Sjáðu dramatísk sigurmörk, vítaklúður Gylfa og öll mörkin úr Bestu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 10:31 Blikarnir Viktor Karl Einarsson og Andri Rafn Yeoman í baráttu um boltann við Stjörnumanninn Örvar Loga Örvarsson. Vísir/Viktor Freyr Það var vissulega nóg af dramatík í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær þar sem Víkingar, Blikar og KA-menn fögnuðu sigri en Valsmenn misstu frá sér sigur á móti FH-ingum í Kaplakrika. Víkingur og Breiðablik unnu bæði sína leiki og mætast því í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi. Þau eru jöfn að stigum en Víkingum nægir jafntefli af þvi að þeir eru með betri markatölu. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Víkings Víkingar unnu 4-3 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi í gær þar sem Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Johannes Björn Vall og Hinrik Harðarson komu ÍA í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks og Viktor Jónsson kom Skagamönnum síðan aftur yfir í 3-2. Erlingur Agnarsson og Nikolaj Andreas Hansen jöfnuðu metin í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks og Erlingur skoraði síðan sitt annað mark og jafnaði í 3-3 áður Djuric skallaði inn sigurmarkið á síðustu stundu. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmark Blika á móti Stjörnunni þremur mínútum fyrir leikslok. Viktor Örn Margeirsson hafði komið Breiðabliki í 1-0 á 65. mínútu en Heiðar Ægisson jafnaði metin ellefu mínútum síðar. Blikar urðu að fá stig út úr leiknum til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og fyrirliðinn sá til þess að nú geta þeir unnið Víking um næstu helgi og tryggt sér titilinn. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar Bjarni Mark Antonsson kom Val í 1-0 á móti FH með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks en FH-ingar jöfnuðu á níundu mínútu í uppbótatíma seinni hálfleiks þegar Orri Sigurður Ómarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn eftir það en Sindri Kristinn Ólafsson varði frá honum vítaspyrnu. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir 22 sekúndur og svo aftur á 23. mínútu þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra á Akureyri. Pétur Bjarnason minnkaði muninn í uppbótatíma leiksins en það mark kom alltof seint fyrir Vestramenn. Vestri hefði nánast gulltryggt sér áframhaldandi sæti í Bestu deildinni með sigri og fögnuðu HK-menn því þessum úrslitum því þeir eiga enn von. Það má sjá öll mörkin úr leikjum gærdagsins hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin og vítaklúður úr leik FH og Vals Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik KA og Vestra Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík ÍA Stjarnan FH Valur KA Vestri Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Víkingur og Breiðablik unnu bæði sína leiki og mætast því í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi. Þau eru jöfn að stigum en Víkingum nægir jafntefli af þvi að þeir eru með betri markatölu. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Víkings Víkingar unnu 4-3 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi í gær þar sem Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Johannes Björn Vall og Hinrik Harðarson komu ÍA í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks og Viktor Jónsson kom Skagamönnum síðan aftur yfir í 3-2. Erlingur Agnarsson og Nikolaj Andreas Hansen jöfnuðu metin í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks og Erlingur skoraði síðan sitt annað mark og jafnaði í 3-3 áður Djuric skallaði inn sigurmarkið á síðustu stundu. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmark Blika á móti Stjörnunni þremur mínútum fyrir leikslok. Viktor Örn Margeirsson hafði komið Breiðabliki í 1-0 á 65. mínútu en Heiðar Ægisson jafnaði metin ellefu mínútum síðar. Blikar urðu að fá stig út úr leiknum til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og fyrirliðinn sá til þess að nú geta þeir unnið Víking um næstu helgi og tryggt sér titilinn. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar Bjarni Mark Antonsson kom Val í 1-0 á móti FH með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks en FH-ingar jöfnuðu á níundu mínútu í uppbótatíma seinni hálfleiks þegar Orri Sigurður Ómarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn eftir það en Sindri Kristinn Ólafsson varði frá honum vítaspyrnu. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir 22 sekúndur og svo aftur á 23. mínútu þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra á Akureyri. Pétur Bjarnason minnkaði muninn í uppbótatíma leiksins en það mark kom alltof seint fyrir Vestramenn. Vestri hefði nánast gulltryggt sér áframhaldandi sæti í Bestu deildinni með sigri og fögnuðu HK-menn því þessum úrslitum því þeir eiga enn von. Það má sjá öll mörkin úr leikjum gærdagsins hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin og vítaklúður úr leik FH og Vals Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik KA og Vestra
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík ÍA Stjarnan FH Valur KA Vestri Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira