Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar. Haldið er fram fullum fetum að ráðherra sé óheimilt að veita leyfið þar sem hann situr í starfsstjórn og að bíða verði með úrlausn málsins fram yfir kosningar. Slíkar fullyrðingar eru aftur á móti úr lausu lofti gripnar og ekki í samræmi við skyldur ráðherra samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Hvað mega starfsstjórnir gera? Lagalegar heimildir starfsstjórna eru að öllu leyti þær sömu og „venjulegra“ ríkisstjórna. Í framkvæmd eru þó áhrif starfsstjórna takmarkaðri þar sem þær njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna og geta því ekki keyrt frumvörp í gegnum þingið í krafti þingmeirihluta. Þó hafa ýmsir fræðimenn talið að ekki sé bragur á því að starfsstjórnir taki stefnumarkandi pólitískar ákvarðanir í ljósi stöðu sinnar. Almenn sátt hefur hins vegar verið um að ráðherrum í starfsstjórn sé skylt að taka ákvarðanir um daglegan rekstur sem og allar lögbundnar ákvarðanir, s.s. um ráðningu í störf og veitingu leyfa. Er veiting leyfis til hvalveiða pólitísk ákvörðun? Svarið er einfalt, nei. Margir hafa þó keppst við að skilgreina afgreiðslu á umsókn Hvals hf. sem hápólitíska ákvörðun sem ekki sé við hæfi að sé tekin af ráðherra í starfsstjórn. Í þeirri fullyrðingu felst mikill misskilningur á skyldum stjórnvalda og eðli leyfisveitinga. Það er umhugsunarvert, og um leið áhyggjuefni, að sumir þeirra sem hafa tjáð sig með þessum hætti hafa starfað í ráðuneytum eða jafnvel setið sem ráðherrar. Í augum þeirra virðast skilin á milli pólitík og stjórnsýslu óskýr eða jafnvel engin. Hið rétta er að útgáfa leyfa er stjórnvaldsákvörðun og um þær gilda stjórnsýslulög. Þegar svo ber við er óheimilt að byggja niðurstöðuna á pólitískum skoðunum. Ráðherra er einfaldlega skylt að veita leyfið ef öll skilyrði laga og reglna eru uppfyllt. Þó enginn ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Hval hf. verði veitt leyfi eður ei verður að telja líklegt að af því verði, enda hefur fyrirtækið margoft verið talið uppfylla skilyrði laga og hlotið veiðileyfi. Ráðherrar sem hafa sérstaka óbeit á starfsemi fyrirtækisins hafa m.a.s. talið sér skylt samkvæmt lögum að veita því leyfi. Ráðherra skylt að taka afstöðu til umsóknar án tafar Hátt glymur einnig í þeim sem býsnast yfir því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar og telja að ekkert liggi á við afgreiðslu málsins. Rétt sé að láta umsókn Hvals hf. sitja upp á hillu að minnsta kosti fram yfir kosningar, helst um ókomna tíð. Slíkt sinnuleysi stjórnvalda brýtur hins vegar í bága við málshraðareglu stjórnsýslulaga, sem kveður skýrt fyrir um að ákvarðanir í málum skulu teknar „svo fljótt sem unnt er“. Það er þannig einfaldlega ekki í boði að tefja meðferð málsins vísvitandi fram yfir kosningar. Ef unnt er að afgreiða umsóknina fyrir kosningar þá er ráðherra skylt að gera það. Pólitísk afskipti í stað faglegra vinnubragða Upphlaup ýmissa stjórnmálamanna vegna lögbundinna stjórnsýslumála vekur eðlilega furðu. Því miður virðast margir á þeirri skoðun að pólitík eigi að ráða för þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um réttindi og skyldur manna, fremur en lögin. Jafnvel þótt umboðsmaður Alþingis hafi nýlega gert alvarlegar athugasemdir við slík sjónarmið. Rétt er að ítreka að leyfisveitingar, líkt og sú sem hér um ræðir, er verkefni framkvæmdarvaldsins og fer niðurstaða slíkra mála eftir lögum. Óskir, eða hótanir, stjórnmálamanna um að kalla saman Alþingi verði Hval hf. veitt leyfi þjóna engum tilgangi. Umræður á Alþingi eða niðurstöður starfshóps breyta nefnilega engu um niðurstöðu málsins. Einfalt mál Ferli umsóknar um hvalveiðileyfi er hvorki pólitískt né flókið. Það eitt að stjórnmálamenn sýni tilteknum leyfisveitingum stjórnvalda áhuga gerir það ekki að verkum að ákvörðunin sé pólitísk. Um leyfi til hvalveiða gilda nákvæmlega sömu reglur og um allar aðrar leyfisveitingar hins opinbera. Ráðherra er því skylt að afgreiða umsókn Hvals hf. eins fljótt og unnt er. Ef umsóknin uppfyllir skilyrði laga þá ber ráðherra að veita leyfið. Nauðsynlegt er að hægt sé að treysta stjórnvöldum til þess að taka ákvarðanir í samræmi við lög og reglur. Að sama skapi verður að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum til þess að hafa ekki pólitísk afskipti af slíkum ákvörðunum. Því er mikilvægt að ábyrgir einstaklingar, sem bera virðingu fyrir lögum og reglum, sitji á Alþingi og í embættum ráðherra. Komandi kosningar munu skera úr um hvort svo verði. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar. Haldið er fram fullum fetum að ráðherra sé óheimilt að veita leyfið þar sem hann situr í starfsstjórn og að bíða verði með úrlausn málsins fram yfir kosningar. Slíkar fullyrðingar eru aftur á móti úr lausu lofti gripnar og ekki í samræmi við skyldur ráðherra samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Hvað mega starfsstjórnir gera? Lagalegar heimildir starfsstjórna eru að öllu leyti þær sömu og „venjulegra“ ríkisstjórna. Í framkvæmd eru þó áhrif starfsstjórna takmarkaðri þar sem þær njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna og geta því ekki keyrt frumvörp í gegnum þingið í krafti þingmeirihluta. Þó hafa ýmsir fræðimenn talið að ekki sé bragur á því að starfsstjórnir taki stefnumarkandi pólitískar ákvarðanir í ljósi stöðu sinnar. Almenn sátt hefur hins vegar verið um að ráðherrum í starfsstjórn sé skylt að taka ákvarðanir um daglegan rekstur sem og allar lögbundnar ákvarðanir, s.s. um ráðningu í störf og veitingu leyfa. Er veiting leyfis til hvalveiða pólitísk ákvörðun? Svarið er einfalt, nei. Margir hafa þó keppst við að skilgreina afgreiðslu á umsókn Hvals hf. sem hápólitíska ákvörðun sem ekki sé við hæfi að sé tekin af ráðherra í starfsstjórn. Í þeirri fullyrðingu felst mikill misskilningur á skyldum stjórnvalda og eðli leyfisveitinga. Það er umhugsunarvert, og um leið áhyggjuefni, að sumir þeirra sem hafa tjáð sig með þessum hætti hafa starfað í ráðuneytum eða jafnvel setið sem ráðherrar. Í augum þeirra virðast skilin á milli pólitík og stjórnsýslu óskýr eða jafnvel engin. Hið rétta er að útgáfa leyfa er stjórnvaldsákvörðun og um þær gilda stjórnsýslulög. Þegar svo ber við er óheimilt að byggja niðurstöðuna á pólitískum skoðunum. Ráðherra er einfaldlega skylt að veita leyfið ef öll skilyrði laga og reglna eru uppfyllt. Þó enginn ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Hval hf. verði veitt leyfi eður ei verður að telja líklegt að af því verði, enda hefur fyrirtækið margoft verið talið uppfylla skilyrði laga og hlotið veiðileyfi. Ráðherrar sem hafa sérstaka óbeit á starfsemi fyrirtækisins hafa m.a.s. talið sér skylt samkvæmt lögum að veita því leyfi. Ráðherra skylt að taka afstöðu til umsóknar án tafar Hátt glymur einnig í þeim sem býsnast yfir því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar og telja að ekkert liggi á við afgreiðslu málsins. Rétt sé að láta umsókn Hvals hf. sitja upp á hillu að minnsta kosti fram yfir kosningar, helst um ókomna tíð. Slíkt sinnuleysi stjórnvalda brýtur hins vegar í bága við málshraðareglu stjórnsýslulaga, sem kveður skýrt fyrir um að ákvarðanir í málum skulu teknar „svo fljótt sem unnt er“. Það er þannig einfaldlega ekki í boði að tefja meðferð málsins vísvitandi fram yfir kosningar. Ef unnt er að afgreiða umsóknina fyrir kosningar þá er ráðherra skylt að gera það. Pólitísk afskipti í stað faglegra vinnubragða Upphlaup ýmissa stjórnmálamanna vegna lögbundinna stjórnsýslumála vekur eðlilega furðu. Því miður virðast margir á þeirri skoðun að pólitík eigi að ráða för þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um réttindi og skyldur manna, fremur en lögin. Jafnvel þótt umboðsmaður Alþingis hafi nýlega gert alvarlegar athugasemdir við slík sjónarmið. Rétt er að ítreka að leyfisveitingar, líkt og sú sem hér um ræðir, er verkefni framkvæmdarvaldsins og fer niðurstaða slíkra mála eftir lögum. Óskir, eða hótanir, stjórnmálamanna um að kalla saman Alþingi verði Hval hf. veitt leyfi þjóna engum tilgangi. Umræður á Alþingi eða niðurstöður starfshóps breyta nefnilega engu um niðurstöðu málsins. Einfalt mál Ferli umsóknar um hvalveiðileyfi er hvorki pólitískt né flókið. Það eitt að stjórnmálamenn sýni tilteknum leyfisveitingum stjórnvalda áhuga gerir það ekki að verkum að ákvörðunin sé pólitísk. Um leyfi til hvalveiða gilda nákvæmlega sömu reglur og um allar aðrar leyfisveitingar hins opinbera. Ráðherra er því skylt að afgreiða umsókn Hvals hf. eins fljótt og unnt er. Ef umsóknin uppfyllir skilyrði laga þá ber ráðherra að veita leyfið. Nauðsynlegt er að hægt sé að treysta stjórnvöldum til þess að taka ákvarðanir í samræmi við lög og reglur. Að sama skapi verður að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum til þess að hafa ekki pólitísk afskipti af slíkum ákvörðunum. Því er mikilvægt að ábyrgir einstaklingar, sem bera virðingu fyrir lögum og reglum, sitji á Alþingi og í embættum ráðherra. Komandi kosningar munu skera úr um hvort svo verði. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun