Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2024 19:17 Benóný Breki fagnar eins og honum einum er lagið. Vísir/Anton Brink Benóný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildar karla í knattspyrnu á nýafstöðu tímabili, er einn eftirsóttasti biti deildarinnar sem stendur. Enska B-deildarliðið Sunderland er sagt meðal liða sem vilja fá hann í sínar raðir. Hinn 19 ára gamli Benóný Breki átti annað árið í röð mjög gott tímabil með KR. Bæði árin sprakk hann út undir lok sumars og nú stóð hann uppi sem markakóngur deildarinnar á nýju markameti. Ofan á það var hann valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Benóný Breki var næstum genginn í raðir sænska liðsins Gautaborgar fyrir rúmu ári síðan og hafa nokkur félög þar í landi rennt hýru auga til framherjans. Í dag greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni að nokkur lið frá Hollandi væru með Benóný Breka á óskalista sínum sem og topplið ensku B-deildarinnar. „Benoný Breki er eðlilega eftirsóttasta varan frá Íslandi, níur eru ekkert á hverju strái. Sunderland er á eftir honum, Heerenveen, Utrecht og AZ Alkmaar eru það líka,“ sagði Kristján Óli. Föstudagsfjör í Vigtinni í dag.https://t.co/TgFkwrkD1p— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 8, 2024 Eftir að hafa fallið niður í C-deild hefur Sunderland risið upp með nýjum eiganda og er nú á toppi ensku B-deildarinnar. Þetta fornfræga félag gæti því snúið aftur í ensku úrvalsdeildina áður en langt um líður. Í þann mund að skora eitt af fjölmörgum mörkum sumarsins.Vísir/Anton Brink Hvað hollensku liðin þrjú varðar þá gerði Alfreð Finnbogason það gott með Heerenveen á sínum tíma, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson hófu sinn feril hjá AZ og Kolbeinn Birgir Finnsson er í dag leikmaður Utrecht. Benóný Breki hefur til þessa skorað 30 mörk í 51 leik í efstu deild á Íslandi. Einnig hefur hann skorað fimm mörk í jafn mörgum bikarleikjum. Þessi efnilegi leikmaður hefur spilað alls 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk. Fótbolti Enski boltinn Besta deild karla Hollenski boltinn KR Íslenski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Benóný Breki átti annað árið í röð mjög gott tímabil með KR. Bæði árin sprakk hann út undir lok sumars og nú stóð hann uppi sem markakóngur deildarinnar á nýju markameti. Ofan á það var hann valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Benóný Breki var næstum genginn í raðir sænska liðsins Gautaborgar fyrir rúmu ári síðan og hafa nokkur félög þar í landi rennt hýru auga til framherjans. Í dag greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni að nokkur lið frá Hollandi væru með Benóný Breka á óskalista sínum sem og topplið ensku B-deildarinnar. „Benoný Breki er eðlilega eftirsóttasta varan frá Íslandi, níur eru ekkert á hverju strái. Sunderland er á eftir honum, Heerenveen, Utrecht og AZ Alkmaar eru það líka,“ sagði Kristján Óli. Föstudagsfjör í Vigtinni í dag.https://t.co/TgFkwrkD1p— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 8, 2024 Eftir að hafa fallið niður í C-deild hefur Sunderland risið upp með nýjum eiganda og er nú á toppi ensku B-deildarinnar. Þetta fornfræga félag gæti því snúið aftur í ensku úrvalsdeildina áður en langt um líður. Í þann mund að skora eitt af fjölmörgum mörkum sumarsins.Vísir/Anton Brink Hvað hollensku liðin þrjú varðar þá gerði Alfreð Finnbogason það gott með Heerenveen á sínum tíma, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson hófu sinn feril hjá AZ og Kolbeinn Birgir Finnsson er í dag leikmaður Utrecht. Benóný Breki hefur til þessa skorað 30 mörk í 51 leik í efstu deild á Íslandi. Einnig hefur hann skorað fimm mörk í jafn mörgum bikarleikjum. Þessi efnilegi leikmaður hefur spilað alls 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk.
Fótbolti Enski boltinn Besta deild karla Hollenski boltinn KR Íslenski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó