Dæmi um að menntaðir kennarar nái ekki endum saman Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2024 20:05 Kristín Björnsdóttir er kennari í Ingunnarskóla og formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Vísir/Einar Kennari segir suma kollega sína ekki ná endum saman og þurfi að vera í nokkrum vinnum. Þá séu fjölmargir sem hrökklist úr starfi vegna álags. Samninganefnd Kennarasambandsins hefur síðustu daga setið við kjaraborðið ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Fundað var í dag en viðræður mjakast hægt áfram. Langt er á milli deiluaðila sem funda næst á mánudagsmorgun. Verkföll í tíu skólum eru yfirvofandi, vinnustöðvun í fyrstu skólunum hefst eftir ellefu daga. Kennarasambandið hefur gefið út að það vilji jafna laun kennara og sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Mikill munur sé þar á. „Ef að við hefðum góð laun, þá myndi ekki vanta hundrað kennara til starfa á Íslandi í dag,“ segir Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Þegar fólk er að hætta að kenna, er það oft út af launum? „Já. Út af launum og álagi,“ segir Kristín. Hefur þú eitthvað heyrt um að menntaðir kennarar eigi erfitt með að ná endum saman vegna lágra launa? „Já. Ég hef heyrt af því. Og ég þekki fleiri en einn og fleiri en tvo. Fólk sem er einstætt, það þarf að vinna aukavinnu og biður oft um fasta yfirvinnu til þess að hækka launin sín. Svoleiðis er staðan. Þetta eru laun sem einstaklingur getur ekki lifað á,“ segir Kristín. Vinnuvika kennara er tæpir 43 klukkutímar og 26 þeirra eru kennsluskylda. Kristín segir vinnu kennara vera miklu meira en bara að kenna börnum námsefnið og fara yfir verkefni. „Það er að svo mörgu að huga. Undirbúningurinn okkar fer í að rýna í efni, þróa oft nýjar leiðir. Oft er það þannig að í undirbúningstímanum okkar erum við að búa til efni af því að námsefnisútgáfa á Íslandi hefur verið í algjöru lamasessi í mörg ár,“ segir Kristín. Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Samninganefnd Kennarasambandsins hefur síðustu daga setið við kjaraborðið ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Fundað var í dag en viðræður mjakast hægt áfram. Langt er á milli deiluaðila sem funda næst á mánudagsmorgun. Verkföll í tíu skólum eru yfirvofandi, vinnustöðvun í fyrstu skólunum hefst eftir ellefu daga. Kennarasambandið hefur gefið út að það vilji jafna laun kennara og sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Mikill munur sé þar á. „Ef að við hefðum góð laun, þá myndi ekki vanta hundrað kennara til starfa á Íslandi í dag,“ segir Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Þegar fólk er að hætta að kenna, er það oft út af launum? „Já. Út af launum og álagi,“ segir Kristín. Hefur þú eitthvað heyrt um að menntaðir kennarar eigi erfitt með að ná endum saman vegna lágra launa? „Já. Ég hef heyrt af því. Og ég þekki fleiri en einn og fleiri en tvo. Fólk sem er einstætt, það þarf að vinna aukavinnu og biður oft um fasta yfirvinnu til þess að hækka launin sín. Svoleiðis er staðan. Þetta eru laun sem einstaklingur getur ekki lifað á,“ segir Kristín. Vinnuvika kennara er tæpir 43 klukkutímar og 26 þeirra eru kennsluskylda. Kristín segir vinnu kennara vera miklu meira en bara að kenna börnum námsefnið og fara yfir verkefni. „Það er að svo mörgu að huga. Undirbúningurinn okkar fer í að rýna í efni, þróa oft nýjar leiðir. Oft er það þannig að í undirbúningstímanum okkar erum við að búa til efni af því að námsefnisútgáfa á Íslandi hefur verið í algjöru lamasessi í mörg ár,“ segir Kristín.
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira