Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar 15. nóvember 2024 11:02 Farsældarlögin snúast ekki um börnin. Lögin auka ekki réttindi barna, þau auka ekki réttindi umönnunaraðila og kerfið grípur ekki öll börn sem þurfa nauðsynlega á snemmtækri íhlutun að halda. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta hef ég meðal annars frá eftirfarandi ráðuneytum og stofnunum: Mennta- og barnamálaráðuneytið Dómsmálaráðuneytið Barna- og fjölskyldustofu(sem hefur stórt hlutverk í framkvæmd laganna) Sveitarfélögunum Reykjavík, Kópavogi og Reykjanesbæ. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (áður GEF, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar) Réttindagæslumanni fatlaðra Umboðsmanni Alþingis Umboðsmanni Barna Ríkisendurskoðun Ég hef rætt þessi mál við fagaðila og félagsmálastjóra nokkurra sveitarfélaga og þeir veita flestir þjónustu og stuðning umfram lagaskyldur. Mikilvæg lög sem snúa að farsæld barna undanskilja hóp barna og foreldra. Lögin eru: Lög um leikskóla 90/2008 Lög um grunnskóla 91/2008 Lög um stuðning við fötluð börn 38/2018 Farsældarlögin 86/2021 Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991. (Lögunum var breytt í júní 2022 eftir að félagsmálaráðuneytið fór úr höndum Framsóknarflokksins og í hendur VG) Ekkert jafnréttismat fór fram á farsældarlögunum Ekkert mat á jafnréttisáhrifum var gert á farsældarlögunum þrátt fyrir að ljóst væri að þau hefðu ólík áhrif á karla og konur. Lögin setja einstæðar mæður(einstæða foreldra) í hlutverk málstjóra gagnvart hinu foreldrinu og eykur álag í samræmi við það enda hafa foreldrar almennt ekki reynslu, þekkingu né menntun til að sinna þessu hlutverki. Það er eins og það sé ekki nóg fyrir foreldrið að eiga barn sem þarf á stuðningi að halda. Þetta er gert á sama tíma og allar rannsóknir sýna að umönnunarbyrði kvenna sé nú þegar of mikil. Sveitarfélög gerðu atlögu að foreldrum og ráðherrar aðgerðarlausir á Sagt er að foreldrar beri endanlega ábyrgð á börnum sínum. Þessu eru stjórnvöld, t.d. barna- og menntamálaráðuneytið ekki sammála. Árið 2019 og 2021 gerðu Reykjavík og Kópavogur atlögu að foreldrum og börnum með því að taka upp samskipta- og upplýsingakerfi í leik- og grunnskólum sem veitti ekki öllum umönnunaraðilum möguleika á eðlilegum samskiptum og miðlun upplýsinga. Kópavogsbær ætlaði að loka fyrir samskipti við hóp foreldra, jafnvel foreldra fatlaðra barna. Barna- og menntamálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis sáu ekkert athugavert við þetta en eftir nokkurra mánaða harða baráttu við sveitarfélögin þá hrundu foreldrar þessari atlögu. Barna- og menntamálaráðherra hefur ekki séð ástæðu til að skerpa á ákvæðum laga um samskipti leikskóla og grunnskóla við foreldra barna. Það er því enn heimilt samkvæmt lögum að loka á samskipta- og upplýsingalausnir eins og Vala.is og Mentor án fyrirvara. Uppeldisráðgjöf fyrir foreldra Árið 2019 kom í ljós að sveitarfélög töldu sig ekki mega veita öllum foreldrum barna uppeldisráðgjöf og námskeið þrátt fyrir að bæði sveitarfélög og foreldrar teldu það nauðsynlegt til að geta stutt við þroska barna. Á meðan félagsmálaráðuneytið var í höndum Framsóknarflokksins þá gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ráðuneytið fór í hendur VG að lagt var fram frumvarp sem heimilaði sveitarfélögum að veita öllum umönnunaraðilum þessi nauðsynlegu námskeið. Þessi aukni stuðningur við börn og foreldra er ekki vegna farsældarlaganna. Árangur ekki farsældarlögunum að þakka Betri líðan barna er ekki vegna farsældarlaganna heldur þrátt fyrir farsældarlögin. Sveitarfélög veita mörg hver þjónustu umfram lagaskyldur. Lögum sem veitir foreldrum betri tækifæri til að styðja við börnin sín hefur verið breytt. Orðið hefur vitundarvakning meðal sérfræðinga um nauðsyn þess að styðja við öll börn umfram lagaskyldur. Að lokum hefur orðið vitundarvakning og valdefling meðal foreldra. Í stað þess að bíða eftir því að stjórnvöld hlusti og vinni með foreldrum þá hafa foreldrar einfaldlega tekið frumkvæðið og lagt stjórnvöldum línurnar. Stjórnmálamenn og ráðherrar eru oftast áhorfendur en sjaldan eða aldrei hafa þeir leitt breytingar í þágu barna. Eitt er víst, að sá hópur sem stjórnmálamenn þakka síðast eru foreldrar en stjórnmálamenn eru fyrstir til að þakka sjálfum sér fyrir annarra störf. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Farsældarlögin snúast ekki um börnin. Lögin auka ekki réttindi barna, þau auka ekki réttindi umönnunaraðila og kerfið grípur ekki öll börn sem þurfa nauðsynlega á snemmtækri íhlutun að halda. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta hef ég meðal annars frá eftirfarandi ráðuneytum og stofnunum: Mennta- og barnamálaráðuneytið Dómsmálaráðuneytið Barna- og fjölskyldustofu(sem hefur stórt hlutverk í framkvæmd laganna) Sveitarfélögunum Reykjavík, Kópavogi og Reykjanesbæ. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (áður GEF, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar) Réttindagæslumanni fatlaðra Umboðsmanni Alþingis Umboðsmanni Barna Ríkisendurskoðun Ég hef rætt þessi mál við fagaðila og félagsmálastjóra nokkurra sveitarfélaga og þeir veita flestir þjónustu og stuðning umfram lagaskyldur. Mikilvæg lög sem snúa að farsæld barna undanskilja hóp barna og foreldra. Lögin eru: Lög um leikskóla 90/2008 Lög um grunnskóla 91/2008 Lög um stuðning við fötluð börn 38/2018 Farsældarlögin 86/2021 Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991. (Lögunum var breytt í júní 2022 eftir að félagsmálaráðuneytið fór úr höndum Framsóknarflokksins og í hendur VG) Ekkert jafnréttismat fór fram á farsældarlögunum Ekkert mat á jafnréttisáhrifum var gert á farsældarlögunum þrátt fyrir að ljóst væri að þau hefðu ólík áhrif á karla og konur. Lögin setja einstæðar mæður(einstæða foreldra) í hlutverk málstjóra gagnvart hinu foreldrinu og eykur álag í samræmi við það enda hafa foreldrar almennt ekki reynslu, þekkingu né menntun til að sinna þessu hlutverki. Það er eins og það sé ekki nóg fyrir foreldrið að eiga barn sem þarf á stuðningi að halda. Þetta er gert á sama tíma og allar rannsóknir sýna að umönnunarbyrði kvenna sé nú þegar of mikil. Sveitarfélög gerðu atlögu að foreldrum og ráðherrar aðgerðarlausir á Sagt er að foreldrar beri endanlega ábyrgð á börnum sínum. Þessu eru stjórnvöld, t.d. barna- og menntamálaráðuneytið ekki sammála. Árið 2019 og 2021 gerðu Reykjavík og Kópavogur atlögu að foreldrum og börnum með því að taka upp samskipta- og upplýsingakerfi í leik- og grunnskólum sem veitti ekki öllum umönnunaraðilum möguleika á eðlilegum samskiptum og miðlun upplýsinga. Kópavogsbær ætlaði að loka fyrir samskipti við hóp foreldra, jafnvel foreldra fatlaðra barna. Barna- og menntamálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis sáu ekkert athugavert við þetta en eftir nokkurra mánaða harða baráttu við sveitarfélögin þá hrundu foreldrar þessari atlögu. Barna- og menntamálaráðherra hefur ekki séð ástæðu til að skerpa á ákvæðum laga um samskipti leikskóla og grunnskóla við foreldra barna. Það er því enn heimilt samkvæmt lögum að loka á samskipta- og upplýsingalausnir eins og Vala.is og Mentor án fyrirvara. Uppeldisráðgjöf fyrir foreldra Árið 2019 kom í ljós að sveitarfélög töldu sig ekki mega veita öllum foreldrum barna uppeldisráðgjöf og námskeið þrátt fyrir að bæði sveitarfélög og foreldrar teldu það nauðsynlegt til að geta stutt við þroska barna. Á meðan félagsmálaráðuneytið var í höndum Framsóknarflokksins þá gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ráðuneytið fór í hendur VG að lagt var fram frumvarp sem heimilaði sveitarfélögum að veita öllum umönnunaraðilum þessi nauðsynlegu námskeið. Þessi aukni stuðningur við börn og foreldra er ekki vegna farsældarlaganna. Árangur ekki farsældarlögunum að þakka Betri líðan barna er ekki vegna farsældarlaganna heldur þrátt fyrir farsældarlögin. Sveitarfélög veita mörg hver þjónustu umfram lagaskyldur. Lögum sem veitir foreldrum betri tækifæri til að styðja við börnin sín hefur verið breytt. Orðið hefur vitundarvakning meðal sérfræðinga um nauðsyn þess að styðja við öll börn umfram lagaskyldur. Að lokum hefur orðið vitundarvakning og valdefling meðal foreldra. Í stað þess að bíða eftir því að stjórnvöld hlusti og vinni með foreldrum þá hafa foreldrar einfaldlega tekið frumkvæðið og lagt stjórnvöldum línurnar. Stjórnmálamenn og ráðherrar eru oftast áhorfendur en sjaldan eða aldrei hafa þeir leitt breytingar í þágu barna. Eitt er víst, að sá hópur sem stjórnmálamenn þakka síðast eru foreldrar en stjórnmálamenn eru fyrstir til að þakka sjálfum sér fyrir annarra störf. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun