Innlent

Alma verði heil­brigðis­ráð­herra í stjórn Krist­rúnar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Alma Möller var skipuð landlæknir árið 2018 og var hluti af þríeykinu svokallaða í heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Alma Möller var skipuð landlæknir árið 2018 og var hluti af þríeykinu svokallaða í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að Alma Möller landlæknir verði heilbrigðisráðherra komi Samfylkingin til með að leiða næstu ríkisstjórn.

Kristrún og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, voru gestir í Grjótkastinu hjá Birni Inga Hrafnssyni fjölmiðlamanni.

„Allan daginn er hún heilbrigðisráðherraefni Samfylkingarinnar,“ sagði Kristrún þar aðspurð.

Alma Möller var skipuð landlæknir árið 2018 og er vel þekkt landsmönnum fyrir að hafa verið hluti af hinu svokallaða þríeyki þegar kórónuveirufaraldurinn geysaði.

Hún var gestur í Pallborðinu á Vísi ásamt öðrum frambjóðendum fyrr í vikunni þar sem hún svaraði fyrir sóttvarnaraðgerðir í faraldrinum. Þar sagði hún sóttvarnaraðgerðir á Íslandi ekki hafa verið umfangsmeiri en í Svíþjóð.

„Það voru þær aldeilis ekki. Það er til sóttvarnarvísitala og ef eitthvað voru þær minni hér en í Svíþjóð. Við lokuðum skóla minna en flestar þjóðir, við vorum aldrei með útgöngubann eða lokuð landamæri,“ sagði Alma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×