Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 9. nóvember 2024 10:31 Verðmæti leikskólans er ótvírætt. Leikskóli sem mannaður er fagfólki og býður börnum upp á nærandi uppeldis- og menntaumhverfi er kjöraðstæður barna. Skóli sem starfar í anda skóla fyrir öll og byggir starfsemi sína á röddum og þörfum barna. Þar eru leikskólakennarar lykilpersónur. Leikskólakennarar eru nefnilega sérfræðingar í uppeldi- og menntun barna. Þeir hafa í sínu fimm ára námi lært margvíslegar aðferðir og leiðir til að efla og styrkja margþættan þroska barna í gegn um leik og skapandi starf þar sem áhugi barna er leiðarljósið. Það er ekkert einfalt við það þegar litið er á börn sem ólíka einstaklinga með mismunandi þarfir og áhugamál eins og gert er í leikskólum. Þar er umhverfi og aðbúnaður skipulagður með þarfir barna í huga sem og aðferðir og leiðir sem hæfa hverju barni sem mest og best. Leikskólar eru gríðarlega mikilvægt jöfnunartæki. Þar er börnum með mismunandi félagslegan bakgrunn, börnum sem eiga íslensku sem annað mál, börnum sem eru með stoðþarfir og svo mætti áfram telja mætt á eigin forsendum. Alltaf er markmiðið að styðja við alhliða þroska og líðan svo þau upplifi sig sem hluta af hópi, að þau tilheyri og finni sig í samfélagi sem tekur örum breytingum. Leikskólar eru einnig afar mikilvægir fyrir fjölskylduvænt samfélag og jafnrétti. Þeir sjá til þess að foreldrar geti reitt sig á úrvals aðstæður barna sinna meðan þeir sjálfir sinna námi og störfum. Í erli dagsins viti þau af þeim á þroskandi stað umvafin hlýju og nærandi umhverfi góðs fagfólks. Leikskólar gera þannig foreldrum kleift að vinna úti eða vera í námi og það er gríðarlega mikilvægt kvenfrelsismál. Ég sé það daglega í mínu starfi sem leikskólastýra hve mikilvæg starfsemi leikskóla er. Foreldrar gera að sjálfsögðu kröfur á starfsemi leikskóla og það gerir starfsfólkið einnig sjálft. Það sýnir ást og umhyggju foreldra til handa barna sinna hve umhugað þeim er um starfsemi leikskóla og þá sýn að aðeins það besta sé nógu gott. Um leið skín áhugi og vilji starfsfólks í gegn um allt starf leikskólans sem stöðugt vinnur við að gera hann að mögnuðum, áhugaverðum, skemmtilegum ævintýrastað þar sem öll börn fái notið bernsku sinnar eins og best verður á kosið. Saman gerum við öll; börn, starfsfólk og foreldrar, leikskólann að þeim frábæra sem hann er. Ég er svo lánsöm að búa í sveitarfélagi þar sem fleiri afar góðir leikskólar starfa. Leikskólar sem horft er til þegar rætt er um framúrskarandi skólastarf og þar sem ríkir mikill metnaður og vilji til að gera stöðugt betur. Það er því mikilvægt að sanngjarnir samningar náist í kjaradeilu kennara svo börnin okkar allra fái áfram og enn betur notið góðra uppeldis- og menntaskilyrða innan um fagmenntað starfsfólk sem hlúir að því dýrmætasta sem við eigum. Höfundur er leikskólastýra og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Verðmæti leikskólans er ótvírætt. Leikskóli sem mannaður er fagfólki og býður börnum upp á nærandi uppeldis- og menntaumhverfi er kjöraðstæður barna. Skóli sem starfar í anda skóla fyrir öll og byggir starfsemi sína á röddum og þörfum barna. Þar eru leikskólakennarar lykilpersónur. Leikskólakennarar eru nefnilega sérfræðingar í uppeldi- og menntun barna. Þeir hafa í sínu fimm ára námi lært margvíslegar aðferðir og leiðir til að efla og styrkja margþættan þroska barna í gegn um leik og skapandi starf þar sem áhugi barna er leiðarljósið. Það er ekkert einfalt við það þegar litið er á börn sem ólíka einstaklinga með mismunandi þarfir og áhugamál eins og gert er í leikskólum. Þar er umhverfi og aðbúnaður skipulagður með þarfir barna í huga sem og aðferðir og leiðir sem hæfa hverju barni sem mest og best. Leikskólar eru gríðarlega mikilvægt jöfnunartæki. Þar er börnum með mismunandi félagslegan bakgrunn, börnum sem eiga íslensku sem annað mál, börnum sem eru með stoðþarfir og svo mætti áfram telja mætt á eigin forsendum. Alltaf er markmiðið að styðja við alhliða þroska og líðan svo þau upplifi sig sem hluta af hópi, að þau tilheyri og finni sig í samfélagi sem tekur örum breytingum. Leikskólar eru einnig afar mikilvægir fyrir fjölskylduvænt samfélag og jafnrétti. Þeir sjá til þess að foreldrar geti reitt sig á úrvals aðstæður barna sinna meðan þeir sjálfir sinna námi og störfum. Í erli dagsins viti þau af þeim á þroskandi stað umvafin hlýju og nærandi umhverfi góðs fagfólks. Leikskólar gera þannig foreldrum kleift að vinna úti eða vera í námi og það er gríðarlega mikilvægt kvenfrelsismál. Ég sé það daglega í mínu starfi sem leikskólastýra hve mikilvæg starfsemi leikskóla er. Foreldrar gera að sjálfsögðu kröfur á starfsemi leikskóla og það gerir starfsfólkið einnig sjálft. Það sýnir ást og umhyggju foreldra til handa barna sinna hve umhugað þeim er um starfsemi leikskóla og þá sýn að aðeins það besta sé nógu gott. Um leið skín áhugi og vilji starfsfólks í gegn um allt starf leikskólans sem stöðugt vinnur við að gera hann að mögnuðum, áhugaverðum, skemmtilegum ævintýrastað þar sem öll börn fái notið bernsku sinnar eins og best verður á kosið. Saman gerum við öll; börn, starfsfólk og foreldrar, leikskólann að þeim frábæra sem hann er. Ég er svo lánsöm að búa í sveitarfélagi þar sem fleiri afar góðir leikskólar starfa. Leikskólar sem horft er til þegar rætt er um framúrskarandi skólastarf og þar sem ríkir mikill metnaður og vilji til að gera stöðugt betur. Það er því mikilvægt að sanngjarnir samningar náist í kjaradeilu kennara svo börnin okkar allra fái áfram og enn betur notið góðra uppeldis- og menntaskilyrða innan um fagmenntað starfsfólk sem hlúir að því dýrmætasta sem við eigum. Höfundur er leikskólastýra og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun