Óhæfur leiðtogi? Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 28. október 2024 06:45 Það er áhugavert að lesa einkaskilaboð Kristrúnar og umræðuna um tilvist Dags B. Eggertssonar á lista Samfylkingarinnar. Kristrún Frostadóttir lýsir þarna yfir vantrausti á meðlim á sínum eigin lista. Í raun lýsir hún því þar með yfir að fólkið sem gengur með henni í hennar baráttu og á að aðstoða hana við að vinna að „verkefninu“ sé óhæft til þess. Mér finnst ótrúlegt að leiðtogi vinsælustu stjórnmálahreyfingar landsins sé tilbúin til þess að ráðast á meðlim innan sinnar eigin hreyfingar með því að tala um hann eins og fulla frændann í matarboðinu sem má ekki skilja út undan. Kristrún hefur hér með lýst því yfir að hún sé full fær til þess að leysa öll vandamál íslenska lýðveldisins án utanaðkomandi aðstoðar. Og að fólkið sem situr á lista með henni sé ekkert annað en fylgihlutir sem hún hyggst skreyta alþingissalinn með til þess að tryggja að hún fái andrými til þess að leysa vandamál þjóðarinnar með skattahækkunum og stórauknum ríkisútgjöldum. Kristrún hefur hér með sýnt hver sé hennar raunverulegi karakter. Hún er ekki leiðtogi heldur stjórnandi sem er ekki tilbúin til að verja fólkið sitt heldur velur frekar að henda því undir rútuna þegar á móti blæs. Aldrei hefði mér dottið í hug að andlegur leiðtogi jafnaðarstefnunnar myndi kasta einum af lærisveinum sínum undir rútuna til að tryggja eigin frama. Það er þó auðvelt að skilja hennar afstöðu í garð Dags B. Eggertssonar því að flest deilum við henni. Það er enginn sem hvorki vill né getur varið hans störf í borgarstjórn. En það sem er áhugaverðast í þessu öllu saman er að þeirra nálgun á opinberan rekstur er ekki svo ólík. Bæði tvö vilja leita „nýrra“ leiða til að afla tekna fyrir hið opinbera. Bæði tvö telja sig vera að leiða byltingarkennda baráttu gegn íhaldinu í von um að skapa einskonar ríkisstýrða paradís sem fjármagna á með annarra manna fé. Það er nefnilega þannig að margir eru ósáttir við það sem birtist í speglinum. Ég er ekki tilbúinn til þess að veita þeirri manneskju umboð til þess að leiða þjóðina sem virðist ófær um að leiða sinn eigin flokk. Alvöru leiðtogi tekur upp hanskann fyrir sitt fólk eða að minnsta kosti baktalar það ekki þegar einhver lýsir yfir óhamingju með það. Ef niðurstöður kannana verða að veruleika þá er ekki lengur nóg að flýja borgina til að komast undan Dags-birtunni. Höfundur er stjórnarmeðlimur SUS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að lesa einkaskilaboð Kristrúnar og umræðuna um tilvist Dags B. Eggertssonar á lista Samfylkingarinnar. Kristrún Frostadóttir lýsir þarna yfir vantrausti á meðlim á sínum eigin lista. Í raun lýsir hún því þar með yfir að fólkið sem gengur með henni í hennar baráttu og á að aðstoða hana við að vinna að „verkefninu“ sé óhæft til þess. Mér finnst ótrúlegt að leiðtogi vinsælustu stjórnmálahreyfingar landsins sé tilbúin til þess að ráðast á meðlim innan sinnar eigin hreyfingar með því að tala um hann eins og fulla frændann í matarboðinu sem má ekki skilja út undan. Kristrún hefur hér með lýst því yfir að hún sé full fær til þess að leysa öll vandamál íslenska lýðveldisins án utanaðkomandi aðstoðar. Og að fólkið sem situr á lista með henni sé ekkert annað en fylgihlutir sem hún hyggst skreyta alþingissalinn með til þess að tryggja að hún fái andrými til þess að leysa vandamál þjóðarinnar með skattahækkunum og stórauknum ríkisútgjöldum. Kristrún hefur hér með sýnt hver sé hennar raunverulegi karakter. Hún er ekki leiðtogi heldur stjórnandi sem er ekki tilbúin til að verja fólkið sitt heldur velur frekar að henda því undir rútuna þegar á móti blæs. Aldrei hefði mér dottið í hug að andlegur leiðtogi jafnaðarstefnunnar myndi kasta einum af lærisveinum sínum undir rútuna til að tryggja eigin frama. Það er þó auðvelt að skilja hennar afstöðu í garð Dags B. Eggertssonar því að flest deilum við henni. Það er enginn sem hvorki vill né getur varið hans störf í borgarstjórn. En það sem er áhugaverðast í þessu öllu saman er að þeirra nálgun á opinberan rekstur er ekki svo ólík. Bæði tvö vilja leita „nýrra“ leiða til að afla tekna fyrir hið opinbera. Bæði tvö telja sig vera að leiða byltingarkennda baráttu gegn íhaldinu í von um að skapa einskonar ríkisstýrða paradís sem fjármagna á með annarra manna fé. Það er nefnilega þannig að margir eru ósáttir við það sem birtist í speglinum. Ég er ekki tilbúinn til þess að veita þeirri manneskju umboð til þess að leiða þjóðina sem virðist ófær um að leiða sinn eigin flokk. Alvöru leiðtogi tekur upp hanskann fyrir sitt fólk eða að minnsta kosti baktalar það ekki þegar einhver lýsir yfir óhamingju með það. Ef niðurstöður kannana verða að veruleika þá er ekki lengur nóg að flýja borgina til að komast undan Dags-birtunni. Höfundur er stjórnarmeðlimur SUS
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun