Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

„Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlut­verkið

Hákon Arnar Haraldsson var settur í nýtt hlutverk í leiknum gegn Kósovó. Hann spilaði á miðjunni, sótti boltann og stýrði uppspilinu, frekar en að vera framar á vellinum. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports voru sammála um að hann væri góður í því hlutverki en best væri að hafa annan eins, eða svipaðan leikmann, með honum. Gylfi Þór Sigurðsson var snöggt nefndur í því samhengi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ungu leik­mennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“

Arnar Gunnlaugsson var ánægður með margt sem hann sá í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands en segir fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks hafa verið „algjöra hörmung“. Frammistaðan gefi þó ljós fyrir framhaldið, en ungir leikmenn verði að læra hratt að hafa stjórn á leikjum. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Mér fannst hann brjóta á mér“

Hákon Arnar Haraldsson tók á sig sök í öðru marki Kósovó í dag en fannst hann þó eiga skilið aukaspyrnu í atvikinu. Hann sagði íslenska liðið geta bætt margt í seinni leiknum á sunnudag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég hef ekki miklar á­hyggjur“

Orri Steinn Óskarsson skoraði mark Íslands gegn Kósovó í kvöld í sínum fyrsta leik sem landsliðsfyrirliði. Orri Steinn var kokhraustur eftir leik og sagðist ekki hafa áhyggjur fyrir seinni leik þjóðanna á sunnudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­kunnir Ís­lands: Erfitt í fyrsta leik Arnars

Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð.

Sport
Fréttamynd

Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlut­verk"

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir Mikael Neville Anderson hafa verið mjög leiðan yfir því að geta ekki tekið þátt í komandi leikjum Íslands gegn Kósovó, í umspili Þjóðadeildarinnar, vegna meiðsla. Honum hafi verið ætlað stórt hlutverk.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar fram­farir“

Spenningurinn hefur gert ræki­lega var um sig hjá lands­liðsþjálfaranum Arnari Gunn­laugs­syni sem stýrir sínum fyrsta leik með ís­lenska karla­lands­liðinu í fót­bolta í kvöld í fyrri leik liðsins gegn Kó­sovó í um­spili Þjóða­deildarinnar. Undir­búningurinn fyrir þennan fyrsta leik hefur verið knappur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur"

Orra Stein Óskars­son hefði vart geta órað fyrir því að hann fengi fyrir­liða­bandið hjá ís­lenska karla­lands­liðinu í fót­bolta. Bandið er hins vegar hans fyrir fyrstu lands­leiki Ís­lands undir stjórn Arnars Gunnlaugsonar, gegn Kó­sovó í um­spili fyrir B-deild Þjóða­deildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjö leik­menn Ís­lands á hálum ís

Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í Pristina í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fái þeir gult spjald í kvöld geta þeir ekki tekið þátt í seinni leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“

„Þetta er bara eins og fótboltinn er. Stundum bara er þjálfarinn vitleysingur og velur þig ekki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, um son hans Jón Dag Þorsteinsson sem á fyrir höndum landsleik með karlalandsliðinu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur Arnars

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hitti Arnór á Anfield

Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli.

Fótbolti