Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar 22. nóvember 2024 13:16 Vistkreppa heimsins blasir við og harðnar óðfluga en fæstir stjórnmálamenn minnast á það sem António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kallaði sjálfsmorðshernað manna gegn náttúrunni, náttúruspjöll síðustu tveggja alda gagnvart lífhvolfinu: Við erum komin vel áleiðis inn í útrýmingu mannaldar. Hlutfall aldauða tegunda er tugum til hundruðum sinnum hærra en meðaltal síðustu 10 milljón ára, og eykst. Yfir milljón tegundir plantna, spendýra, fugla, skriðdýra, froskdýra, fiska og hryggleysingja eru í hættu, sumar á næstu áratugum.Frumbyggjar og aðrir viðkvæmir hópar eru meðal þeirra sem verst verða úti. Skemmdir á hinum flókna lífsvef sem heldur okkur uppi hafa þegar haft áhrif á líf og lífsskilyrði milljóna og valdið hungri, veikindum og atvinnuleysi. Hrun vistkerfa gæti kostað nærri þrjár trilljónir dollara á ári um 2030. Mestu áhrifin verða á sum af fátækustu og skuldugustu löndunum. (https://press.un.org/en/2021/sgsm20959.doc.htm). Umhverfismál eru ekki í brennidepli í þessari hraðsoðnu kosningabaráttu. Flestir flokkar loka augum misfast gagnvart því að velferð og lífshættir mannkyns eru í hættu. Aðrir tala í hálfkveðnum vísum um loftslagsmál en fara ákafir með orkuskorts- og orkuskiptamöntruna, flaggandi virkjanadraumum og grænþvegnum fánum Raunin er sú að margvíslegar hamfarir eru þegar hafnar og enn verri í augsýn. Þær geta orðið svo miklar að fótum verði kippt undan heilu samfélögunum og heimshlutum. Ísland gæti orðið nær óbyggilegt og engin „orkuskipti“ hrökkva þar til. Þorri stjórnmálafólks virðist ófær um að skoða heildarmyndina og setur umhverfismál neðarlega á forgangslista baráttumála. Þó ættu þau að vera efst á þeim lista því líf okkar og framtíð afkomendanna er bókstaflega allt komið undir sambúð okkar við umhverfi og náttúru. Það er frumkrafa til allra stjórnmálaflokka að kynna sér vistkreppuna í víðu samhengi og styðja af alefli við lífsnauðsynlega leit að lausnum. Þær eru þekktar en leiðirnar eru ekki auðveldar. Ekki er eingöngu um að ræða loftslagsvá, sem réttara er að kalla loftslagshamfarir. Vistkreppan er víðtækari en svo og fjölmargir þættir verka þar saman því allt tengist og jörðin er í senn eitt vistkerfi og mörg. Til viðbótar við hækkun hitastigs á jörðinni og loftslagshamfarirnar sem bræða jökla, hækka sjávarborð og valda stærri fellibyljum og meira úrhelli (síðasta dæmið er á Spáni) má nefna nokkur samtengd atriði: Hrun vistkerfa, vegna mengunar, umhverfisspjalla og rányrkju svokallaðra auðlinda af ýmsu tagi allt frá fiskistofnum til regnskóga. Líffræðileg fjölbreytni er lykilatriði fyrir viðgang vistkerfa, smárra og stórra og henni hnignar hröðum skrefum víða um heim. Aldauða tegunda, þar sem geirfuglinn er orðinn táknmynd, en útrýming eða aldauði tegunda er mörg hundruð eða -þúsundfaldur miðað við það sem mætti teja eðlilegt og víða er hætta á að keðjuverkun hefjist svo heilu vistkerfin hrynji með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Súrnun sjávar með tilheyrandi hruni vistkerfa. Auðlindaþurrð, ýmsar þær auðlindir sem standa undir neyslu fólks geta hæglega gengið til þurrðar. Þetta er ekki bara spurning um að draga úr eða hætta notkun jarðefnaeldsneytis, heldur er lífsnauðsyn að draga stórlega úr allri orkunotkun heimsins því það er hún sem heldur uppi gengdarlausri ofneyslu sem gengur nærri vistkerfum og auðlindum jarðar. Kolefnissporið sem sprettur af neyslu landsmanna er „12 tonn CO₂ ígilda á ári en þyrfti nú þegar að vera um 4 tonn CO₂ ígilda til að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C markmiðs Parísarsamkomulagsins“ (https://www.kolefnisreiknir.is/). Önnur viðmiðun er þurrðardagur, sá dagur ársins þegar búið er að neyta þeirrar framleiðslu sem jörðin þolir. Sá dagur er í lok mars hér á landi og í sambærilegum löndum. Það þýðir að níu mánuði ársins erum við að ganga á lífskjör og velferð afkomenda okkar. Það er himinhrópandi hneisa að þetta sést varla í kosningabaráttunni. Sérfræðingar um allan heim leita leiða án afláts. Tvennt skiptir höfuðmáli í baráttunni og gerir það einmitt að verkum að á brattann er að sækja. Annars vegar þarf að koma á miklu meiri jöfnuði, innan landa og alþjóðlega, draga verulega úr tröllaukinni auðsöfnun hinna ríku og gera hinum fátækari kleift að lifa mannsæmandi lífi með heilbrigðu vinnuálagi. Hins vegar þarf efnahagskerfi heimsins að hjaðna. Það þarf að draga úr neyslubruðlinu með því að minnka strauminn af efni og orku sem fer í gegnum hagkerfið. Neysla og orkunotkun þurfa að vera í jafnvægi við lífheiminn og stórt skref er stigið í þá átt þegar og tekjum og auðlindum er dreift með réttlátari og markvissari hætti. Í raun þarf að koma á vistvænni siðmenningu, það er brýnt markmið sem varla örlar á í pólitískri umræðu, nema helst hjá þeim flokkum sem nú eiga mest undir högg að sækja. Hjöðnun er torsótt því hún ógnar hinum heilaga hagvexti, sem er sögulega séð tiltölulega nýleg hugmynd og ofurskaðlegur mælikvarði á lífskjör fólks. Því fer fjarri að hagvöxtur sé samfélagsleg nauðsyn þó að hann sé ein af grunnstoðum ríkjandi efnahagskerfis. Það kerfi er ekki náttúrulögmál heldur hreinlega eyðingarafl og meginorsök vistkreppunnar. Þess vegna allt tal um meiri orkuframleiðslu í nafni orkuskipta hrein vitfirring sem gengur gegn þeim umbótum í átt til vistvænnar siðmeningar sem er óhjákvæmileg. Orkuskiptin verða að vera hluti af þeirri hjöðnun sem nauðsynleg er. Hjöðnun er ekki ógnvekjandi þegar hún er meðvituð og skipuleg. Með hjaðnandi neyslu og stórauknum jöfnuði fylgja hægari lífshættir, nægjusemi, jafnvægi, sem að öllum líkindum getur aukið vellíðan og dregið úr þeirri spennu og firringu í lífsháttum sem er ein af rótum þeirrar vanlíðanar sem er svo áberandi í samfélagsumræðunni þessa dagana. Það er knýjandi þörf fyrir nýjar hugmyndir, nýjar hugsanir sem allir marktækir stjórnmálamenn ættu að leita að með logandi ljósi, í stað þeirrar kappgöngu um eyðimerkur útjaskaðra hugmynda sem nú fer fram. Heilbrigðismál, húsnæðismál og okurvextir eru vissulega brýn málefni en þau þarf að skoða í víðara samhengi í þágu afkomenda okkar. Höfundur er bókmenntafræðingur og sérfræðingur í umhverfishugvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 5 Í fyrri greinum fjalla ég um þrjú nýleg rit um samfélagsmál: gagnrýni Jon D. Erickson á hagfræði frjálshyggjunnar, hugmyndir Michael Sandel um verðleikahyggju og bók Jason Hickel um hjöðnun. Þessar bækur eiga það sameiginlegt að gagnrýna harðlega það drottnunarvald hagvaxtarhyggju sem enn er við lýði í vestrænum samfélögum. 16. desember 2023 08:00 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 4 Gagnrýni Jons D. Ericksons og Michaels Sandels sem fjallað er um í fyrri greinum er um margt af svipuðum toga. Sökudólgurinn er frjálshyggja og takmarkalaus smættun í hagstærðir sem er nánast sjálfvirk hugsun þeirrar vélhyggju sem fyrr er lýst. Rætur smættunar ná til 17. aldar þegar fór að bera á þeirri hugsun að heimurinn virkaði eins og vél sem öðlast mætti fullkominn skilning á til hagnýtingar í þágu manna. 9. desember 2023 08:00 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 3 Frjálshyggjuhugsun hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum í hartnær hálfa öld. Velta má fyrir sér hvort þróunin hefði orðið önnur ef Robert Kennedy hefði orðið forseti árið 1968 og hagvaxtarræða hans, sem vitnað var til í upphafi fyrstu greinar, haft meiri áhrif. 6. desember 2023 11:00 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2 Hvorki hagvöxtur né gegndarlaus uppsöfnun fjármagns og auðæva er neitt náttúrulögmál frekar en að græðgi og yfirgangur séu sérstakt mannlegt eðli eða grunnþættir í mannlegri hegðun. Græðgi og valdafíkn eru að sönnu til en einfaldlega lestir sem flest fólk beitir skynsemi sinni til að halda í skefjum. 2. desember 2023 08:00 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1 Átjánda mars árið 1968 hélt Robert F. Kennedy fræga ræðu í Kansasháskóla. Hann stefndi hraðbyri að útnefningu Demókrata í komandi kosningum. Þetta var á róstutímum stúdentauppreisna, upplausnar gamalla gilda og mótmæla gegn Víetnamstríðinu. 29. nóvember 2023 12:31 Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Vistkreppa heimsins blasir við og harðnar óðfluga en fæstir stjórnmálamenn minnast á það sem António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kallaði sjálfsmorðshernað manna gegn náttúrunni, náttúruspjöll síðustu tveggja alda gagnvart lífhvolfinu: Við erum komin vel áleiðis inn í útrýmingu mannaldar. Hlutfall aldauða tegunda er tugum til hundruðum sinnum hærra en meðaltal síðustu 10 milljón ára, og eykst. Yfir milljón tegundir plantna, spendýra, fugla, skriðdýra, froskdýra, fiska og hryggleysingja eru í hættu, sumar á næstu áratugum.Frumbyggjar og aðrir viðkvæmir hópar eru meðal þeirra sem verst verða úti. Skemmdir á hinum flókna lífsvef sem heldur okkur uppi hafa þegar haft áhrif á líf og lífsskilyrði milljóna og valdið hungri, veikindum og atvinnuleysi. Hrun vistkerfa gæti kostað nærri þrjár trilljónir dollara á ári um 2030. Mestu áhrifin verða á sum af fátækustu og skuldugustu löndunum. (https://press.un.org/en/2021/sgsm20959.doc.htm). Umhverfismál eru ekki í brennidepli í þessari hraðsoðnu kosningabaráttu. Flestir flokkar loka augum misfast gagnvart því að velferð og lífshættir mannkyns eru í hættu. Aðrir tala í hálfkveðnum vísum um loftslagsmál en fara ákafir með orkuskorts- og orkuskiptamöntruna, flaggandi virkjanadraumum og grænþvegnum fánum Raunin er sú að margvíslegar hamfarir eru þegar hafnar og enn verri í augsýn. Þær geta orðið svo miklar að fótum verði kippt undan heilu samfélögunum og heimshlutum. Ísland gæti orðið nær óbyggilegt og engin „orkuskipti“ hrökkva þar til. Þorri stjórnmálafólks virðist ófær um að skoða heildarmyndina og setur umhverfismál neðarlega á forgangslista baráttumála. Þó ættu þau að vera efst á þeim lista því líf okkar og framtíð afkomendanna er bókstaflega allt komið undir sambúð okkar við umhverfi og náttúru. Það er frumkrafa til allra stjórnmálaflokka að kynna sér vistkreppuna í víðu samhengi og styðja af alefli við lífsnauðsynlega leit að lausnum. Þær eru þekktar en leiðirnar eru ekki auðveldar. Ekki er eingöngu um að ræða loftslagsvá, sem réttara er að kalla loftslagshamfarir. Vistkreppan er víðtækari en svo og fjölmargir þættir verka þar saman því allt tengist og jörðin er í senn eitt vistkerfi og mörg. Til viðbótar við hækkun hitastigs á jörðinni og loftslagshamfarirnar sem bræða jökla, hækka sjávarborð og valda stærri fellibyljum og meira úrhelli (síðasta dæmið er á Spáni) má nefna nokkur samtengd atriði: Hrun vistkerfa, vegna mengunar, umhverfisspjalla og rányrkju svokallaðra auðlinda af ýmsu tagi allt frá fiskistofnum til regnskóga. Líffræðileg fjölbreytni er lykilatriði fyrir viðgang vistkerfa, smárra og stórra og henni hnignar hröðum skrefum víða um heim. Aldauða tegunda, þar sem geirfuglinn er orðinn táknmynd, en útrýming eða aldauði tegunda er mörg hundruð eða -þúsundfaldur miðað við það sem mætti teja eðlilegt og víða er hætta á að keðjuverkun hefjist svo heilu vistkerfin hrynji með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Súrnun sjávar með tilheyrandi hruni vistkerfa. Auðlindaþurrð, ýmsar þær auðlindir sem standa undir neyslu fólks geta hæglega gengið til þurrðar. Þetta er ekki bara spurning um að draga úr eða hætta notkun jarðefnaeldsneytis, heldur er lífsnauðsyn að draga stórlega úr allri orkunotkun heimsins því það er hún sem heldur uppi gengdarlausri ofneyslu sem gengur nærri vistkerfum og auðlindum jarðar. Kolefnissporið sem sprettur af neyslu landsmanna er „12 tonn CO₂ ígilda á ári en þyrfti nú þegar að vera um 4 tonn CO₂ ígilda til að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C markmiðs Parísarsamkomulagsins“ (https://www.kolefnisreiknir.is/). Önnur viðmiðun er þurrðardagur, sá dagur ársins þegar búið er að neyta þeirrar framleiðslu sem jörðin þolir. Sá dagur er í lok mars hér á landi og í sambærilegum löndum. Það þýðir að níu mánuði ársins erum við að ganga á lífskjör og velferð afkomenda okkar. Það er himinhrópandi hneisa að þetta sést varla í kosningabaráttunni. Sérfræðingar um allan heim leita leiða án afláts. Tvennt skiptir höfuðmáli í baráttunni og gerir það einmitt að verkum að á brattann er að sækja. Annars vegar þarf að koma á miklu meiri jöfnuði, innan landa og alþjóðlega, draga verulega úr tröllaukinni auðsöfnun hinna ríku og gera hinum fátækari kleift að lifa mannsæmandi lífi með heilbrigðu vinnuálagi. Hins vegar þarf efnahagskerfi heimsins að hjaðna. Það þarf að draga úr neyslubruðlinu með því að minnka strauminn af efni og orku sem fer í gegnum hagkerfið. Neysla og orkunotkun þurfa að vera í jafnvægi við lífheiminn og stórt skref er stigið í þá átt þegar og tekjum og auðlindum er dreift með réttlátari og markvissari hætti. Í raun þarf að koma á vistvænni siðmenningu, það er brýnt markmið sem varla örlar á í pólitískri umræðu, nema helst hjá þeim flokkum sem nú eiga mest undir högg að sækja. Hjöðnun er torsótt því hún ógnar hinum heilaga hagvexti, sem er sögulega séð tiltölulega nýleg hugmynd og ofurskaðlegur mælikvarði á lífskjör fólks. Því fer fjarri að hagvöxtur sé samfélagsleg nauðsyn þó að hann sé ein af grunnstoðum ríkjandi efnahagskerfis. Það kerfi er ekki náttúrulögmál heldur hreinlega eyðingarafl og meginorsök vistkreppunnar. Þess vegna allt tal um meiri orkuframleiðslu í nafni orkuskipta hrein vitfirring sem gengur gegn þeim umbótum í átt til vistvænnar siðmeningar sem er óhjákvæmileg. Orkuskiptin verða að vera hluti af þeirri hjöðnun sem nauðsynleg er. Hjöðnun er ekki ógnvekjandi þegar hún er meðvituð og skipuleg. Með hjaðnandi neyslu og stórauknum jöfnuði fylgja hægari lífshættir, nægjusemi, jafnvægi, sem að öllum líkindum getur aukið vellíðan og dregið úr þeirri spennu og firringu í lífsháttum sem er ein af rótum þeirrar vanlíðanar sem er svo áberandi í samfélagsumræðunni þessa dagana. Það er knýjandi þörf fyrir nýjar hugmyndir, nýjar hugsanir sem allir marktækir stjórnmálamenn ættu að leita að með logandi ljósi, í stað þeirrar kappgöngu um eyðimerkur útjaskaðra hugmynda sem nú fer fram. Heilbrigðismál, húsnæðismál og okurvextir eru vissulega brýn málefni en þau þarf að skoða í víðara samhengi í þágu afkomenda okkar. Höfundur er bókmenntafræðingur og sérfræðingur í umhverfishugvísindum.
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 5 Í fyrri greinum fjalla ég um þrjú nýleg rit um samfélagsmál: gagnrýni Jon D. Erickson á hagfræði frjálshyggjunnar, hugmyndir Michael Sandel um verðleikahyggju og bók Jason Hickel um hjöðnun. Þessar bækur eiga það sameiginlegt að gagnrýna harðlega það drottnunarvald hagvaxtarhyggju sem enn er við lýði í vestrænum samfélögum. 16. desember 2023 08:00
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 4 Gagnrýni Jons D. Ericksons og Michaels Sandels sem fjallað er um í fyrri greinum er um margt af svipuðum toga. Sökudólgurinn er frjálshyggja og takmarkalaus smættun í hagstærðir sem er nánast sjálfvirk hugsun þeirrar vélhyggju sem fyrr er lýst. Rætur smættunar ná til 17. aldar þegar fór að bera á þeirri hugsun að heimurinn virkaði eins og vél sem öðlast mætti fullkominn skilning á til hagnýtingar í þágu manna. 9. desember 2023 08:00
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 3 Frjálshyggjuhugsun hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum í hartnær hálfa öld. Velta má fyrir sér hvort þróunin hefði orðið önnur ef Robert Kennedy hefði orðið forseti árið 1968 og hagvaxtarræða hans, sem vitnað var til í upphafi fyrstu greinar, haft meiri áhrif. 6. desember 2023 11:00
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2 Hvorki hagvöxtur né gegndarlaus uppsöfnun fjármagns og auðæva er neitt náttúrulögmál frekar en að græðgi og yfirgangur séu sérstakt mannlegt eðli eða grunnþættir í mannlegri hegðun. Græðgi og valdafíkn eru að sönnu til en einfaldlega lestir sem flest fólk beitir skynsemi sinni til að halda í skefjum. 2. desember 2023 08:00
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1 Átjánda mars árið 1968 hélt Robert F. Kennedy fræga ræðu í Kansasháskóla. Hann stefndi hraðbyri að útnefningu Demókrata í komandi kosningum. Þetta var á róstutímum stúdentauppreisna, upplausnar gamalla gilda og mótmæla gegn Víetnamstríðinu. 29. nóvember 2023 12:31
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun