Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 12:58 Við undirbúning brennu á Geirsnefi. Vísir/Vilhelm Fækka á áramótabrennum í Reykjavík úr tíu í sex. Erindi þess efnis var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Þær brennur sem lagt er til að verði lagðar af eru þær sem haldnar hafa verið við Rauðavatn, í Suðurfelli , Laugardal og Skerjafirði. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Í fundargerð leggur meirihlutinn áherslu á að ekki sé verið að leggja brennurnar af, heldur fækka þeim. „Ástæður fyrir þeirri tillögu að fækka brennum úr 10 í 6 grundvallast fyrst og fremst í beiðnum frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti þar sem talin er standa ógn af þeim brennum sem hafa verið við lýði vegna mismunandi ástæðna eins og nálægðar við byggð, umferðaröryggis og neikvæðra staðbundinna umhverfisáhrifa,“ segir í fundargerð. Staðsetning fyrirhugaðra brenna um næstu áramót. Á myndina vantar staðsetningu brennunnar sem verður á Kjalarnesi.Reykjavíkurborg Þá segir að kostnaðurinn sé auk þess töluverður vegna þess að nú þarf að kaupa í brennuna en ekki nýta það sem fellur til. Þá hafi verið erfitt að manna brennurnar. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, fagnaði ákvörðuninni. Sjálfstæðismenn mótmæla Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þar sem þau sögðu áramótabrennur órjúfanlegan þátt hátíðarhalda á þessum árstíma. Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson sátu fundinn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Í fjölda hverfa Reykjavíkur á slíkt samkomuhald sér meira en aldar gamla hefð. Það hefur verið kærkomið tilefni til að hitta nágranna og ættingja á þessum tímamótum, ungum sem öldnum mikill gleðigjafi, kynslóð fram af kynslóð, og merkur þáttur í menningarsögu samfélagsins. Þær áramótabrennur sem hér er lagt til að verði aflagðar eiga sér áratuga hefð,“ segir í bókun þeirra og að ekki sé hægt að réttlæta þetta með tilvísun í manneklu eða kostnað við kaup. Brennur verða á sex stöðum um næstu áramót í Reykjavík.Reykjavíkurborg „Sú fráleita ákvörðun borgaryfirvalda að afleggja umræddar brennur án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök, er aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjumst alfarið gegn slíkum áformum,“ segir að lokum. Of nálægt byggð Í tillögu umhverfis- og skipulagssviðs er nánar farið út í breytinguna. Þar segir að þó svo að sterk hefð sé fyrir brennunum verði að taka tillit til athugasemda frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um nálægð brennanna við byggð. Þær brennur sem verða haldnar verða þá í Vesturbæ, Gufunesi, Geirsnesi, Jafnaseli, Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Tekið er þó fram að aðeins verði haldin brenna í Vesturbæ finnist staðsetning. „Allar brennur verða minni en 250 m3 og því skilgreindar sem litlar brennur. Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði,“ segir að lokum. Áramót Umhverfismál Slökkvilið Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Í fundargerð leggur meirihlutinn áherslu á að ekki sé verið að leggja brennurnar af, heldur fækka þeim. „Ástæður fyrir þeirri tillögu að fækka brennum úr 10 í 6 grundvallast fyrst og fremst í beiðnum frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti þar sem talin er standa ógn af þeim brennum sem hafa verið við lýði vegna mismunandi ástæðna eins og nálægðar við byggð, umferðaröryggis og neikvæðra staðbundinna umhverfisáhrifa,“ segir í fundargerð. Staðsetning fyrirhugaðra brenna um næstu áramót. Á myndina vantar staðsetningu brennunnar sem verður á Kjalarnesi.Reykjavíkurborg Þá segir að kostnaðurinn sé auk þess töluverður vegna þess að nú þarf að kaupa í brennuna en ekki nýta það sem fellur til. Þá hafi verið erfitt að manna brennurnar. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, fagnaði ákvörðuninni. Sjálfstæðismenn mótmæla Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þar sem þau sögðu áramótabrennur órjúfanlegan þátt hátíðarhalda á þessum árstíma. Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson sátu fundinn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Í fjölda hverfa Reykjavíkur á slíkt samkomuhald sér meira en aldar gamla hefð. Það hefur verið kærkomið tilefni til að hitta nágranna og ættingja á þessum tímamótum, ungum sem öldnum mikill gleðigjafi, kynslóð fram af kynslóð, og merkur þáttur í menningarsögu samfélagsins. Þær áramótabrennur sem hér er lagt til að verði aflagðar eiga sér áratuga hefð,“ segir í bókun þeirra og að ekki sé hægt að réttlæta þetta með tilvísun í manneklu eða kostnað við kaup. Brennur verða á sex stöðum um næstu áramót í Reykjavík.Reykjavíkurborg „Sú fráleita ákvörðun borgaryfirvalda að afleggja umræddar brennur án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök, er aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjumst alfarið gegn slíkum áformum,“ segir að lokum. Of nálægt byggð Í tillögu umhverfis- og skipulagssviðs er nánar farið út í breytinguna. Þar segir að þó svo að sterk hefð sé fyrir brennunum verði að taka tillit til athugasemda frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um nálægð brennanna við byggð. Þær brennur sem verða haldnar verða þá í Vesturbæ, Gufunesi, Geirsnesi, Jafnaseli, Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Tekið er þó fram að aðeins verði haldin brenna í Vesturbæ finnist staðsetning. „Allar brennur verða minni en 250 m3 og því skilgreindar sem litlar brennur. Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði,“ segir að lokum.
Áramót Umhverfismál Slökkvilið Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46