Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2024 23:55 Fyrsta flugtakið í Hamborg í dag. Icelandair/Airbus Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. „Vélinni var flogið í prufuflugi í Hamborg í dag og við hlökkum til að taka á móti henni á Íslandi innan skamms. Koma vélarinnar markar upphaf nýs tímabils í sögu Icelandair,“ segir á facebook-síðu félagsins í kvöld. Hjólin sett upp í fyrsta sinn á flugi.Icelandair/Airbus Stefnt er að því að flugvélin verði afhent Icelandair mánudaginn 2. desember næstkomandi við athöfn í Hamborg. Henni verður síðan flogið til Íslands daginn eftir og áformað að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag þriðjudaginn 3. desember. Airbus-þotan lent að loknu fyrsta reynsluflugi.Icelandair/Airbus Airbus-þotan verður á þýsku skrásetningarnúmeri, D-AZXZ, meðan flugprófanir standa yfir. Þegar forráðamenn Icelandair taka við henni fær hún íslensku skrásetninguna TF-IAA. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í Boeing 757 200-þotum Icelandair. Flugvélin tekur flugið í dag.Icelandair/Airbus Icelandair á von á fjórum Airbus-þotum í flotann fyrir næsta sumar. Félagið leigir þessar þotur þar til það fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Þotunni ekið frá verksmiðju Airbus í átt að flugbrautinni í dag.Icelandair/Airbus Þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna, hefur staðið yfir undanfarna mánuði hjá Icelandair. Stefnt er að því þotan fari í sitt fyrsta áætlunarflug þann 10. desember. Gert er ráð fyrir að það verði til Stokkhólms í Svíþjóð. Í flugtaksklifri.Icelandair/Airbus Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. 10. september 2024 20:55 Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Vélinni var flogið í prufuflugi í Hamborg í dag og við hlökkum til að taka á móti henni á Íslandi innan skamms. Koma vélarinnar markar upphaf nýs tímabils í sögu Icelandair,“ segir á facebook-síðu félagsins í kvöld. Hjólin sett upp í fyrsta sinn á flugi.Icelandair/Airbus Stefnt er að því að flugvélin verði afhent Icelandair mánudaginn 2. desember næstkomandi við athöfn í Hamborg. Henni verður síðan flogið til Íslands daginn eftir og áformað að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag þriðjudaginn 3. desember. Airbus-þotan lent að loknu fyrsta reynsluflugi.Icelandair/Airbus Airbus-þotan verður á þýsku skrásetningarnúmeri, D-AZXZ, meðan flugprófanir standa yfir. Þegar forráðamenn Icelandair taka við henni fær hún íslensku skrásetninguna TF-IAA. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í Boeing 757 200-þotum Icelandair. Flugvélin tekur flugið í dag.Icelandair/Airbus Icelandair á von á fjórum Airbus-þotum í flotann fyrir næsta sumar. Félagið leigir þessar þotur þar til það fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Þotunni ekið frá verksmiðju Airbus í átt að flugbrautinni í dag.Icelandair/Airbus Þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna, hefur staðið yfir undanfarna mánuði hjá Icelandair. Stefnt er að því þotan fari í sitt fyrsta áætlunarflug þann 10. desember. Gert er ráð fyrir að það verði til Stokkhólms í Svíþjóð. Í flugtaksklifri.Icelandair/Airbus
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. 10. september 2024 20:55 Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37
Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. 10. september 2024 20:55
Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21