„Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Árni Sæberg skrifar 17. nóvember 2024 07:01 Daníel Örn ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni. Vísir/Vilhelm Eiginkona læknis á sextugsaldri sem stunginn var fjórum sinnum í Lundi í Kópavogi í sumar var viss um að eiginmaður hennar myndi deyja eftir árásina. Árásarmaðurinn og öll sem urðu vitni að árásinni segja að soðið hafi upp úr vegna ágreinings um umferðarreglur á göngustígum. Þetta var meðal þess sem kom fram í aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Daníel Erni Unnarssyni á föstudag. Daníel Örn er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játar verknaðinn en hafnar heimfærslu ákæruvaldsins til refsiákvæða. Það er að segja, hann játar að hafa stungið lækninn en segist ekki hafa ætlað að ráða honum bana. Atvik málsins urðu að kvöldi í júní þegar læknirinn var á göngu ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum þeirra. Daníel Örn sagði í aðalmeðferðinni að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að stinga lækninn. Hann hefði dregið fram hníf og sveiflað honum í átt að lækninum í sjálfsvörn. Læknirinn hefði kýlt hann fast í gagnaugað í aðdraganda þess og hann hafi orðið mjög skelfdur. Tvær útgáfur um göngulag vinanna Læknirinn bar vitni á eftir Daníel Erni á föstudag. Hann lýsti aðdraganda atvika kvöldsins á keimlíkan hátt og Daníel Örn. Hann hafi verið á gangi ásamt konu sinni og vinahjónum þeirra eftir að hafa farið út að borða á veitingastað á Kársnesi. Daníel Örn sagði að vinahjónin hefðu gengið saman hlið við hlið og þannig tekið undir sig allan göngustiginn, þegar hann mætti þeim á rafhlaupahjóli. Því hefði hann rekist utan í vin læknisins, sem hafi ekki hopað eins og hann hefði búist við. Læknirinn sagði aftur á móti að hjónin hefðu gengið eftir stígnum í tvöfaldri röð. Það sögðu eiginkona hans og vinkonan einnig en vinurinn sagði sömu sögu og Daníel Örn. Hafnar því alfarið að hafa reitt fyrstur til höggs Eftir að Daníel Örn og vinurinn rákust saman virðist hafa soðið upp úr milli þeirra. Daníel Örn sagði að þeir hefðu dottið í jörðina og farið strax að munnhöggvast. Vinurinn hefði sagt að hann ætti að vera á hjólastíg frekar en göngustíg á rafhlaupahjóli. Læknirinn og önnur vitni báru aftur á móti um að Daníel Örn hefði rétt rekist utan í vininn en þó fipast á hjólinu. Hann hefði haldið áfram en hjólað aðeins út í grasbala. Þá hefði hann snúið við og komið á eftir hópnum og farið að rífast við vininn. Konurnar tvær hafi leitt vininn frá Daníel Erni á meðan læknirinn varð eftir. Hann hafi reynt að róa hann niður enda hafi hann verið ansi æstur. Læknirinn sagði að hann teldi Daníel Örn hafa verið orðinn rólegri og hann því gengið aðeins frá. Þá hafi Daníel og eiginkona vinarins farið að rífast og Daníel kallað konuna „kerlingartussu“. Hann hafi þá gengið á milli og lagt höndina á bringuna á Daníel Erni, sem hafi brugðist ókvæða við og byrjað að kýla hann í síðuna. „Ég kýli til baka kannski tvisvar. Svo verður mér litið niður og sé að hann heldur á hníf, þá átta ég mig á því að hann hafi verið að stinga mig.“ Fannst ömurlegt að maðurinn hennar væri í slagsmálum Eiginkona læknisins lýsti atvikum á sama hátt og hann. Hún hafi þó ekki séð Daníel Örn stinga manninn hennar. Hún hafi verið aðeins á undan með vininum þegar vinurinn hljóp skyndilega af stað. Hún hafi haldið að vinurinn ætlaði að halda áfram að rífast við Daníel Örn. Þegar hún sneri sér við hafi hún aftur á móti séð eiginmann sinn og Daníel Örn í áflogum, sem hún lýsti sem einhvers konar dansi, að því er virtist. „Ég hugsaði, vá hvað þetta er ömurlegt, maðurinn minn til þrjátíu ára er allt í einu kominn í slagsmál. En hallærislegt.“ Hélt að eiginmaður hennar væri að deyja Vinahjónin hafi hins vegar tilkynnt henni að maðurinn hennar hefði verið stunginn. Hún hefði umsvifalaust hringt á Neyðarlínuna, sett símann á jörðina við hliðana á sér og hlúð að manninum sínum, sem á hafi verið fjögur göt. „Ég hélt að [maðurinn] væri að deyja. Ég hélt útaf þessari stungu á hálsinn að [maðurinn] væri dáinn eða að deyja. Af því að [vinurinn] var farinn þá hélt ég að hann væri að drepa [vininn] líka.“ Vinurinn hafði ákveðið að fara á eftir Daníel Erni eftir að hann hljóp á brott. Dómarinn spurði hana hvort hún telji að manni hennar hefði blætt út hefði honum ekki verið komið undir læknishendur. Hún kvaðst ekki geta svarað því, enda væri hún sjúkraþjálfari en ekki læknir. Hún sagðist þó telja að mildi hafi verið að maður hennar hafi lifað stunguna á hálsinn af. „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af þótt hann hefði farið beint upp á sjúkrahús.“ Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram í aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Daníel Erni Unnarssyni á föstudag. Daníel Örn er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játar verknaðinn en hafnar heimfærslu ákæruvaldsins til refsiákvæða. Það er að segja, hann játar að hafa stungið lækninn en segist ekki hafa ætlað að ráða honum bana. Atvik málsins urðu að kvöldi í júní þegar læknirinn var á göngu ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum þeirra. Daníel Örn sagði í aðalmeðferðinni að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að stinga lækninn. Hann hefði dregið fram hníf og sveiflað honum í átt að lækninum í sjálfsvörn. Læknirinn hefði kýlt hann fast í gagnaugað í aðdraganda þess og hann hafi orðið mjög skelfdur. Tvær útgáfur um göngulag vinanna Læknirinn bar vitni á eftir Daníel Erni á föstudag. Hann lýsti aðdraganda atvika kvöldsins á keimlíkan hátt og Daníel Örn. Hann hafi verið á gangi ásamt konu sinni og vinahjónum þeirra eftir að hafa farið út að borða á veitingastað á Kársnesi. Daníel Örn sagði að vinahjónin hefðu gengið saman hlið við hlið og þannig tekið undir sig allan göngustiginn, þegar hann mætti þeim á rafhlaupahjóli. Því hefði hann rekist utan í vin læknisins, sem hafi ekki hopað eins og hann hefði búist við. Læknirinn sagði aftur á móti að hjónin hefðu gengið eftir stígnum í tvöfaldri röð. Það sögðu eiginkona hans og vinkonan einnig en vinurinn sagði sömu sögu og Daníel Örn. Hafnar því alfarið að hafa reitt fyrstur til höggs Eftir að Daníel Örn og vinurinn rákust saman virðist hafa soðið upp úr milli þeirra. Daníel Örn sagði að þeir hefðu dottið í jörðina og farið strax að munnhöggvast. Vinurinn hefði sagt að hann ætti að vera á hjólastíg frekar en göngustíg á rafhlaupahjóli. Læknirinn og önnur vitni báru aftur á móti um að Daníel Örn hefði rétt rekist utan í vininn en þó fipast á hjólinu. Hann hefði haldið áfram en hjólað aðeins út í grasbala. Þá hefði hann snúið við og komið á eftir hópnum og farið að rífast við vininn. Konurnar tvær hafi leitt vininn frá Daníel Erni á meðan læknirinn varð eftir. Hann hafi reynt að róa hann niður enda hafi hann verið ansi æstur. Læknirinn sagði að hann teldi Daníel Örn hafa verið orðinn rólegri og hann því gengið aðeins frá. Þá hafi Daníel og eiginkona vinarins farið að rífast og Daníel kallað konuna „kerlingartussu“. Hann hafi þá gengið á milli og lagt höndina á bringuna á Daníel Erni, sem hafi brugðist ókvæða við og byrjað að kýla hann í síðuna. „Ég kýli til baka kannski tvisvar. Svo verður mér litið niður og sé að hann heldur á hníf, þá átta ég mig á því að hann hafi verið að stinga mig.“ Fannst ömurlegt að maðurinn hennar væri í slagsmálum Eiginkona læknisins lýsti atvikum á sama hátt og hann. Hún hafi þó ekki séð Daníel Örn stinga manninn hennar. Hún hafi verið aðeins á undan með vininum þegar vinurinn hljóp skyndilega af stað. Hún hafi haldið að vinurinn ætlaði að halda áfram að rífast við Daníel Örn. Þegar hún sneri sér við hafi hún aftur á móti séð eiginmann sinn og Daníel Örn í áflogum, sem hún lýsti sem einhvers konar dansi, að því er virtist. „Ég hugsaði, vá hvað þetta er ömurlegt, maðurinn minn til þrjátíu ára er allt í einu kominn í slagsmál. En hallærislegt.“ Hélt að eiginmaður hennar væri að deyja Vinahjónin hafi hins vegar tilkynnt henni að maðurinn hennar hefði verið stunginn. Hún hefði umsvifalaust hringt á Neyðarlínuna, sett símann á jörðina við hliðana á sér og hlúð að manninum sínum, sem á hafi verið fjögur göt. „Ég hélt að [maðurinn] væri að deyja. Ég hélt útaf þessari stungu á hálsinn að [maðurinn] væri dáinn eða að deyja. Af því að [vinurinn] var farinn þá hélt ég að hann væri að drepa [vininn] líka.“ Vinurinn hafði ákveðið að fara á eftir Daníel Erni eftir að hann hljóp á brott. Dómarinn spurði hana hvort hún telji að manni hennar hefði blætt út hefði honum ekki verið komið undir læknishendur. Hún kvaðst ekki geta svarað því, enda væri hún sjúkraþjálfari en ekki læknir. Hún sagðist þó telja að mildi hafi verið að maður hennar hafi lifað stunguna á hálsinn af. „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af þótt hann hefði farið beint upp á sjúkrahús.“
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56
Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38
Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33
Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05