Leik lokið: Svart­fjalla­land - Ís­land 0-2 | Ís­land í spennandi stöðu

Sindri Sverrisson skrifar
Orri Steinn Óskarsson skoraði sitt fimmta landsliðsmark í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson skoraði sitt fimmta landsliðsmark í kvöld. Vísir/Getty

Orri Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í Niksic í kvöld, í næstsíðustu umferð B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta.

Staðan var markalaus þar til að um það bil korter var eftir af leiknum en þá skoraði Orri fyrra markið, eftir skalla frá varamanninum Mikael Agli Ellertssyni.

Annar varamaður, Ísak Bergmann Jóhannesson, innsiglaði sigurinn á 89. mínútu.

Leik Tyrklands og Wales er að ljúka og staðan þar markalaus. Ef Wales vinnur ekki leikinn þá mætast Wales og Ísland í úrslitaleik á þriðjudaginn um 2. sæti riðilsins, sem jafnframt gefur farseðil í umspil um sæti í A-deild.

Svartfellingar eru hins vegar fallnir niður í C-deild því þeir enda í 4. og neðsta sæti.

Uppgjör, viðtöl og einkunnagjöf væntanleg hér á Vísi...

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira