Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. nóvember 2024 12:02 Margir vilja að heilbrigðiskerfið sé rekið í meiri einkarekstri. Vísir/Vilhelm Um 43 prósent landsmanna vilja auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu en um 30 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu. Alls vilja 27 prósent draga úr einkarekstri. Þá vilja 38 prósent auka einkarekstur í samgöngumálum og 28 prósent aukinn einkarekstur í menntakerfinu. Þetta kemur fram í nýjum niðurstöðum könnunar á vegum Maskínu þar sem spurt var um afstöðu til einkareksturs í heilbrigðis-, samgöngu- og menntakerfinu. Þar kemur einnig fram að 28 prósent vilja auka einkarekstur í menntakerfinu, 45 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu og 27 prósent draga úr einkarekstri. Í samgöngumálum vilja 34 prósent vilja halda rekstrarforminu óbreyttu og 28 prósent draga úr einkarekstri. Niðurstöður í skoðanakönnun Maskínu.Maskína Kjósendur Lýðræðisflokksins vilja aukinn einkarekstur Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar nánar má sjá að mestur stuðningur við aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er hjá þeim sem styðja Lýðræðisflokkinn þar sem 90,3 prósent styðja hann, Miðflokkinn þar sem 66,8 prósent styðja aukna einkavæðingu, hjá 80,3 prósent af þeim sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og 51,9 prósent þeirra sem kjósa Viðreisn. Mesta andstaðan við það er hjá kjósendum Vinstri grænna þar sem 72,6 prósent segjast vilja draga úr einkarekstri, hjá 79,3 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins og 58,4 prósent kjósenda Pírata. Ekki er mikill munur á stuðningi karla og kvenna þó að hann sé meiri hjá körlum þar sem 46 prósent segjast styðja meiri einkarekstur og svipaður stuðningur í öllum aldursflokkum, en þó mestur hjá þeim yngstu en 51,9 prósent þeirra sem eru 18 til 29 ára segjast styðja aukinn einkarekstur. Þá er stuðningur við meiri einkarekstur svipaður eftir landshlutum en þó mælist hann meiri í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, Norðurlandi og svo mestur á Suðurlandi og Reykjanesi. Mesta andstaðan er í Reykjavík. Meiri stuðningur við einkarekstur hjá þeim sem yngri eru og hjá körlum Þegar niðurstöður eru skoðaðar í menntakerfinu kemur fram að stuðningur við aukinn einkarekstur er mestur hjá kjósendum Lýðræðisflokksins þar sem 88,9 prósent segjast vilja aukinn einkarekstur og kjósendum Sjálfstæðisflokksins þar sem 66 prósent segjast vilja aukinn einkarekstur. Mesta andstaðan við það er hjá kjósendum Vinstri grænna þar sem 62,6 prósent segjast vilja draga úr einkarekstri og hjá kjósendum Sósíalistaflokksins en 74,5 prósent þeirra segjast vilja draga úr einkarekstri. Töluverð andstaða við það er líka hjá kjósendum Samfylkingar (38,5%) og Pírata (46,4%). Meiri stuðningur við aukinn einkarekstur er hjá körlum en konum og meiri stuðningur við það hjá þeim sem yngri eru en hjá þeim sem eru eldri. Meiri andstaða er við auknum einkarekstri í menntakerfinu en stuðningur.Vísir/Vilhelm Þegar litið er nánar í niðurstöður um samgöngukerfið má sjá að aftur er mestur stuðningur við aukinn einkarekstur hjá kjósendum Lýðræðisflokksins en 78,7 prósent segjast vilja aukinn einkarekstur. 67,9 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins segja það sama. Þá mælist einnig töluverður stuðningur hjá kjósendum Viðreisnar (47,3%), Miðflokksins (44,3%) og Framsóknarflokksins (35,9%). Mikil andstaða við það er hjá kjósendum Sósíalistaflokksins þar sem 71,8 prósent segjast vilja draga úr einkarekstri og svo hjá kjósendum Vinstri grænna (59%) og Pírata (57,1%). Töluverð andstaða við það mælist einnig hjá kjósendum Samfylkingar (36,9%) og Flokks fólksins (34,8%). Þá er aftur meiri stuðningur við aukinn einkarekstur hjá körlum en konum og meiri stuðningur hjá þeim sem yngri eru en þeim sem eldri eru. Stuðningur er svipaður í öllum landshlutum en mestur á Suðurlandi og Reykjanesi þar sem hann er Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu og fór fram dagana 15. til 20. nóvember. Svarendur voru 1.454 talsins. Skoðanakannanir Heilbrigðismál Samgöngur Skóla- og menntamál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum niðurstöðum könnunar á vegum Maskínu þar sem spurt var um afstöðu til einkareksturs í heilbrigðis-, samgöngu- og menntakerfinu. Þar kemur einnig fram að 28 prósent vilja auka einkarekstur í menntakerfinu, 45 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu og 27 prósent draga úr einkarekstri. Í samgöngumálum vilja 34 prósent vilja halda rekstrarforminu óbreyttu og 28 prósent draga úr einkarekstri. Niðurstöður í skoðanakönnun Maskínu.Maskína Kjósendur Lýðræðisflokksins vilja aukinn einkarekstur Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar nánar má sjá að mestur stuðningur við aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er hjá þeim sem styðja Lýðræðisflokkinn þar sem 90,3 prósent styðja hann, Miðflokkinn þar sem 66,8 prósent styðja aukna einkavæðingu, hjá 80,3 prósent af þeim sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og 51,9 prósent þeirra sem kjósa Viðreisn. Mesta andstaðan við það er hjá kjósendum Vinstri grænna þar sem 72,6 prósent segjast vilja draga úr einkarekstri, hjá 79,3 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins og 58,4 prósent kjósenda Pírata. Ekki er mikill munur á stuðningi karla og kvenna þó að hann sé meiri hjá körlum þar sem 46 prósent segjast styðja meiri einkarekstur og svipaður stuðningur í öllum aldursflokkum, en þó mestur hjá þeim yngstu en 51,9 prósent þeirra sem eru 18 til 29 ára segjast styðja aukinn einkarekstur. Þá er stuðningur við meiri einkarekstur svipaður eftir landshlutum en þó mælist hann meiri í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, Norðurlandi og svo mestur á Suðurlandi og Reykjanesi. Mesta andstaðan er í Reykjavík. Meiri stuðningur við einkarekstur hjá þeim sem yngri eru og hjá körlum Þegar niðurstöður eru skoðaðar í menntakerfinu kemur fram að stuðningur við aukinn einkarekstur er mestur hjá kjósendum Lýðræðisflokksins þar sem 88,9 prósent segjast vilja aukinn einkarekstur og kjósendum Sjálfstæðisflokksins þar sem 66 prósent segjast vilja aukinn einkarekstur. Mesta andstaðan við það er hjá kjósendum Vinstri grænna þar sem 62,6 prósent segjast vilja draga úr einkarekstri og hjá kjósendum Sósíalistaflokksins en 74,5 prósent þeirra segjast vilja draga úr einkarekstri. Töluverð andstaða við það er líka hjá kjósendum Samfylkingar (38,5%) og Pírata (46,4%). Meiri stuðningur við aukinn einkarekstur er hjá körlum en konum og meiri stuðningur við það hjá þeim sem yngri eru en hjá þeim sem eru eldri. Meiri andstaða er við auknum einkarekstri í menntakerfinu en stuðningur.Vísir/Vilhelm Þegar litið er nánar í niðurstöður um samgöngukerfið má sjá að aftur er mestur stuðningur við aukinn einkarekstur hjá kjósendum Lýðræðisflokksins en 78,7 prósent segjast vilja aukinn einkarekstur. 67,9 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins segja það sama. Þá mælist einnig töluverður stuðningur hjá kjósendum Viðreisnar (47,3%), Miðflokksins (44,3%) og Framsóknarflokksins (35,9%). Mikil andstaða við það er hjá kjósendum Sósíalistaflokksins þar sem 71,8 prósent segjast vilja draga úr einkarekstri og svo hjá kjósendum Vinstri grænna (59%) og Pírata (57,1%). Töluverð andstaða við það mælist einnig hjá kjósendum Samfylkingar (36,9%) og Flokks fólksins (34,8%). Þá er aftur meiri stuðningur við aukinn einkarekstur hjá körlum en konum og meiri stuðningur hjá þeim sem yngri eru en þeim sem eldri eru. Stuðningur er svipaður í öllum landshlutum en mestur á Suðurlandi og Reykjanesi þar sem hann er Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu og fór fram dagana 15. til 20. nóvember. Svarendur voru 1.454 talsins.
Skoðanakannanir Heilbrigðismál Samgöngur Skóla- og menntamál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira