Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. nóvember 2024 21:49 Trump segir að málaferlin á hendur honum hafi verið nornaveiðar frá upphafi til enda. Brandon Bell/AP Sérstakur saksóknari sem falið var að rannsaka málefni Donalds Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur óskað eftir því að tveimur málum á hendur Trump verði vísað frá. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Jack Smith, sérstakur saksóknari, hafi óskað eftir því að dómari vísaði málunum frá, þar sem það hefði löngum verið túlkun dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að ákæra og saksókn á hendur sitjandi forseta gengi í berhögg við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þegar var búið að ákæra Trump í tveimur málum. Hann tekur við embætti forseta 20. janúar næstkomandi, eftir að hafa sigrað demókratann Kamölu Harris í forsetakosningum í upphafi nóvember. Frávísun með fyrirvara Smith var skipaður af Merrick Garland, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, árið 2022 til að hafa yfirumsjón með tveimur málum á hendur Trump. Annað þeirra sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum kosninganna 2020, sem Trump tapaði gegn Biden, og hins vegar að hafa farið ógætilega með háleynileg gögn eftir að hann lét af embætti í upphafi árs 2021. Smith óskaði eftir frávísun við dómara, en þó með fyrirvara um að hægt yrði að taka málin aftur upp síðar. Dómarinn þarf að samþykkja frávísunina svo hún teljist lögformlega gild. „Innantóm lögleysa“ Sjálfur hefur Trump sagt, eftir þessar fregnir, að málin hafi verið pólitískar nornaveiðar á hendur honum. Um hafi verið að ræða „innantóma lögleysu.“ „Og lágpunktur í sögu lands okkar, að svona lagað skuli hafa gerst. Þrátt fyrir það þá stóð ég þetta af mér, þótt líkurnar væru ekki með mér í liði,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn, Truth Social í kvöld. Undir þetta hefur J.D. Vance, verðandi varaforseti Trumps, tekið, og sagt að ef Trump hefði tapað kosningunum fyrr í mánuðinum kunni vel að vera að hann hefði varið því sem eftir væri af ævinni í fangelsi. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23. nóvember 2024 12:21 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Jack Smith, sérstakur saksóknari, hafi óskað eftir því að dómari vísaði málunum frá, þar sem það hefði löngum verið túlkun dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að ákæra og saksókn á hendur sitjandi forseta gengi í berhögg við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þegar var búið að ákæra Trump í tveimur málum. Hann tekur við embætti forseta 20. janúar næstkomandi, eftir að hafa sigrað demókratann Kamölu Harris í forsetakosningum í upphafi nóvember. Frávísun með fyrirvara Smith var skipaður af Merrick Garland, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, árið 2022 til að hafa yfirumsjón með tveimur málum á hendur Trump. Annað þeirra sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum kosninganna 2020, sem Trump tapaði gegn Biden, og hins vegar að hafa farið ógætilega með háleynileg gögn eftir að hann lét af embætti í upphafi árs 2021. Smith óskaði eftir frávísun við dómara, en þó með fyrirvara um að hægt yrði að taka málin aftur upp síðar. Dómarinn þarf að samþykkja frávísunina svo hún teljist lögformlega gild. „Innantóm lögleysa“ Sjálfur hefur Trump sagt, eftir þessar fregnir, að málin hafi verið pólitískar nornaveiðar á hendur honum. Um hafi verið að ræða „innantóma lögleysu.“ „Og lágpunktur í sögu lands okkar, að svona lagað skuli hafa gerst. Þrátt fyrir það þá stóð ég þetta af mér, þótt líkurnar væru ekki með mér í liði,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn, Truth Social í kvöld. Undir þetta hefur J.D. Vance, verðandi varaforseti Trumps, tekið, og sagt að ef Trump hefði tapað kosningunum fyrr í mánuðinum kunni vel að vera að hann hefði varið því sem eftir væri af ævinni í fangelsi.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23. nóvember 2024 12:21 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43
Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23. nóvember 2024 12:21