Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar 31. október 2024 08:32 Ég var afar stolt af Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ eftir Kastljósþátt mánudagsins, þar sem hann leiðrétti af stakri ró og þolinmæði rangfærslur Ingu Rúnar, formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga Inga benti á að til að hækka í launum gætu kennarar bara kennt meira, en hún virðist halda að kennarar stimpli sig inn kl. 8:30 og út rétt fyrir hálfþrjú. En við gerum mun meira en bara að mæta í kennslu Inga Rún, þú talar um að við séum sérfræðingar á okkar sviði, en við þurfum að undirbúa okkur fyrir kennslu, fara yfir verkefni, búa til próf, búa til verkefni, passa upp á að verkefnin henti fjölbreyttum nemendahópum, stunda reglulegt námsmat, svo fátt eitt sé nefnt. Svo eru reglulegir fundir með nemendum og foreldrum, teymisfundir með foreldrum og sérfræðingum, teymisfundir einungis með sérfræðingum. Allt gert til þess að mæta hverjum og einum, því við erum með einstaklingsmiðað nám þar sem allir eiga rétt á námi og að þeirra þörfum sé sinnt og styrkleikum sé mætt. Að sérhver nemandi fái að njóta sín í námi. Ég kenni 26 tíma á viku og oft meira, ég sinni fundum á milli kennslu og eftir kennslu, ég sinni öllu öðru eftir kennslu og eins margir hafa talað um þá er ég að búa til verkefni, skapandi og áhugaverð verkefni, í frítíma mínum, á kvöldin, um helgar eða jafnvel í flugvélinni á meðan aðrir loka augum og slaka á. Svo þarf að ígrunda kennsluna, hvað virkar og hvað ekki, hverju ég þarf að breyta og hvað passar, því þótt að ein leið passi fyrir einn hóp, þá þarf ekki að vera að sama leiðin passi fyrir næsta hóp. Ígrundunin fer oft fram eftir kennslu og er mjög mikilvæg því hún kemur í veg fyrir að ég staðni í starfi, hún hjálpar kennara að vera gagnrýninn á sig sjálfan og finna leiðir sem gætu passað betur. Ég þarf að hugsa um alla nemendur óðháð fötlun, trú, þjóðerni og samfélagsstöðu, allir eiga að vera jafnir í kennslustofunni, námið þarf að ná til allra. Og það er í mínum verkahring að sjá til þess að allir hafi tækifæri til þess að blómsta, læra og njóta sín í námi. Því þarf ég að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gera verkefnin áhugaverð, nota tækni sem hentar hverjum og einum. Í bekk geta verið allt að 25 nemendur, 6 – 7 nemendur með fatlanir eða skerðingar að einhverju tagi, erlendir nemendur kannski 2 – 4 hið minnsta, sem fá kannski að mesta lagi 40 mínútur á dag í íslenskuveri og ef þú ert heppin þá færðu aðstoð inn í bekk en það eru alls ekki allir sem fá stuðning inn í bekk. Eftir allt hér að ofan hef ég samt enn ekki minnst á að kennarar þurfa sífellt að vera í endurmenntun, til þess að læra nýjar kennsluleiðir, skoða fræðin og læra á nýjar tækninýjungar svo að þeir geti miðlað og kennt nemendum það sem nýjast er og eflt nemendur í vinnu og lærdómi. Í þessari grein hef ég kallað mig kennara en það er ekki alls kostar rétt, ég er ennþá leiðbeinandi en mun öðlast kennsluréttindi um áramótin eftir viðbótarnám. Við það munu launin mín hækka en satt best að segja mun hækkunin ekki nema miklu og því eru margir í minni stöðu sem sjá ekki sinn hag í að bæta við sig kennsluréttinum þar sem hækkunin er svo lítil. En þá verð ég komin með sex ára háskólanám, búin að sérhæfa mig í kennslu barna á einhverfurófi og með ýmsar aðrar skyldar raskanir eða fatlanir og vil að horft sé til minnar sérþekkingu og að ég fái laun samkvæmt því. Inga Rún, ég þarf ekki að bæta við meiri kennsluskyldu, ég er ekki löt því ég legg mig alla fram svo að allir nemendur fái að njóta sín í námi og að hver er einn sé metinn út frá sínum styrkleikum. Inga Rún og aðrir sem sitja við samningsborðið, ég á rétt á samkeppnishæfum launum samkvæmt minni sérfræðiþekkingu. Höfundur er bara leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Ég var afar stolt af Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ eftir Kastljósþátt mánudagsins, þar sem hann leiðrétti af stakri ró og þolinmæði rangfærslur Ingu Rúnar, formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga Inga benti á að til að hækka í launum gætu kennarar bara kennt meira, en hún virðist halda að kennarar stimpli sig inn kl. 8:30 og út rétt fyrir hálfþrjú. En við gerum mun meira en bara að mæta í kennslu Inga Rún, þú talar um að við séum sérfræðingar á okkar sviði, en við þurfum að undirbúa okkur fyrir kennslu, fara yfir verkefni, búa til próf, búa til verkefni, passa upp á að verkefnin henti fjölbreyttum nemendahópum, stunda reglulegt námsmat, svo fátt eitt sé nefnt. Svo eru reglulegir fundir með nemendum og foreldrum, teymisfundir með foreldrum og sérfræðingum, teymisfundir einungis með sérfræðingum. Allt gert til þess að mæta hverjum og einum, því við erum með einstaklingsmiðað nám þar sem allir eiga rétt á námi og að þeirra þörfum sé sinnt og styrkleikum sé mætt. Að sérhver nemandi fái að njóta sín í námi. Ég kenni 26 tíma á viku og oft meira, ég sinni fundum á milli kennslu og eftir kennslu, ég sinni öllu öðru eftir kennslu og eins margir hafa talað um þá er ég að búa til verkefni, skapandi og áhugaverð verkefni, í frítíma mínum, á kvöldin, um helgar eða jafnvel í flugvélinni á meðan aðrir loka augum og slaka á. Svo þarf að ígrunda kennsluna, hvað virkar og hvað ekki, hverju ég þarf að breyta og hvað passar, því þótt að ein leið passi fyrir einn hóp, þá þarf ekki að vera að sama leiðin passi fyrir næsta hóp. Ígrundunin fer oft fram eftir kennslu og er mjög mikilvæg því hún kemur í veg fyrir að ég staðni í starfi, hún hjálpar kennara að vera gagnrýninn á sig sjálfan og finna leiðir sem gætu passað betur. Ég þarf að hugsa um alla nemendur óðháð fötlun, trú, þjóðerni og samfélagsstöðu, allir eiga að vera jafnir í kennslustofunni, námið þarf að ná til allra. Og það er í mínum verkahring að sjá til þess að allir hafi tækifæri til þess að blómsta, læra og njóta sín í námi. Því þarf ég að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gera verkefnin áhugaverð, nota tækni sem hentar hverjum og einum. Í bekk geta verið allt að 25 nemendur, 6 – 7 nemendur með fatlanir eða skerðingar að einhverju tagi, erlendir nemendur kannski 2 – 4 hið minnsta, sem fá kannski að mesta lagi 40 mínútur á dag í íslenskuveri og ef þú ert heppin þá færðu aðstoð inn í bekk en það eru alls ekki allir sem fá stuðning inn í bekk. Eftir allt hér að ofan hef ég samt enn ekki minnst á að kennarar þurfa sífellt að vera í endurmenntun, til þess að læra nýjar kennsluleiðir, skoða fræðin og læra á nýjar tækninýjungar svo að þeir geti miðlað og kennt nemendum það sem nýjast er og eflt nemendur í vinnu og lærdómi. Í þessari grein hef ég kallað mig kennara en það er ekki alls kostar rétt, ég er ennþá leiðbeinandi en mun öðlast kennsluréttindi um áramótin eftir viðbótarnám. Við það munu launin mín hækka en satt best að segja mun hækkunin ekki nema miklu og því eru margir í minni stöðu sem sjá ekki sinn hag í að bæta við sig kennsluréttinum þar sem hækkunin er svo lítil. En þá verð ég komin með sex ára háskólanám, búin að sérhæfa mig í kennslu barna á einhverfurófi og með ýmsar aðrar skyldar raskanir eða fatlanir og vil að horft sé til minnar sérþekkingu og að ég fái laun samkvæmt því. Inga Rún, ég þarf ekki að bæta við meiri kennsluskyldu, ég er ekki löt því ég legg mig alla fram svo að allir nemendur fái að njóta sín í námi og að hver er einn sé metinn út frá sínum styrkleikum. Inga Rún og aðrir sem sitja við samningsborðið, ég á rétt á samkeppnishæfum launum samkvæmt minni sérfræðiþekkingu. Höfundur er bara leiðbeinandi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun