Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2024 10:55 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að ekki sé hægt að sjá fyrir hversu lengi þessar skerðingar muni standa yfir, en reikna megi með að það verði fram á næsta vor. Þá segir að Landsvirkjun hafi hvatt stórnotendur til að draga úr álagi og skoða mögulega endursölu á rafmagni í þeim tilgangi. Tekið er fram að einungis sé verið að skerða orku sem Landsvirkjun og viðskiptavinir hennar hafa samið um að sé „skerðanleg“ þegar staða miðlunarlóna er lág. „Þetta eru sambærilegar aðgerðir og gripið var til í skerðingum fyrr á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. Ástæðan er sögð vera, nú sem fyrr, slæm staða miðlunarlóna. „Þórisvatn var langt frá því að fyllast í haust og niðurdráttur lónsins hefur verið mjög eindreginn. Sumarið var þurrt og kalt á hálendinu og bráðnun jökla lítil. Á sama tíma hefur staðið yfir stöðugur flutningur raforku frá Norður- og Austurlandi til suðurs í þeim tilgangi að jafna miðlunarstöðu milli landshluta. Vegna takmarkana í flutningskerfi Landsnets var ekki gripið til skerðinga fyrir norðan og austan fyrr en nú.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu sagði að skerðingin á norður- og austurhluta landsins myndi hefjast í dag, en hún gerir það eftir mánuð. Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að ekki sé hægt að sjá fyrir hversu lengi þessar skerðingar muni standa yfir, en reikna megi með að það verði fram á næsta vor. Þá segir að Landsvirkjun hafi hvatt stórnotendur til að draga úr álagi og skoða mögulega endursölu á rafmagni í þeim tilgangi. Tekið er fram að einungis sé verið að skerða orku sem Landsvirkjun og viðskiptavinir hennar hafa samið um að sé „skerðanleg“ þegar staða miðlunarlóna er lág. „Þetta eru sambærilegar aðgerðir og gripið var til í skerðingum fyrr á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. Ástæðan er sögð vera, nú sem fyrr, slæm staða miðlunarlóna. „Þórisvatn var langt frá því að fyllast í haust og niðurdráttur lónsins hefur verið mjög eindreginn. Sumarið var þurrt og kalt á hálendinu og bráðnun jökla lítil. Á sama tíma hefur staðið yfir stöðugur flutningur raforku frá Norður- og Austurlandi til suðurs í þeim tilgangi að jafna miðlunarstöðu milli landshluta. Vegna takmarkana í flutningskerfi Landsnets var ekki gripið til skerðinga fyrir norðan og austan fyrr en nú.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu sagði að skerðingin á norður- og austurhluta landsins myndi hefjast í dag, en hún gerir það eftir mánuð.
Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun