Við ræðum við sérfræðing í almannatengslum um þá staðreynd að óvenjumargir hyggja á framboð nú sem þegar eru þekktir í samfélaginu. Hann bendir á að sögulega séð hafi frægir einstaklingar ekki alltaf átt farsælan feril í stjórnmálum.
Þá verður rætt við formann Læknafélags Íslands sem segir að verkfall gæti hafist hjá læknum eftir þrjár vikur, að öllu óbreyttu.
Í íþróttapakka dagsins verður Bakgarðshlaupið í forgrunni en þar féll nýtt Íslandsmet í greininni í nótt.