„Auðvitað smá sjokk að heyra að maður sé kominn í sex mánaða bann“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 08:01 Viðar Örn Kjartansson segir upphæðina sem hann þurfi að greiða CSKA 1948 ekki vera mjög háa. vísir/Einar Fótboltamaðurinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að verða fljótur að greiða upp skuld sína við búlgarska félagið CSKA 1948. FIFA dæmdi Viðar í sex mánaða keppnisbann sem hann getur losnað úr með því að greiða skuldina. Viðar rifti samningi sínum við búlgarska félagið í nóvember á síðasta ári og var án félags þar til að hann gekk svo til liðs við KA í apríl. Hann fór hægt af stað með KA en raðaði svo inn mörkum seinni hluta leiktíðar og fagnaði langþráðum fyrsta bikarmeistaratitli félagsins með sigri gegn Víkingi í september. Hann kveðst aldrei hafa grunað að hann yrði dæmdur í keppnisbann vegna viðskilnaðarins við CSKA 1948: „Ef út í það er farið þá afsalaði ég mér örugglega einhverjum tugum milljóna með því að gefa eftir laun hjá þeim [forráðamönnum CSKA 1948]. En í samningnum [við CSKA 1948] stendur að ef ég skrifa undir hjá liði í efstu deild í Evrópu þá þurfi að greiðast sú upphæð sem þeir borguðu mér við að skrifa undir. Síðan skrifaði ég undir hjá KA og þeir skrifa undir samþykki fyrir félagaskiptum, og svo hætti maður bara að pæla í þessu. Svo kemur seint í sumar eitthvað frá FIFA sem ég í raun sá ekki sjálfur. Þetta er samskiptaleysi, misskilningur og smá klúður, en aftur á móti mjög auðvelt að leysa,“ segir Viðar þegar hann er beðinn um að lýsa því hvernig hann lenti í sex mánaða keppnisbanni. Viðar taldi sig sem sagt ekki þurfa að hafa áhyggjur af greiðslunni til CSKA 1948 með því að semja við íslenskt félag. „Ég sá fyrir mér að þetta gilti bara í Evrópu, þó við séum vissulega þar. Þá hefði klúbburinn þurft að borga þetta til að þeir myndu skrifa undir samþykki,“ segir Viðar. Viðar Örn Kjartansson skoraði sex mörk í sumar.vísir/Diego „Vel viðráðanleg upphæð“ Viðar segir að upphæðin sem hann skuldi sé ekki há. „Nei, ég myndi nú ekki segja það. Þetta er vel viðráðanleg upphæð,“ segir Viðar sem vill þó ekki greina frá því nákvæmlega hve há upphæðin sé. Hluta hennar sé hann þegar búinn að borga og það sé alls ekki svo að um tugi milljóna króna sé að ræða. „Þetta er í raun og veru ekkert stórmál eftir allt, en auðvitað er smá sjokk að heyra að maður sé kominn í sex mánaða bann upp úr þurru. Þetta verður leyst mjög bráðlega. Við erum í góðu sambandi við þá núna, vorum það ekki áður, og svo leysist þetta bara og þá verður þessu aflétt. Þetta er ekki flóknara en það en aðdragandinn er flókinn og ruglingslegur, því ég afsalaði mér ansi miklu til þeirra á sínum tíma. Þetta er leiðindamál en vel viðráðanlegt,“ segir Viðar og vill meina að málið yrði leyst enn hraðar ef KA væri í þannig stöðu að mikilvægt hefði verið að hann spilaði lokaleiki tímabilsins. Viðar Örn Kjartansson átti sinn þátt í fyrsta bikarmeistaratitlinum í sögu KA í sumar.vísir/Diego Besta deild karla KA Fótbolti Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Viðar rifti samningi sínum við búlgarska félagið í nóvember á síðasta ári og var án félags þar til að hann gekk svo til liðs við KA í apríl. Hann fór hægt af stað með KA en raðaði svo inn mörkum seinni hluta leiktíðar og fagnaði langþráðum fyrsta bikarmeistaratitli félagsins með sigri gegn Víkingi í september. Hann kveðst aldrei hafa grunað að hann yrði dæmdur í keppnisbann vegna viðskilnaðarins við CSKA 1948: „Ef út í það er farið þá afsalaði ég mér örugglega einhverjum tugum milljóna með því að gefa eftir laun hjá þeim [forráðamönnum CSKA 1948]. En í samningnum [við CSKA 1948] stendur að ef ég skrifa undir hjá liði í efstu deild í Evrópu þá þurfi að greiðast sú upphæð sem þeir borguðu mér við að skrifa undir. Síðan skrifaði ég undir hjá KA og þeir skrifa undir samþykki fyrir félagaskiptum, og svo hætti maður bara að pæla í þessu. Svo kemur seint í sumar eitthvað frá FIFA sem ég í raun sá ekki sjálfur. Þetta er samskiptaleysi, misskilningur og smá klúður, en aftur á móti mjög auðvelt að leysa,“ segir Viðar þegar hann er beðinn um að lýsa því hvernig hann lenti í sex mánaða keppnisbanni. Viðar taldi sig sem sagt ekki þurfa að hafa áhyggjur af greiðslunni til CSKA 1948 með því að semja við íslenskt félag. „Ég sá fyrir mér að þetta gilti bara í Evrópu, þó við séum vissulega þar. Þá hefði klúbburinn þurft að borga þetta til að þeir myndu skrifa undir samþykki,“ segir Viðar. Viðar Örn Kjartansson skoraði sex mörk í sumar.vísir/Diego „Vel viðráðanleg upphæð“ Viðar segir að upphæðin sem hann skuldi sé ekki há. „Nei, ég myndi nú ekki segja það. Þetta er vel viðráðanleg upphæð,“ segir Viðar sem vill þó ekki greina frá því nákvæmlega hve há upphæðin sé. Hluta hennar sé hann þegar búinn að borga og það sé alls ekki svo að um tugi milljóna króna sé að ræða. „Þetta er í raun og veru ekkert stórmál eftir allt, en auðvitað er smá sjokk að heyra að maður sé kominn í sex mánaða bann upp úr þurru. Þetta verður leyst mjög bráðlega. Við erum í góðu sambandi við þá núna, vorum það ekki áður, og svo leysist þetta bara og þá verður þessu aflétt. Þetta er ekki flóknara en það en aðdragandinn er flókinn og ruglingslegur, því ég afsalaði mér ansi miklu til þeirra á sínum tíma. Þetta er leiðindamál en vel viðráðanlegt,“ segir Viðar og vill meina að málið yrði leyst enn hraðar ef KA væri í þannig stöðu að mikilvægt hefði verið að hann spilaði lokaleiki tímabilsins. Viðar Örn Kjartansson átti sinn þátt í fyrsta bikarmeistaratitlinum í sögu KA í sumar.vísir/Diego
Besta deild karla KA Fótbolti Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira