Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 21:01 Þegar rætt er um það sem kallað hefur verið "skólaforðun" er mikilvægt að átta sig á að hugtakið sjálft getur gefið ranga mynd af vanda barnanna. Skólaforðun er í raun ekki bara viðnám barns gegn skóla, heldur viðbragð við aðstæðum sem barn upplifir óyfirstíganlegar, kvíðvænlegar og valda því vanlíðan. Þetta á frekar rætur að rekja til aðstæðna sem þurfa úrbóta, frekar en vandamáls sem barnið sjálft ætti að „yfirstíga“. Aðeins með því að breyta nálgun okkar getum við raunverulega stutt börn og fjölskyldur þeirra í þessum sporum. Aðstæður barna sem þrífast ekki í skólakerfinu eru ekki einungis áskorun foreldra heldur verkefni skólans og samfélagsins í heild. Að mæta þessum börnum og taka utan um þau kallar á samþættingu þjónustu sem byggir á skilningi, samkennd og lausnamiðuðum aðferðum. Í þessu samhengi leika farsældarlögin stórt hlutverk. Farsældarlögin: Grundvöllur snemmíhlutunar Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem tóku gildi árið 2021, hefur opnast nýr farvegur fyrir samtal milli kerfa og snemmíhlutun. Lögin gera ráð fyrir að börn og fjölskyldur þeirra fái stuðning við hæfi án tafar og hindrana. Áður en farsældarlögin komu til sögunnar var algengt að foreldrar fengju ekki þá þjónustu sem þau þurftu, fyrr en of seint. Þau sátu oft ein uppi með vandamál sem þau skorti verkfæri til að leysa. Nú er þó hægt að grípa inn í fyrr með markvissari þjónustu og þrepaskiptu ferli sem hjálpar börnum og fjölskyldum þeirra að takast á við áskoranir sem þessa. Stuðningur við foreldra: Lífsnauðsynlegur þáttur Fyrir foreldra er „skólaforðun“ barns oft ógnvænleg lífsreynsla. Hún leiðir til endurtekinna og krefjandi samskipta við skóla, heilbrigðisþjónustu og jafnvel barnavernd. Daglegt líf getur breyst í sífellda baráttu, þar sem morgnar einkennast af áhyggjum og árekstrum við barn sem upplifir vanmátt gagnvart að fara í skóla. Á meðan foreldrarnir reyna að gera sitt besta, finna þeir oft fyrir mikilli vanmáttarkennd og jafnvel fordómum. Í stað þess að fá skilning og stuðning, mæta þau stundum því viðhorfi að vandamálið liggi hjá þeim eða í uppeldisaðferðum þeirra. Þetta skapar mikla streitu og hefur áhrif á samskipti og líðan innan fjölskyldunnar. Hvað þarf til og af hverju skiptir máli að kjósa Framsókn? Til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við skólaforðun þarf að leggja aukna áherslu á að efla samstarf milli kerfa, fræða samfélagið og tryggja aðgengi að sérfræðiaðstoð. Með farsældarlögunum hefur grunnur verið lagður að nýrri nálgun sem byggir á samkennd og lausnamiðuðum aðgerðum, þar sem skólinn, heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinna saman. Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í þessum breytingum og er lögð sérstök áhersla á að styrkja fjölskyldur og tryggja að börn fái þann stuðning sem þau þurfa. En ferlinu er ekki lokið. Við verðum að halda áfram að þróa kerfið, bæta þjónustuna og tryggja að stuðningurinn nái til allra sem þurfa á honum að halda. Þetta kallar á meiri tíma, fjármagn og pólitískan vilja til að fylgja farsældarlögunum eftir af fullum krafti. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann skilur þörfina fyrir samþættingu þjónustu og snemmíhlutun og hefur lagt áherslu á að gera líf barna og fjölskyldna þeirra betra. Þess vegna skiptir máli að kjósa Framsókn. Með því að veita flokknum umboð til að halda áfram að byggja upp farsældarkerfið og vinna að betri framtíð fyrir börn okkar tryggjum við að ekkert foreldri standi eitt í erfiðum aðstæðum. Framsókn er flokkur lausna, skilnings og raunverulegs stuðnings – og sú framtíðarsýn mun gera gæfumuninn fyrir fjölskyldur um allt land. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um það sem kallað hefur verið "skólaforðun" er mikilvægt að átta sig á að hugtakið sjálft getur gefið ranga mynd af vanda barnanna. Skólaforðun er í raun ekki bara viðnám barns gegn skóla, heldur viðbragð við aðstæðum sem barn upplifir óyfirstíganlegar, kvíðvænlegar og valda því vanlíðan. Þetta á frekar rætur að rekja til aðstæðna sem þurfa úrbóta, frekar en vandamáls sem barnið sjálft ætti að „yfirstíga“. Aðeins með því að breyta nálgun okkar getum við raunverulega stutt börn og fjölskyldur þeirra í þessum sporum. Aðstæður barna sem þrífast ekki í skólakerfinu eru ekki einungis áskorun foreldra heldur verkefni skólans og samfélagsins í heild. Að mæta þessum börnum og taka utan um þau kallar á samþættingu þjónustu sem byggir á skilningi, samkennd og lausnamiðuðum aðferðum. Í þessu samhengi leika farsældarlögin stórt hlutverk. Farsældarlögin: Grundvöllur snemmíhlutunar Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem tóku gildi árið 2021, hefur opnast nýr farvegur fyrir samtal milli kerfa og snemmíhlutun. Lögin gera ráð fyrir að börn og fjölskyldur þeirra fái stuðning við hæfi án tafar og hindrana. Áður en farsældarlögin komu til sögunnar var algengt að foreldrar fengju ekki þá þjónustu sem þau þurftu, fyrr en of seint. Þau sátu oft ein uppi með vandamál sem þau skorti verkfæri til að leysa. Nú er þó hægt að grípa inn í fyrr með markvissari þjónustu og þrepaskiptu ferli sem hjálpar börnum og fjölskyldum þeirra að takast á við áskoranir sem þessa. Stuðningur við foreldra: Lífsnauðsynlegur þáttur Fyrir foreldra er „skólaforðun“ barns oft ógnvænleg lífsreynsla. Hún leiðir til endurtekinna og krefjandi samskipta við skóla, heilbrigðisþjónustu og jafnvel barnavernd. Daglegt líf getur breyst í sífellda baráttu, þar sem morgnar einkennast af áhyggjum og árekstrum við barn sem upplifir vanmátt gagnvart að fara í skóla. Á meðan foreldrarnir reyna að gera sitt besta, finna þeir oft fyrir mikilli vanmáttarkennd og jafnvel fordómum. Í stað þess að fá skilning og stuðning, mæta þau stundum því viðhorfi að vandamálið liggi hjá þeim eða í uppeldisaðferðum þeirra. Þetta skapar mikla streitu og hefur áhrif á samskipti og líðan innan fjölskyldunnar. Hvað þarf til og af hverju skiptir máli að kjósa Framsókn? Til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við skólaforðun þarf að leggja aukna áherslu á að efla samstarf milli kerfa, fræða samfélagið og tryggja aðgengi að sérfræðiaðstoð. Með farsældarlögunum hefur grunnur verið lagður að nýrri nálgun sem byggir á samkennd og lausnamiðuðum aðgerðum, þar sem skólinn, heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinna saman. Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í þessum breytingum og er lögð sérstök áhersla á að styrkja fjölskyldur og tryggja að börn fái þann stuðning sem þau þurfa. En ferlinu er ekki lokið. Við verðum að halda áfram að þróa kerfið, bæta þjónustuna og tryggja að stuðningurinn nái til allra sem þurfa á honum að halda. Þetta kallar á meiri tíma, fjármagn og pólitískan vilja til að fylgja farsældarlögunum eftir af fullum krafti. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann skilur þörfina fyrir samþættingu þjónustu og snemmíhlutun og hefur lagt áherslu á að gera líf barna og fjölskyldna þeirra betra. Þess vegna skiptir máli að kjósa Framsókn. Með því að veita flokknum umboð til að halda áfram að byggja upp farsældarkerfið og vinna að betri framtíð fyrir börn okkar tryggjum við að ekkert foreldri standi eitt í erfiðum aðstæðum. Framsókn er flokkur lausna, skilnings og raunverulegs stuðnings – og sú framtíðarsýn mun gera gæfumuninn fyrir fjölskyldur um allt land. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun