Viðskiptaráð myndi ekki ráða við starf kennara Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 22. október 2024 16:02 Enn og aftur hefur Viðskiptaráð riðið fram á sviðið með yfirlýsingar um störf kennara og skólahald almennt. Áhugi Viðskiptaráðs væri kannski virðingarverður ef þessir aðilar hefðu einhvern snefil af þekkingu á skólastarfi, en það hafa þeir ekki. Þeir virðast bara kunna að rýna í tölur og telja og tölurnar blasa vissulega við en spurningin er hvort þær segi alla söguna? Í draumaveröld Viðskiptaráðs er hvert einasta barn „Þekkt stærð“ en svo er bara alls ekki, því hvert barn er einstakt og sumum þeirra fylgja áskoranir sem stundum er erfitt að takast á við. Án þess að ræða þær áskoranir sérstaklega er rétt að minna á að við sem samfélag höfum tekið miklum breytingum á undanförnum árum en Viðskiptaráð virðist enn þá halda að við árið sé 1974 sem er ekki beint traustvekjandi. Fólki með erlent ríkisfang hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi og það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Viðskiptaráð virðist ekki taka með í reikninginn að þeim fylgi börn á grunnskólaaldri sem eru einstök hvert á sinn hátt rétt eins og öll önnur börn. En að auki koma mörg þessara barna úr mjög erfiðum aðstæðum, jafnvel stríðshrjáðum löndum, og eru þannig enn að vinna úr áföllum vegna þess. Auk þess sem þau þurfa að læra tungumálið þannig að samskipti við þau eru oft flókin og tímafrek og útbúa þarf fyrir þau sérefni í kennslustundum. Samkvæmt Ragnari Þór Péturssyni, fv. formanni Kennarasambandsins, fjölgaði börnum með erlent ríkisfang um 508% á árunum 2006 – 2023, á sama tíma og stöðugildum kennara fjölgaði um tæp 17%. Hvað vill Viðskiptaráð segja við þessu? Þarna eru hreinar tölur og mér þætti gaman að sjá það framleiðslufyrirtæki í þeirra ranni, sem gæti aukið afköst sín um 508% með 17% fjölgum starfsmanna. Hefur Viðskiptaráð einhver dæmi þess? En þarna komum við einmitt að kjarna málsins. Nemendur eru ekki fiskibollur í dós, sem hægt er að telja og meta með einföldum hætti. Þegar kennari tekur við nýjum nemendahóp, veit hann í raun ekkert hvað mætir honum. Þó hann hafi kennt námsefnið áður, er ekkert víst að það virki jafn vel hjá þessum hópi eins og þeim síðasta. Það er alveg jafn líklegt að hann þurfi að breyta því og aðlaga að hópnum og/eða einstökum nemendum, því öll eiga þau jú að fá kennslu við hæfi. Hvernig á að árangursmæla kennslu? Oft er rætt um að árangursmæla eigi kennslu, en hvernig á að fara að því? Við erum eins misjöfn og við erum mörg og það á líka við um börn. Öll höfum við margskonar hæfileika en sum okkar hafa hæfileika sem henta skólakerfinu betur. Þau börn sigla nokkuð áreynslulaust í gegnum kerfið og munu alltaf standa sig í prófum og fá einkunnir á bilinu 8 – 10, alveg sama hvernig kennarinn er. Með því er ég ekki að segja að kennarinn sé óþarfur, því hann getur bætt miklu við en þar sem einkunnaskalinn nær ekki hærra en upp í 10, eða A í dag, fær nemandinn ekki hærri einkunn, sama hversu góður kennarinn hefur verið. Er kennari sem fær svona nemanda í hendurnar betri en kennarinn sem fær barn með námsörðugleika í hendurnar og nær að hækka einkunn þess úr 2 og upp í 4? Það er 100% hækkun en nemandinn er samt „fallinn“ og fær bara sama D-ið fyrir 4 og það fékk fyrir 2. Hvers virði er kennari sem sér ljós kvikna í augum barns sem hefur gefist upp? Hvers virði er kennari sem gefur barni sjálfstraust á nýjan leik? Hver á að meta hversu miklu máli „litlir sigrar“ sem eiga sér stað á hverjum degi í lífi barna, skipta fyrir framtíð þess og líf? Litlu, en jafnframt mikilvægu sigrarnir eru ekki mælanlegir. Þroski barna er ferli og það er ekki endilega línulegt. Í kennslu er ýtt undir þroska og byggt ofan á hann á hverjum degi yfir 10 ára skólagöngu. Á þessu tímabili eiga sér stað sigrar og ósigrar, góð tímabil og verri tímabil, stöðnun og vöxtur og svo margt fleira. Að taka allt þetta ferli og setja það í einföld meðaltöl eins og verið sé að framleiða fiskibollur í dós, nær ekki nokkurri átt. Öll börn þurfa hvatningu, en börn með mikla námshæfileika sem fá góðar einkunnir eru ekki endilega besti mælikvarðinn á árangri kennara, því árangur þeirra hefði alltaf verið góður hvort eð er. Stærstu sigrarnir eru oft hjá þeim sem eiga erfitt með námið en taka samt framförum og fara þannig betur undirbúin út í lífið. Hópastærðir og veikindi Byrjum á hópastærðum. Viðskiptaráð tekur oft alla þá sem vinna í skólum, líka þá sem vinna í frístundaráði eftir skóla, og deila með heildarfjölda nemenda en gallinn við þessa aðferð er sá að nemendum er ekki „skipt jafnt“ á milli allra kennara í hverjum tíma og á landinu eru mjög margir fámennir skólar, vegna þess að víða eru fámenn byggðarlög. Viðskiptaráð tekur ekkert tillit til þessa enda myndi það vega gegn rökstuðningi þeirra. Engin mörk eru á því í dag hvað bekki mega vera stórir en þeir eru sjaldnast minni en með 20 nemendum og geta farið upp í 30. Ætli 25 nemendur sé ekki algeng stærð á bekk í flestum skólum. Ég er grunnskólakennari og starfaði sem slík þar til vorið 2021 þannig að ég þekki álagið á kennurum frá fyrstu hendi. Það er oft alveg gríðarlegt. Skólarnir eru þverskurður af þjóðfélaginu. Inn í þá kemur allt það besta en líka allt það versta og alveg sama hversu erfið staðan er í einstökum málum, þá verða skólarnir að takast á við málin og gera það eftir bestu getu. Oft án þess að hafa nokkur úrræði til að bjóða eða vísa í og það úrræðaleysi er algjörlega á ábyrgð stjórnvalda. Hverjum einstaklingi í hópi fylgir eðlilega vinna og engin er að kvarta yfir álagi vegna þess. En þegar þeim einstaklingum sem þurfa sérstök úrræði, hvort sem er vegna hegðunar, greininga, eða tungumálavanda, fjölgar stöðugt, eykst álagið á kennarann, jafnvel svo mikið að hann endar í veikindum. Það að veikindadagar og veikindaleyfi kennara hafi aukist, er ekki tilefni til gagnrýni heldur enn ein vísbending um að aðgerða sé þörf áður en vandinn vex okkur yfir höfuð. Ég veit ekki hversu oft ég hef séð kennara mæta veika til vinnu af því þeir hafa ekki samvisku til að vera heima, því „börnin þeirra“ þurfa á þeim að halda. „Æi, það er próf í næstu viku og þetta er síðasti tíminn fyrir það.“ Eða „Það er fundur með foreldrum Palla og ég veit að það er erfitt fyrir þau að fá frí í vinnu…“ o.s. frv. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og kennarar eru að klára bensínið á tanknum, enda er ekki eins og nokkur þakki þeim álagið og samviskusemina. Launin þeirra duga varla til framfærslu og öllu sem þeim var lofað árið 2016 þegar lífeyrisréttindi þeirra voru skert, svo sem um jöfnun launa á móti, hefur verið svikið. Og til þess að bæta gráu ofan á svart, sitja þeir undir stöðugri gagnrýni frá stjórnvöldum og VIÐSKIPTARÁÐI sem nákvæmlega ekkert veit um skólamál, en er samt dregið inn í stúdíó í fréttatímum til að tjá sig um um bullið sem frá þeim kemur og lítillækka störf kennara. PISA og samræmd próf Samræmd próf eða PISA eru mælikvarðar, ekkert annað. Að ræða þau sem „lausn“ við vanda skólanna er eins og að halda að hitamælir lækni flensu. Annað er það að þessi próf mæla mjög afmarkaða þætti af hæfileikum nemenda. Þau sem blómstra í listgreinum eða íþróttum, eða búa t.d. yfir miklum samskipta- eða leiðtogahæfileikum, koma ekkert endilega vel út í PISA. Margir kannast við myndina af dýrunum sem standa fyrir framan kennarann sem segir þeim að allir eigi að taka sama prófið til að sanna hæfni sína og klifra upp í tré Apinn skaraði algjörlega fram úr og fékk 10, en fíllinn, selurinn, hundurinn og mörgæsin, féllu öll á prófinu. Með þessu er ég ekki að segja að ekkert eigi að mæla nemendur, en það sem PISA prófinn sýna okkur fram á er að breytinga sé þörf og að styðja þurfi betur við kennara. Þeir eru komnir að þolmörkum og hafa allt of lengi þurft að bjarga því sem hægt hefur verið að bjarga, oft við mjög erfiðar aðstæður. Þeir verðskulda þakkir samfélagsins og Viðskiptaráð, borgarstjórinn í Reykjavík og aðrir sem hafa algjörlega brugðist skyldum sínum gagnvart skólum landsins, kennurum og menntun barnanna okkar, eiga að skammast sín og biðja þá afsökunar. Það væri gaman að sjá hvort „straujuð ímynd“ Viðskiptaráðs væri svo slétt og felld eftir að hafa haldið utan um einn umsjónarbekk í eina viku, eða tekið að sér faggreinakennslu í unglingadeild. Ég efast um að nokkurt þeirra myndi lifa af viku í þessu starfi, hvað þá mánuð, en það væri gaman að sjá þau reyna. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur hefur Viðskiptaráð riðið fram á sviðið með yfirlýsingar um störf kennara og skólahald almennt. Áhugi Viðskiptaráðs væri kannski virðingarverður ef þessir aðilar hefðu einhvern snefil af þekkingu á skólastarfi, en það hafa þeir ekki. Þeir virðast bara kunna að rýna í tölur og telja og tölurnar blasa vissulega við en spurningin er hvort þær segi alla söguna? Í draumaveröld Viðskiptaráðs er hvert einasta barn „Þekkt stærð“ en svo er bara alls ekki, því hvert barn er einstakt og sumum þeirra fylgja áskoranir sem stundum er erfitt að takast á við. Án þess að ræða þær áskoranir sérstaklega er rétt að minna á að við sem samfélag höfum tekið miklum breytingum á undanförnum árum en Viðskiptaráð virðist enn þá halda að við árið sé 1974 sem er ekki beint traustvekjandi. Fólki með erlent ríkisfang hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi og það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Viðskiptaráð virðist ekki taka með í reikninginn að þeim fylgi börn á grunnskólaaldri sem eru einstök hvert á sinn hátt rétt eins og öll önnur börn. En að auki koma mörg þessara barna úr mjög erfiðum aðstæðum, jafnvel stríðshrjáðum löndum, og eru þannig enn að vinna úr áföllum vegna þess. Auk þess sem þau þurfa að læra tungumálið þannig að samskipti við þau eru oft flókin og tímafrek og útbúa þarf fyrir þau sérefni í kennslustundum. Samkvæmt Ragnari Þór Péturssyni, fv. formanni Kennarasambandsins, fjölgaði börnum með erlent ríkisfang um 508% á árunum 2006 – 2023, á sama tíma og stöðugildum kennara fjölgaði um tæp 17%. Hvað vill Viðskiptaráð segja við þessu? Þarna eru hreinar tölur og mér þætti gaman að sjá það framleiðslufyrirtæki í þeirra ranni, sem gæti aukið afköst sín um 508% með 17% fjölgum starfsmanna. Hefur Viðskiptaráð einhver dæmi þess? En þarna komum við einmitt að kjarna málsins. Nemendur eru ekki fiskibollur í dós, sem hægt er að telja og meta með einföldum hætti. Þegar kennari tekur við nýjum nemendahóp, veit hann í raun ekkert hvað mætir honum. Þó hann hafi kennt námsefnið áður, er ekkert víst að það virki jafn vel hjá þessum hópi eins og þeim síðasta. Það er alveg jafn líklegt að hann þurfi að breyta því og aðlaga að hópnum og/eða einstökum nemendum, því öll eiga þau jú að fá kennslu við hæfi. Hvernig á að árangursmæla kennslu? Oft er rætt um að árangursmæla eigi kennslu, en hvernig á að fara að því? Við erum eins misjöfn og við erum mörg og það á líka við um börn. Öll höfum við margskonar hæfileika en sum okkar hafa hæfileika sem henta skólakerfinu betur. Þau börn sigla nokkuð áreynslulaust í gegnum kerfið og munu alltaf standa sig í prófum og fá einkunnir á bilinu 8 – 10, alveg sama hvernig kennarinn er. Með því er ég ekki að segja að kennarinn sé óþarfur, því hann getur bætt miklu við en þar sem einkunnaskalinn nær ekki hærra en upp í 10, eða A í dag, fær nemandinn ekki hærri einkunn, sama hversu góður kennarinn hefur verið. Er kennari sem fær svona nemanda í hendurnar betri en kennarinn sem fær barn með námsörðugleika í hendurnar og nær að hækka einkunn þess úr 2 og upp í 4? Það er 100% hækkun en nemandinn er samt „fallinn“ og fær bara sama D-ið fyrir 4 og það fékk fyrir 2. Hvers virði er kennari sem sér ljós kvikna í augum barns sem hefur gefist upp? Hvers virði er kennari sem gefur barni sjálfstraust á nýjan leik? Hver á að meta hversu miklu máli „litlir sigrar“ sem eiga sér stað á hverjum degi í lífi barna, skipta fyrir framtíð þess og líf? Litlu, en jafnframt mikilvægu sigrarnir eru ekki mælanlegir. Þroski barna er ferli og það er ekki endilega línulegt. Í kennslu er ýtt undir þroska og byggt ofan á hann á hverjum degi yfir 10 ára skólagöngu. Á þessu tímabili eiga sér stað sigrar og ósigrar, góð tímabil og verri tímabil, stöðnun og vöxtur og svo margt fleira. Að taka allt þetta ferli og setja það í einföld meðaltöl eins og verið sé að framleiða fiskibollur í dós, nær ekki nokkurri átt. Öll börn þurfa hvatningu, en börn með mikla námshæfileika sem fá góðar einkunnir eru ekki endilega besti mælikvarðinn á árangri kennara, því árangur þeirra hefði alltaf verið góður hvort eð er. Stærstu sigrarnir eru oft hjá þeim sem eiga erfitt með námið en taka samt framförum og fara þannig betur undirbúin út í lífið. Hópastærðir og veikindi Byrjum á hópastærðum. Viðskiptaráð tekur oft alla þá sem vinna í skólum, líka þá sem vinna í frístundaráði eftir skóla, og deila með heildarfjölda nemenda en gallinn við þessa aðferð er sá að nemendum er ekki „skipt jafnt“ á milli allra kennara í hverjum tíma og á landinu eru mjög margir fámennir skólar, vegna þess að víða eru fámenn byggðarlög. Viðskiptaráð tekur ekkert tillit til þessa enda myndi það vega gegn rökstuðningi þeirra. Engin mörk eru á því í dag hvað bekki mega vera stórir en þeir eru sjaldnast minni en með 20 nemendum og geta farið upp í 30. Ætli 25 nemendur sé ekki algeng stærð á bekk í flestum skólum. Ég er grunnskólakennari og starfaði sem slík þar til vorið 2021 þannig að ég þekki álagið á kennurum frá fyrstu hendi. Það er oft alveg gríðarlegt. Skólarnir eru þverskurður af þjóðfélaginu. Inn í þá kemur allt það besta en líka allt það versta og alveg sama hversu erfið staðan er í einstökum málum, þá verða skólarnir að takast á við málin og gera það eftir bestu getu. Oft án þess að hafa nokkur úrræði til að bjóða eða vísa í og það úrræðaleysi er algjörlega á ábyrgð stjórnvalda. Hverjum einstaklingi í hópi fylgir eðlilega vinna og engin er að kvarta yfir álagi vegna þess. En þegar þeim einstaklingum sem þurfa sérstök úrræði, hvort sem er vegna hegðunar, greininga, eða tungumálavanda, fjölgar stöðugt, eykst álagið á kennarann, jafnvel svo mikið að hann endar í veikindum. Það að veikindadagar og veikindaleyfi kennara hafi aukist, er ekki tilefni til gagnrýni heldur enn ein vísbending um að aðgerða sé þörf áður en vandinn vex okkur yfir höfuð. Ég veit ekki hversu oft ég hef séð kennara mæta veika til vinnu af því þeir hafa ekki samvisku til að vera heima, því „börnin þeirra“ þurfa á þeim að halda. „Æi, það er próf í næstu viku og þetta er síðasti tíminn fyrir það.“ Eða „Það er fundur með foreldrum Palla og ég veit að það er erfitt fyrir þau að fá frí í vinnu…“ o.s. frv. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og kennarar eru að klára bensínið á tanknum, enda er ekki eins og nokkur þakki þeim álagið og samviskusemina. Launin þeirra duga varla til framfærslu og öllu sem þeim var lofað árið 2016 þegar lífeyrisréttindi þeirra voru skert, svo sem um jöfnun launa á móti, hefur verið svikið. Og til þess að bæta gráu ofan á svart, sitja þeir undir stöðugri gagnrýni frá stjórnvöldum og VIÐSKIPTARÁÐI sem nákvæmlega ekkert veit um skólamál, en er samt dregið inn í stúdíó í fréttatímum til að tjá sig um um bullið sem frá þeim kemur og lítillækka störf kennara. PISA og samræmd próf Samræmd próf eða PISA eru mælikvarðar, ekkert annað. Að ræða þau sem „lausn“ við vanda skólanna er eins og að halda að hitamælir lækni flensu. Annað er það að þessi próf mæla mjög afmarkaða þætti af hæfileikum nemenda. Þau sem blómstra í listgreinum eða íþróttum, eða búa t.d. yfir miklum samskipta- eða leiðtogahæfileikum, koma ekkert endilega vel út í PISA. Margir kannast við myndina af dýrunum sem standa fyrir framan kennarann sem segir þeim að allir eigi að taka sama prófið til að sanna hæfni sína og klifra upp í tré Apinn skaraði algjörlega fram úr og fékk 10, en fíllinn, selurinn, hundurinn og mörgæsin, féllu öll á prófinu. Með þessu er ég ekki að segja að ekkert eigi að mæla nemendur, en það sem PISA prófinn sýna okkur fram á er að breytinga sé þörf og að styðja þurfi betur við kennara. Þeir eru komnir að þolmörkum og hafa allt of lengi þurft að bjarga því sem hægt hefur verið að bjarga, oft við mjög erfiðar aðstæður. Þeir verðskulda þakkir samfélagsins og Viðskiptaráð, borgarstjórinn í Reykjavík og aðrir sem hafa algjörlega brugðist skyldum sínum gagnvart skólum landsins, kennurum og menntun barnanna okkar, eiga að skammast sín og biðja þá afsökunar. Það væri gaman að sjá hvort „straujuð ímynd“ Viðskiptaráðs væri svo slétt og felld eftir að hafa haldið utan um einn umsjónarbekk í eina viku, eða tekið að sér faggreinakennslu í unglingadeild. Ég efast um að nokkurt þeirra myndi lifa af viku í þessu starfi, hvað þá mánuð, en það væri gaman að sjá þau reyna. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun