Í Samtalinu hjá Heimi Má á Stöð 2 í kvöld viðurkenndi Kristrún að henni hafi orðið fótaskortur á tungunni. Í Samtalinu segir hún einnig að gerbreyta þurfi áherslum í heilbrigðismálum og endurskoða bæði allt of
„Auðvitað var þetta ekki skynsamlegt. Ég held að þetta hafi bara verið ágætis inngangur hjá þér, að mér hafi orðið fótaskortur,“ sagði Kristrún þegar ummælin um Dag voru borin undir hana.

„Ég held að í þessu samhengi sé allt í lagi að viðurkenna það að mér varð á í þessu. Við höfum átt mjög góð samskipti ég og Dagur. Mér finnst skipta rosalega miklu máli að það komi fram að það stóð aldrei til að reyna að láta hann líta illa út með svona skilaboðum," sagði formaðurinn.
Hefur þú í ykkar prívat samtölum beðið hann afsökunar á þessu?
„Ég hef beðið hann afsökunar og sagði það við hann að mér þætti þetta ógeðslega leiðinlegt. Mér þykir þetta bara mjög leiðinlegt. Þetta var engan veginn ætlunin. Sum staðar hefur því verið haldið fram að þetta sé einhvers konar útspil og það er svolítið merkilegt í pólitík. Það virðist alltaf allt eiga að vera svo úthugsað. Ég er bara mannleg eins og næsti maður. Það er mikið búið að ganga á," sagði Kristrún meðal annars í Samtalinu.
Hér má sjá Samtalið með Heimi Má í heild sinni: