur kennt svo sómi sé að má ganga að því vísu að þú hafir farið vel með færni þína, eflt hana og ræktað. Enda eru kennarar afar eftirsóttir víða í samfélaginu og Sigríður hefur einmitt áhyggjur af því að hærri laun til kennara geti leitt til þess að erfiðara verði að stela þeim yfir í önnur störf. Raunin er hins vegar sú að eins og ástatt er í samfélaginu okkar og vegna hinna gríðarlegu samfélagslegu breytinga, aðflutnings fólks með fjölþættar þarfir og hnignunar móðurmálsins, þá þurfum við allar hendur á dekk í skólum. Þeir þurfa meira á kennurum að halda en Bláa lónið, Hagkaup eða Íslandsbanki. Þetta getur verið erfitt að skilja þarfir annarra þegar maður er alinn upp við það að kennarar fórni frítíma sínum fyrir mann. Sigríður segir loks að það sé ekki gott að ekki sé vitað hverjar kröfur kennara eru. Svarið við því er ekki flókið. Krafan er að viðsemjendur kennara virði gerða samninga. Nú er að renna út sá tímafrestur sem þeir höfðu til að ganga frá leiðréttingum á kjörum stéttarinnar í kjölfar samkomulags sem gert var 2016. Ríki og sveit hafa ítrekað hunsað viðvaranir um að tómlæti gæti endað illa. Þannig eru launagreiðendur eins og skuldarar sem neita að opna innheimtubréfin. Þeir geta þóst ofsalega hissa þegar krafan er send í innheimtu – en það getum við kennarar þó lært af atvinnulífinu, þar sem Sigríður er innsti koppur í búri, að látalæti færa ekki eindaga. Nú eru þeir runnir upp. Höfundur er kennari.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun