Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Jón Þór Stefánsson skrifar 30. október 2024 16:24 Slysið átti sér stað í rennibraut við kastala í Húsdýragarðinum í Laugardal. Vísir/Vilhelm Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómnum kemur fram að þann 28. desember hafi konan farið ásamt barnsföður sínum og dóttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þau hafi verið við leik í leikkastala þar sem dóttir hennar vildi renna sér niður rennibraut. Konan hafi því ákveðið að renna sér á undan til að taka á móti dótturinni. Tókst á loft og skall niður Umrædd rennibraut er brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og að lokum aftur aflíðandi þegar hún endar. Þá hafi hún verið mjög blaut á þessum tímapunkti. Konan hafi runnið hraðar en hún ætlaði sér, tekist á loft á miðri leið og skollið harkalega niður afur. Hún fann strax fyrir verkjum frá mjóbaki og upp í hrygginn og var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans. Þar kom í ljós að hún hlaut samfallsbrot á brjósthryggjarbol. Vegna þessa er hún sögð hafa hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins, og verið metin með 16 prósent varanlega örorku. Rakti slysið til saknæmrar háttsemi Að mati konunar mátti rekja slysið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hún sagði til að mynda að merkingar hefðu verið í ólagi. Tryggingafélagið VÍS hafnaði bótaskyldu. Konan skaut því til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Hún sætti sig ekki við þá niðurstöðu og höfðaði mál. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að rekja slysið til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi starfsmanna borgarinnar. Í dómnum segir að það sé ekki rétt að merkingum hafi verið ábótavant. Merkingar hafi verið á leiktækinu sem gáfu til kynna að það væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. Hún hefði því getað gefið sér að það væri ætlað börnum en ekki fullorðnum. Allra veðra von á Íslandi Konan hafði einnig talað um að starfsmenn borgarinnar hefðu átt að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, eða loka henni vegna veðuraðstæðna. Í dómnum segir að hún hefði mátt vita að „á Íslandi er allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát.“ Að mati dómsins verður ekki annað séð af gögnum málsins nema að fyllsta öryggis hafi verið gætt eins og kostur var að teknu tilliti til aðstæðna. Einnig hafi umrætt leiktæki uppfyllt kröfur íslenskra laga um aðbúnað og öryggi. Því var tjón konunnar rekið til óhappatilviljunar þar sem engum er kennt um. Því var Reykjavíkurborg og VÍS sýknuð í málinu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dómsmál Tryggingar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Í dómnum kemur fram að þann 28. desember hafi konan farið ásamt barnsföður sínum og dóttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þau hafi verið við leik í leikkastala þar sem dóttir hennar vildi renna sér niður rennibraut. Konan hafi því ákveðið að renna sér á undan til að taka á móti dótturinni. Tókst á loft og skall niður Umrædd rennibraut er brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og að lokum aftur aflíðandi þegar hún endar. Þá hafi hún verið mjög blaut á þessum tímapunkti. Konan hafi runnið hraðar en hún ætlaði sér, tekist á loft á miðri leið og skollið harkalega niður afur. Hún fann strax fyrir verkjum frá mjóbaki og upp í hrygginn og var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans. Þar kom í ljós að hún hlaut samfallsbrot á brjósthryggjarbol. Vegna þessa er hún sögð hafa hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins, og verið metin með 16 prósent varanlega örorku. Rakti slysið til saknæmrar háttsemi Að mati konunar mátti rekja slysið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hún sagði til að mynda að merkingar hefðu verið í ólagi. Tryggingafélagið VÍS hafnaði bótaskyldu. Konan skaut því til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Hún sætti sig ekki við þá niðurstöðu og höfðaði mál. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að rekja slysið til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi starfsmanna borgarinnar. Í dómnum segir að það sé ekki rétt að merkingum hafi verið ábótavant. Merkingar hafi verið á leiktækinu sem gáfu til kynna að það væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. Hún hefði því getað gefið sér að það væri ætlað börnum en ekki fullorðnum. Allra veðra von á Íslandi Konan hafði einnig talað um að starfsmenn borgarinnar hefðu átt að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, eða loka henni vegna veðuraðstæðna. Í dómnum segir að hún hefði mátt vita að „á Íslandi er allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát.“ Að mati dómsins verður ekki annað séð af gögnum málsins nema að fyllsta öryggis hafi verið gætt eins og kostur var að teknu tilliti til aðstæðna. Einnig hafi umrætt leiktæki uppfyllt kröfur íslenskra laga um aðbúnað og öryggi. Því var tjón konunnar rekið til óhappatilviljunar þar sem engum er kennt um. Því var Reykjavíkurborg og VÍS sýknuð í málinu.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dómsmál Tryggingar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira