Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar 4. nóvember 2024 15:32 Við getum öll verið sammála um það að við viljum búa í samfélagi þar sem traust ríkir á milli þegna þess og lögreglu. Við fáum strax í grunnskóla heimsókn af lögreglunni sem fræðir börn um umferðareglur og kynnir störf sín. Börnum er kennt að treysta lögreglunni og leita til hennar þegar þau telji sig þurfa hjálp hennar. Lögreglan er til þess að halda lög og reglu í samfélaginu og við eigum að upplifa okkur örugg þar sem lögreglan er. Þó að okkur innfæddum Íslendingum hér á litla Íslandi finnist þetta flestum sjálfsagt mál er þetta ekki viðhorf ekki ríkjandi alls staðar í kringum okkur og reynsla fólks af samskiptum við lögreglu eru ekki alls staðar jákvæð. Það er vel þekkt á norðurlöndum þegar lögreglan heimsækir barnaskóla í sama tilgangi og hún gerir á Íslandi, að sum börn sem hafa ekki alltaf búið í því samfélagi, hendi sér undir borðið sitt, stjörf af hræðslu og óttast um líf sitt því að þau koma úr aðstæðum þar sem lögreglan er hreint ekki vinveitt borgurum sínum. Þau hafa ef til vill sjálf orðið fyrir ofbeldi af hendi lögreglu eða verið vitni að ofbeldi lögreglu gagnvart fjölskyldu sinni og ættingjum sem hafa jafnvel horfið eða dáið í haldi lögreglunnar í því landi sem þau koma frá. Þau börn hafa ekki nokkra ástæðu til þess að treysta lögreglunni. Þeim mun mikilvægara er það fyrir samfélagið okkar að byggja upp traust þessara barna sem og allra annarra barna gagnvart lögreglunni. Virðing er okkur ekki meðfædd. Við lærum að bera virðingu fyrir öðrum í gegnum félagsleg samskipti út frá þeim gildum sem við höfum lært. Reynsla okkar af samskiptum við aðra kennir okkur hverjum við berum virðingu fyrir og hverjum ekki og við getum ekki krafist virðingar af öðrum ef við stöndum ekki undir þeim væntingum sem gerðar eru til okkar. Við lærum einnig að treysta öðrum út frá því sem okkur er kennt bæði með orðum og gjörðum. Sjálfsmynd okkar, sýn okkar á annað fólk sem og lífið og tilveruna mótast út frá því sem við lærum í samskiptum okkar við annað fólk í samfélaginu. Hvers virði ert þú? Hvernig veistu það? Hverjir kenndu þér það og hvernig? Hvað finnst þér um aðra? Hvernig lærðir þú það? Hvernig finnst þér lífið vera? Hvernig heldur þú að framtíð þín verði? Hvað hefur kennt þér það? Svör okkar flestra við þessum spurningum snúast flest um lífsreynslu okkar, bein og óbein skilaboð frá fjölskyldum okkar og samferðafólki frá frumbernsku og í gegnum lífið. Hvað lærir barn af erlendum uppruna sem af lögreglumanni er ýtt á grúfu á jörðina, fær hné stórvaxins karlkyns lögreglumanns í bakið á meðan það liggur á grúfu á jörðinni, er handjárnað fyrir aftan bak, höndum þess lyft upp á sársaukafullan hátt fyrir aftan bak og leitt á brott frá vinum sínum á mótmælafundi? Hvað segir það barninu um hvers virði það er? Hvað hefur barnið lært um lögregluna á Íslandi? Hvað lærir það af þessu atviki um lífið og framtíð sína? Hvað höfum við lært af þessu? Hvað viljum við kenna börnum um lögregluna og hvernig ætlum við að gera það? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði og meðlimur í Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Lögreglan Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um það að við viljum búa í samfélagi þar sem traust ríkir á milli þegna þess og lögreglu. Við fáum strax í grunnskóla heimsókn af lögreglunni sem fræðir börn um umferðareglur og kynnir störf sín. Börnum er kennt að treysta lögreglunni og leita til hennar þegar þau telji sig þurfa hjálp hennar. Lögreglan er til þess að halda lög og reglu í samfélaginu og við eigum að upplifa okkur örugg þar sem lögreglan er. Þó að okkur innfæddum Íslendingum hér á litla Íslandi finnist þetta flestum sjálfsagt mál er þetta ekki viðhorf ekki ríkjandi alls staðar í kringum okkur og reynsla fólks af samskiptum við lögreglu eru ekki alls staðar jákvæð. Það er vel þekkt á norðurlöndum þegar lögreglan heimsækir barnaskóla í sama tilgangi og hún gerir á Íslandi, að sum börn sem hafa ekki alltaf búið í því samfélagi, hendi sér undir borðið sitt, stjörf af hræðslu og óttast um líf sitt því að þau koma úr aðstæðum þar sem lögreglan er hreint ekki vinveitt borgurum sínum. Þau hafa ef til vill sjálf orðið fyrir ofbeldi af hendi lögreglu eða verið vitni að ofbeldi lögreglu gagnvart fjölskyldu sinni og ættingjum sem hafa jafnvel horfið eða dáið í haldi lögreglunnar í því landi sem þau koma frá. Þau börn hafa ekki nokkra ástæðu til þess að treysta lögreglunni. Þeim mun mikilvægara er það fyrir samfélagið okkar að byggja upp traust þessara barna sem og allra annarra barna gagnvart lögreglunni. Virðing er okkur ekki meðfædd. Við lærum að bera virðingu fyrir öðrum í gegnum félagsleg samskipti út frá þeim gildum sem við höfum lært. Reynsla okkar af samskiptum við aðra kennir okkur hverjum við berum virðingu fyrir og hverjum ekki og við getum ekki krafist virðingar af öðrum ef við stöndum ekki undir þeim væntingum sem gerðar eru til okkar. Við lærum einnig að treysta öðrum út frá því sem okkur er kennt bæði með orðum og gjörðum. Sjálfsmynd okkar, sýn okkar á annað fólk sem og lífið og tilveruna mótast út frá því sem við lærum í samskiptum okkar við annað fólk í samfélaginu. Hvers virði ert þú? Hvernig veistu það? Hverjir kenndu þér það og hvernig? Hvað finnst þér um aðra? Hvernig lærðir þú það? Hvernig finnst þér lífið vera? Hvernig heldur þú að framtíð þín verði? Hvað hefur kennt þér það? Svör okkar flestra við þessum spurningum snúast flest um lífsreynslu okkar, bein og óbein skilaboð frá fjölskyldum okkar og samferðafólki frá frumbernsku og í gegnum lífið. Hvað lærir barn af erlendum uppruna sem af lögreglumanni er ýtt á grúfu á jörðina, fær hné stórvaxins karlkyns lögreglumanns í bakið á meðan það liggur á grúfu á jörðinni, er handjárnað fyrir aftan bak, höndum þess lyft upp á sársaukafullan hátt fyrir aftan bak og leitt á brott frá vinum sínum á mótmælafundi? Hvað segir það barninu um hvers virði það er? Hvað hefur barnið lært um lögregluna á Íslandi? Hvað lærir það af þessu atviki um lífið og framtíð sína? Hvað höfum við lært af þessu? Hvað viljum við kenna börnum um lögregluna og hvernig ætlum við að gera það? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði og meðlimur í Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT).
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun