Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að í rannsókninni séu skoðaðir þættir eins heilsa og vellíðan barna og ungmenna, hreyfing, depurð, verki, viðhorf til náms, álag, traust til kennara, trú á eigin getu, lestur, tungumálakunnáttu, heimilisstöðu, einmanaleika, notkun samfélagsmiðla, einelti, sjálfsskaða, notkun vímuefna, kynferðislega áreitni og kynmök. Könnunin er lögð fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk árlega og nemendur í framhaldsskólum annað hvert ár. Það var í fyrsta sinn gert í fyrra.
Könnun Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar hefur verið lögð fyrir frá skólaárinu 2021 til 2022. Auk þess að framkvæma hana meðal barna í skóla verður fjórða hvert ár framkvæmd símakönnun meðal ungs fólks utan skóla.
Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.
Á málþinginu verður gefið heildaryfirlit yfir þá fjölmörgu þætti sem spurt er um í rannsókninni en jafnframt munu fulltrúar sveitarfélaga og stofnana sem nýta ÍÆ gögnin taka þátt í pallborði. Rætt verður um þau málefni barna og ungmenna sem helst brenna á þeim sem starfa með þeim, koma að stefnumótun í málefnum þeirra eða stunda rannsóknir á þessu sviði.