Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2024 08:16 Musk er sagður einn helsti ráðgjafi Trump um þessar mundir en síðarnefndi hefur verið iðinn við tilnefningar í embætti síðustu daga. AP/Alex Brandon Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk átti fund á mánudag með sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur New York Times eftir írönskum embættismönnum. Musk hefur tekið sér stöðu sem einn helsti ráðgjafi og stuðningsmaður Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Samskiptastjóri Trump sagðist hins vegar ekki vilja tjá sig um einkafund sem hefði eða hefði ekki átt sér stað. Musk svaraði ekki fyrirspurnum NY Times um málið. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins fór fundurinn fram á leynilegum stað en hann snérist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Íran. Heimildarmennirnir segja fundinn hafa verið „jákvæðan“ og „góðar fréttir“ Musk er sagður hafa óskað eftir fundinum en sendiherrann valið fundarstaðinn. Trump var nokkuð harður í garð Íran á fyrra kjörtímabili sínu; dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamkomulaginu frá 2015, lagði auknar viðskiptaþvinganir á landið og fyrirskipaði morðið á hershöfðingjanum Qassim Suleimani. Íranir neituðu í kjölfarið að eiga nokkur samskipti við stjórn Trumps og þá kom fram í dómskjölum í síðustu viku að Íranir hefðu haft í hyggju að ráða Trump af dögum í aðdraganda forsetakosninganna. Stjórnvöld í Íran eru hins vegar sögð skoða þann möguleika að freista þess að miðla málum, þar sem Trump sé þekktur fyrir að vera áhugasamur um að ná góðum samningum. Möguglega gætu þeir samið við forsetann um afléttingu viðskiptaþvingana, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Íran Elon Musk Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Musk hefur tekið sér stöðu sem einn helsti ráðgjafi og stuðningsmaður Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Samskiptastjóri Trump sagðist hins vegar ekki vilja tjá sig um einkafund sem hefði eða hefði ekki átt sér stað. Musk svaraði ekki fyrirspurnum NY Times um málið. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins fór fundurinn fram á leynilegum stað en hann snérist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Íran. Heimildarmennirnir segja fundinn hafa verið „jákvæðan“ og „góðar fréttir“ Musk er sagður hafa óskað eftir fundinum en sendiherrann valið fundarstaðinn. Trump var nokkuð harður í garð Íran á fyrra kjörtímabili sínu; dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamkomulaginu frá 2015, lagði auknar viðskiptaþvinganir á landið og fyrirskipaði morðið á hershöfðingjanum Qassim Suleimani. Íranir neituðu í kjölfarið að eiga nokkur samskipti við stjórn Trumps og þá kom fram í dómskjölum í síðustu viku að Íranir hefðu haft í hyggju að ráða Trump af dögum í aðdraganda forsetakosninganna. Stjórnvöld í Íran eru hins vegar sögð skoða þann möguleika að freista þess að miðla málum, þar sem Trump sé þekktur fyrir að vera áhugasamur um að ná góðum samningum. Möguglega gætu þeir samið við forsetann um afléttingu viðskiptaþvingana, svo eitthvað sé nefnt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Íran Elon Musk Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira