Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 16:56 Ragnar Þór er svartsýn á horfur í íslensku samfélagi. Vísir/Einar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. Inga Sæland staðfesti þetta við fréttastofu. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í sjö ár, síðan hann lagði Ólafíu B. Rafnsdóttur, forvera sinn í embætti, að velli í kosningum. Formannstímabili hans lýkur í mars næsta vor. Í viðtali við Rúv segir Ragnar að framboð hans hafi ekki áhrif á störf hans hjá VR og hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi. Hann muni sinna störfum sínum sem formaður VR fram að því. Hann segist leggja áherslu á húsnæðismál og leggja sérstaka áherslu á að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi og gera það að danskri fyrirmynd. Kom sér á óvart Tilkynningu frá Tómasi Tómassyni má finna á fréttavef Eiríks Jónssonar. Þar segir hann að allir góðir hlutir taki endi. „Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hringdi í mig í gær kl. 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn,“ segir í tilkynningunni. „Þetta kom mér svoldið á óvart. Það er búið að vera sannur heiður að fá að vera á þingi með Ingu Sæland og öðrum þingmönnum Flokks fólksins – eitt allsherjar ævintýri ef satt skal segja,“ segir einnig. Þá hrósar hann Ingu fyrir það sem hún hafi áorkað og þakkar henni fyrir tækifærið. „Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja. Svona er lífið. Gangi ykkur vel og áfram veginn!“ segir að lokum. Ekki náðist í Ragnar við vinnslu fréttarinnar. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Inga Sæland staðfesti þetta við fréttastofu. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í sjö ár, síðan hann lagði Ólafíu B. Rafnsdóttur, forvera sinn í embætti, að velli í kosningum. Formannstímabili hans lýkur í mars næsta vor. Í viðtali við Rúv segir Ragnar að framboð hans hafi ekki áhrif á störf hans hjá VR og hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi. Hann muni sinna störfum sínum sem formaður VR fram að því. Hann segist leggja áherslu á húsnæðismál og leggja sérstaka áherslu á að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi og gera það að danskri fyrirmynd. Kom sér á óvart Tilkynningu frá Tómasi Tómassyni má finna á fréttavef Eiríks Jónssonar. Þar segir hann að allir góðir hlutir taki endi. „Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hringdi í mig í gær kl. 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn,“ segir í tilkynningunni. „Þetta kom mér svoldið á óvart. Það er búið að vera sannur heiður að fá að vera á þingi með Ingu Sæland og öðrum þingmönnum Flokks fólksins – eitt allsherjar ævintýri ef satt skal segja,“ segir einnig. Þá hrósar hann Ingu fyrir það sem hún hafi áorkað og þakkar henni fyrir tækifærið. „Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja. Svona er lífið. Gangi ykkur vel og áfram veginn!“ segir að lokum. Ekki náðist í Ragnar við vinnslu fréttarinnar.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23